Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 27
Seinni hluta ársins fluttu Bretar út næsturn
helmingi meira af skófatnaði úr leðri á mánuði
hverjum en árið 19^8. Mikill hluti skóútflutn-
ingsins er sendur í hjálparskyni til þjóðanna á
meginlandi álfunnar.
•
Bandarískir iðnrekendur hafa nýlega keypt
megnið af ullarbirgðum Eire. Kaupverðið var
32 cent fyrir pundið. Hvenær fá íslendingar það
fyrir ullina sína?
•
Útflutningsverðmæti Bandaríkjanna nam 15.3
billjónum dollara á árinu 1946 og fór rúrnl. 8
billj. dollara fram úr influtningnum.
Af andvirði útflutningsins voru 3.2 billj. $
gjafir til ýmissa landa og hafði ríkið látið 2.6
billj. $ af hendi rakna en einstaklingar og stofn-
anir 600 millj. $. Aðeins 1.4 billj. $ af ofangreid-
um greiðslujöfnuði fengu Bandaríkin greidda í
beinhörðum peningum.
Amerísk blöð virðast líta á þennan hagstæða
greiðslujöfnuð sem óeðlilegt og rniður æskilegt
ástand, einnig taka þau í sama streng gagnvart
,,gjafa-pólitíkinni“.
•
Öllum framleiðslufyrirtækjum í Tékkóslóv-
akíu, hvort sem þau eru ríkis-, samvinnu- eða
einkarekin, hefur nú verið skipað undir eina
allsherjar stjórnarstofnun (Central Federation of
Czechoslovakian Industry).
Þessarri stofnun er svo aftur skipt í ýmsar við-
skiptadeildir, og geta erlendir kaupsýslumenn
snúið sér til þeirra urn fyrirspurnir viðvíkjandi
framleiðsluvörum landsins. Skulu hér tilfærð
nöfn og heimilisföng nokkurra þessai'ra deilda:
Economic Group of tlie Textile Industry,
Praha I., Revolueni 3; Economic Group of the
Glass Industry, Praha II., Havlickovo namesti
15; Economic Group of the Paper Industry,
Praha II., Purkynova 2; Economic Group of the
Woodworking Industry, Praha II., Vodickova
41; Economic Group of the Brewing Industry,
Praha II., Lipova 15.
•
Nýlega liefur verið slakað allmjög á útflutn-
ingshömlum á bifreiðum í Bandaríkjunum,
sérstaklega notuðum fólksbifreiðum, sem smíð-
aðar eru fyrir 1945, en talsvert mun líka verða
veitt af útflutningsleyfum fyrir nýjum bílum.
Jafnframt hafa með öllu verið afnumin út-
FRJÁLS VERZLUN
flutningshöft á vörubílum, strætisvögnum og
strætisvagnagrindum.
•
í Californíufylki einu voru á síðasta ári skrá-
sett hvorki meira né minna en 11.412 ný fyrir-
tæki, þar af 6.989 í Los Angeles-borg.
•
Fundið hefur verið upp ágætt áhald, sem fest
er á sekkjatrillur og auðveldar mjög notkun
þeirra (sbr. mynd).
Þetta áhald er nokkurskonar „þriðja hjól á
vagninum“ og tekur mestallan þungann af hlass-
inu, svo að ökumaðurinn þarf ekki annað en
stýra trillunni með léttu átaki. Slána undir kjálk-
unum má færa upp og niður, eftir því hvar
þungamiðja hlassins er.
Framleiðandi áhaldsins er The Melooz Mfg.
Company, Los Angeles.
Hér er mynd af nýrri veiðistangahöldu, sem
fest er í belti veiðimannsins og er gerð fyrir all-
ar venjulegar gerðir af veiðistöngum. Haldan er
framleidd úr vönduðu, svörtu gúmi, sem þolir
sólarhita. í botninum er lítið lekagat. Það fer
lítið fyrir henni, og þegar hún er ekki í notkun
er ágætt að geyma hana í beitubauknum.
Þessu litla áhaldi hefur verið vel tekið af ame-
rískum veiðhnönnum, sem telja það vera til mik-
ils hagræðis við veiðistörfin.
27