Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Síða 1

Frjáls verslun - 01.02.1947, Síða 1
9..ÁRG. 1.—2. TBL. 1947. Um þessar mundir eiga matvörukaupmenn í erjum við Viðskiptaráðið, sökum þess að ráðið fœrði riýlega stórum niður álagningu á brennt og malað kaffi. Kaffi-kílóið hœkkaði sem sé um rúma krónu á heimsmarkaðinum fyrir skömmu, en útsöluverð í smásölu má samt ekki stíga nema um 40 aura, samkvœmt fyr- irskipuninni. Matvörukaupmenn í Reykjavík og Hafnarfirði mótmceltu hinni ómak'.egu árás Viðskiptaráðs, með því að stöðva sölu á kaffi, og fóru jafnframt fram á að ráðið endurskoð- aði ákvörðun sína. Ráðið sat fast við sinn keip og neitaði tilslökun. IComu þá kaupmenn sér saman um að gera ekki neytendum erfiðara fyrir en orðið var og hófu aftur sölu á kaffi við gamla verðinu. Þannig hafa þeir enn ekki fyrirgert mótmcelaafstöðu sinni gagnvart Við- skiptaráði og standa enn í stímabraki við það. Engu verður um spáð, hvernig þessari deilu reiðir aí. Svo er að sjá sem yfirvöldin viti hvorumegin lagalegi rétturinn er. 1 þeirra aug- um skiptir víst litlu um hinn siðferðilega rétt, eða svo liggur beint við að álykta af fram- ferði þessa „œgivalds" í garð verzlunarstétt- arinnar. Sýknt og heilagt er gengið á hlut hennar með niðurskurði. á álagningu, sama hve mjög verðlag hœkkar í landinu og kaup- gjald og annar dreifingarkostnaður eykst. Hér verður verzlunarstéttin sjálf að koma til slcjalanna meira en hún hefur gert. Hún verð- ur með öllum hugsanlegum ráðum að hefja svo sterkan áróður fyrir málefnum sínum, að ómaklegum árásum og rógi, sem sí og œ er stefnt að henni, verði hrundið í eitt skipti fyrir öll. Því verður ekki trúað fyrr en á reynir til hlítar, að hér á landi sé ekki hœgt að skapa verzlunarstéttinni það álit, sem hún nýtur í öðrum menningarlöndum, að hún hafi lífrœnu nytjahlutverki að gegna. íslenzka verzlunar- stéttin á það sannarlega skilið, því að afrek hennar eru mörg og stór. Á framhaldsaðalfundi V.R., sem haldinn var í febr. s.l., voru gerðar margar lagabreytingar (sbr. á öðrum stað í blaðinu), en þeirra merk- astar eru nýju ákvœðin um samningsrétt fé- lagsins og launakjaranefnd. Samkvœmt þeim er slegið föstu í eitt skipti fyrir öll, að félagið sé lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör verzlunarmanna í lögsagnarumdœmi Reykjavíkur og jafnframt ákveðið að sérstök nefnd launþega skuli fjalla um launa- og kjarasamninga við verzlunarrekendur. Þótt þessi nýju lagaákvceði séu sjálfsögð og í rauninni ekki annað en staðfesting þess fyrir- komulags, sem ríkjandi hefur verið undairfar- in ár, fela þau í sér miklar skyldur fyrir alla félagsmenn og eru boðskapur til launakjara- nefndarinnar um að rœkja störf sín af hendi með sanngirni og einurð. Verzlunarmenn hafa lengi verið aftur úr í kjaralegri þróun hinna vinnandi stétta. Sumir telja að orsökin sé fólgin í því, að stœrsta verzlunarmannafélag landsins, V.R., er eklci hreinrœktað launþegafélag. Sjálfsagt er nokk- uð til í þessu að því er fyrri daga snertir, en með núverandi skipulagi á félagsstarfinu er engum slíkum átyllum til að dreifa. Launþeg- ar eru þar íhlutunarlaust frjálsir til athafna í kjaramálum sínum, Samvinna vinnuþiggjenda og vinnuveitenda, eins og hún kemur fram innan V.R. og nokk- urra annarra verzlunarmannafélaga hér á landi, er gott dœmi um, hversu hcegt er að samhœfa sjónarmiðin, þótt í sumu kunni að vera ólík. Flestar aðrar stéttir hafa klofið sig um þvert eftir aðstöðumismun og hyggjast þannig betur geta komið fram réttindamálum sínum og öðrum hugðarefnum. En eflaust á það eítir að sýna sig, að styrlcur verzlunarstéttarinn- ar liggur hvað mestur í því að sundrungin hef- ur ekki náð að svíða sundur félagsleg vébönd hennar.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.