Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 25

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 25
Vextir Landsbanka íslands 1886-1970 Innlánsstofnanir - hlutfall innlána af útlánum ^°/o ----Landsbanki -------íslandsbanki 10% - ----KB banki — Sparisjóðir 0% I------T-----T----T-----T----1-----T----T-----T----T-----T-----T----T-----1----T-----, 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Raunútlán innlánsstofnana á mann, milljónir króna m.v. verðlag 2003 á millibankaviðskiptum sem líklega hafa komið í veg fyrir ntyndun virkra eignamarkaða hérlendis og sérhæfðra fjármálafyrirtækja þar til á níunda áratug tuttugustu aldai'. Flest bendir til þess að höftin hefðu ekki orðið jafnvíðtæk, langvinn eða kostnaðarsöm fyrir efnahagslífið ef stofnanaunrgjörð fjármálalífsins hefði verið betur byggð. Stíg 5 og 6 - Ný bankabyltíng Atburðarás síðustu 5-7 ára á bankamarkaði - eftir að frelsi var fengið í fjármagnsviðskiptum - ætti að vera flestum í fersku minni og því óþarfi að tjölyrða mikið hana í smáatriðum. Islensk fjármagnsvið- skipti komust á fimmta þróunarstig eftir 1998 og það með mjög kröft- ugum vexti. Bankakerítð var fyrir þann tíma í mjög þröngri hnapp- heldu vegna mjög víðtækra hafta og frumstæðs hugsunarháttar, og af þeim sökum er eðlilegt að fjármagnsviðskiptin haft tekið á rás í kjölfarið. Þá verður einnig að hafa í huga að spamaður hérlendis er af mjög skomum skammti cn eftirspum mikil eftir fjármagni og af þeim sökum skipti miklu máli fyrir atvinnulífið að fá aðgang að útlendum sparnaði með erlendum endurlánum á vegum bankakerfisins. En eins og staðan er nú er um helmingur af öllum útlánum bankakerfisins fjánnagnaður með erlendu lánsfé. A sama tíma hefur ýnris fjánnála- þjónusta vaxið nteð miklum hraða hérlendis, hvort sem um er að ræða eigna-, skulda- eða fjárstýringu. Loks má benda á þá hörðu sam- keppni sem ríkir nú í lánaviðskiptum, hvort sem er á milli bankanna sjálfra eða samkeppni við ýmsar aðrar stofnanir, svo sem lífeyrissjóði, íbúðalánasjóð og svo framvegis. Líklega er þess ekki langt að bíða að sjötta stig taki við í banka- viðskiptum. í fyrsta lagi bendir flest til þess að skuldaskjalavafningar heQist innan eins til tveggja ára þegar bankamir rnunu pakka nýju húsnæðislánunum saman í skuldabréfaútgáfur og selja á markaði til þess að auka seljanleika í eignasafni sínu. Af flestum kennileitum að dæma er einnig stutt þar til- íslenskur lánamarkaður verður fullmett- aður ef ekki yfirmettaður. Aukinheldur mun hröð útlánaaukning á síð- ustu árum skila sér í einhverjum útlánatöpum um leið og kreppa tekur við í efnahagslífinu eftir tveggja tif þriggja ára tímabil. Á sama tíma er líklegt að hækkanir á eignamörkuðum hérlendis muni ekki lengur skapa jafnhraða eiginfjármyndun innan bankanna og verið hefur. I kjölfarið er líklegt að afleiðuviðskipti og önnur fjármagnsviðskipti utan efnahagsreiknings færist í vöxt sem leið til þess að þurfa ekki að binda eigið fé og er einnig líklegt að nýjar BIS reglur (BIS II) muni færa reikninganna enn frekar í átt til markaðsverðs. Afleiðuviðskipti, t.d. með hlutabréf, hófust að einhverju rnarki 1999-2000 en hafa ekki vaxið að miklu marki á síðustu ámm. Allt er þetta í samræmi við það sem gerst hefur í öðrum löndum þar sem bankar hafa gengið í gegnum sömu þróun og íslenskir bankar hafa fýlgt fram til þessa. NÚTÍMABANKAKERH Flest bendir því til þess að innan eins til þriggja ára verði íslenskt bankakerfi komið á sama þróunarstig og þekkist erlendis. Það felur vitaskuld ekki í sér að íslenskur fjármagnsmarkaðúr muni staðna. Þvert á móti. Hins vegar verður þá ómögulegt að sjá fyrir um þróun- ina hérlendis með hliðsjón af því sem gerst hefur erlendis vegna þess að íslensk fjármagnsviðskipti verða á sama báti og þekkist erlendis. Ljóst er að allir bankamir þrír hafa undirbúið sig undir markaðssókn erlendis, að vísu með mismiklum áþreifanlegum árangri, enn sem komið er. Fáar eða engar erlendar fyrirmyndir eru fyrir slíkri banka- útrás á landsvísu en að öllum líkindum ntun þessi erlenda sókn hafa töluverð áhrif á fjármagnsviðskipti á heimamarkaði. Hér er ekki rúm fyrir getgátur í því elni. Sú hugsun hlýtur þó að kitla marga að í framtíðinni gætu íslenskar fjármagnsstofnanir hæglega gengið í far- arbroddi í bankaviðskiptum í stað þess að haltra á eftir með margra áratuga töf eins og raunin var á tuttugustu öld. Hins vegar er ekki hægt að líta framhjá því - með tilliti til sögunnai' - hve stórt hlutverk mistök í bankarekstri hafa leikið í þróun fjármálaviðskipta hérlendis og oft tafið fyrir framþróun. Ástæðan er líklega einkum sú að vegna þess hve þjóðin er smá og stofnanir landsins fáar skipta gerðir hvers og eins fjármálamógúls mun meira máli en hjá stærri þjóðurn. Af þeim sökurn geta framfarir orðið mun hraðari hérlendis en erlendis - svo sem þegar íslandsbanki var stofnaður árið 1904 og færði íslensk fjármagnsviðskipti upp um eitt stig - og jafnframt er ljóst að einstök mistök skipta hér nteira máli - svo sem þegar íslandsbanki vai'ð gjald- þrota og tafði framfarir í bankaviðskiptum um áratugi. I Heimildir: Benjamfn H.J. Eiríksson (1938) “Orsakir erfiðleikanna í atvinnu- og gjaldeyrismálunum” Dow, Shcila, C. (1999). “Tlic stage of Banking Development and the Spatial evolution of Banking” birt í greinarsafninu: Money and the Space Economy, ritstjóri Ron Martin. Chick, V (1986) Tlie Evolution of thc Banking System and the Thcory of Saving, Invcstmcnt and Int- crest”, birt í Economies et Societies, 20, Monnaie ct Produclion, 3,193-295. Hannes Pétursson (1987) “Sveitarstólpi" Heimildaþættir III, Howcll, P og Bain, K. (2002) “The Economics of Money, Banking and Financc" Jóhannes Nordal (2002) “Mótun peningakerfisins fyrir og eftir 1930” Birt í greinasafninu: Frá kreppu til viðreisnar, ritstjóri Jónas Haralz. Tobin, James (1998) “Money Credit and Capital”

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.