Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Side 11

Frjáls verslun - 01.02.1947, Side 11
Vandað máll'ai' ber vott um greind og þjálfun afgreiðslumannsins, og ber því að leggja á það ríka áherzlu. Latmæli og gæluorð eiga alls ekki við í viðskiptalífinu. Ejtirtekt og hugulsemi. Viðskiptamaðurinn er uppistaða verzlunarinn- ar, og því lætur áhugasamur afgreiðslumaður sér annt um hann og tekur eftir honum jafn- skjótt og hann kemur inn í verzlunina. Sé ös á staðnum, sem orsakar bið, gefur góður afgreiðslu- maður á einhvern hátt til kynna að liann hafi veitt návist hins athygli. Svo þegar röðin kemur að honum, lætur afgreiðslumaðurinn á sér skilja að hann sé reiðubúinn til Jrjónustu en grípur ekki fram fyrir hendur hins, ef hann er einungis að svipast um í verzluninni. Verði verzlunarmað- urinn var við að skiptavinurinn hefur fengið áhuga fyrir einhverri vöru, kemur hann honum til aðstoðar með upplýsingar og skýringar. Að eiga í málskrafi við samstarfsfólkið, í stað þess að hafa vakandi auga með viðskiptamönnunum, er móðgandi fyrir liina síðarnefndu og hefur skaðvænleg áhrif á vinsældir fyrirtækisins. Hugulsamur afgreiðslumaður hlustar með at- hygli á allar athugasemdir kaupandans og kapp- kostar að láta ekki truflast af einhverju öðru í starfi sínu. Það ætti ekki að þurfa að taka fram, að afgreiðslumaðurinn á aldrei að standa í við- ræðum við neinn annan en viðskiptamanninn, meðan sala til hans fer fram, nerna Jrað sé óhjá- kvæmilegt. Þegar svo er, biður hann viðkom- andi mann afsökunar. Sömuleiðis er áríðandi að horfa ekki eitthvað út í hött, rneðan sölusam- talið fer fram, heldur beint framan í skipta- vininn. Kurteisi. Kurteisi er sá eiginleiki, sem lijálpar mönnunr til að sýna öðrum nærgætni og skilning, og í fari afgreiðslufólks gagnvart viðskiptamönnum kem- ur hann fram í andlitssvip og raddblæ, meðan viðskiptin fara fram. Vingjarnlegt bros, glað- lyndi og hjálpsemi eru að aðaleinkenni hins kurt- eisa. Fyrir verzlunina skiptir meginmáli að kaup- endurnir séu ánægðir með viðskiptin. Það er ekki einhlítt að vörurnar fáist með góðum kjör- um. Viðmót þess, sem afgreiðir, hefur ekki minna gildi. Enginn verzlunarmaður skyldi gleyma að þakka vingjarnlega fyrir viðskiptin um leið og kaupandinn tekur vöru sína og fer. Þetta er ekki ætíð sem auðveldast, t. d. að áliðnum erfiðum vinudegi, en Jrað má samt ekki bregðast. Gerir ekki þakklátssemi viðskiptamannanna þetta ó- maksins vert? í langflestnm tilfellum. Kurteisin er líka hagkvæm til að breiða yfir nauðsynlega viðskiptaörfun. Sérhver afgreiðslu- eða sölumað- ur á að hafa hug til að sýna hæfilega áleitni, og kurteisi til að forðast þrálæti. Að sýna viðurkenningu, jDegar hún á við, er nátengt kurteisi, og enginn skyldi Joá vera ófús á að láta hana í té, hvorki viðskiptamönnum né samstarfsfólki. Flestir virða viðurkenningarorð hærra en þeir sjálfir gera sér grein fyrir. Þegar viðurkenning er verðskulduð en ekki sýnd, ber Jrað hlutaðeigandi manni vott um skort á kurt- eisi. Kurteisi er að miklu leyti sama og fúsleiki til Jrjónustu. Það á að vera keppikefli livers einasta verzlunarmanns að gefa réttar upplýsingar á við- felldinn hátt. Sömuleiðis að sýna viðskiptamönn- unum ýmiskonar nærgætni, ekki síður í smáu en stóru, t. d. skal ætíð bjóða fólki að pakka böggl- urn, er það hefur meðferðis, inn með þeirri vöru, sem það hefur nýlokið við að kaupa. Slíkt kemur flestum vel. Tilboð um að panta eða út- vega vörur, sem ekki eru fyrir hendi í svipinn, ber vott um lipurð. Sem sagt, verzlunareigendum og afgreiðslufólki skyldi aldrei úr minni falla. að kurteisin er lykillinn að ánægjulegum og blómlegum viðskiptum. Þolinmæði. Smásala útheimtir mikla þolinmæði. Það þarf Jxjlinmæði til að sýna viðskiptamönnum marg- ar gerðir sömu vörutegundar til að velja úr, og gefa viðhlítandi skýringar, svo að góður saman burður fáist. Frekir eða óákveðnir viðskipta- menn reyna á Jrolrifin. Lítil viðskipti, hvort sem er vegna árstíðar, veðurs eða annars, eru líka að jafnaði meira Jireytandi fyrir afgreiðslu- fólkið en jöfn og góð viðskipti. Viðskiptalegt viðmót. Þetta er mjög mikilsverður eiginleiki. Af- greiðslumaðurinn, sem hefur tarnið sér viðskipta- legt viðmót, kemur vingjarnlega fram við sam- starfsfólk sitt og viðskiptamenn, án Jress Jró að vera háður Jrví eða nærgöngull. Hann er sér vel meðvitandi um að rekstur fyrirtækisins er að mestu leyti kominn undir afköstum starfsmanna FRJÁLS VERZLUN 11

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.