Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Síða 28

Frjáls verslun - 01.02.1947, Síða 28
Merkisdagar koupsýslumanna Sjötugsafmœli. Sigurjón Jónsson, verzlunarstjóri við Verzlun Geirs Zoega, átti sjötugs-afmæli 19. jan. s. 1. Sigurjón er Árnesingur að ætt en fluttist ung- ur til Reykjavíkur og réðist að Verzlun Geirs Zoéga, þar sem hann hefur starfað alla tíð síðan. Hefur hann nú veitt fyrirtækinu forstöðu í hart- nær 30 ár og er mikils metinn í því starfi, sakir ráðdeildar sinnar og heiðarleiks. Svo sem af þessu sézt hefur Sigurjón verið staðfastur í ævi- starfi sínu, enda mun hringlandaháttur vera víðs fjarri skapgerð hans, sem einkennist af festu og flaslausum virðuleik. Hann er kvæntur Guðfinnu Vigfúsdóttur og eiga þau hjónin tvær fullvaxnar dætur. Sigurjón hefur lengi verið meðlimur V.R., og óskar félagið og blaðið honum beztu farsældar. Þorsteinn Þorsteinsson, kaupmaður í Reykja- vík, varð sjötugur 16. jan. s. 1. Þorsteinn er ættaður frá Vík í Mýrdal og rak þar verzlun langt fram eftir aldri en fluttist til Reykjavíkur fyrir um það bil 20 árum og stofn- aði Verzlunina Vík, sem hann hefur rekið æ síð- an á sama stað, Laugavegi 52, og er það löngu orðin ein þekktasta vefnaðarvöruverzlun bæj- arins. Þorsteinn í Vík er traustur og vandaður kaup- maður, sem rækir verzlun sína af mikilli alúð og atorku. Hann er prúðmenni og enginn flysjung- ur, en bregður oft fyrir sig léttri kímni. Þorsteinn Þorsteinsson er maður vel látinn, og vill „Frjáls Verzlun“ óska honum heilla í tilefni afmælisins. Sextugsafmœli. Tómas M. GuÖjónsson, kaupm. og útgerðarm. í Vestmannaeyjum, átti sextugsafmæli 13. jan. s. 1. Tómas er Vestmannaeyingur og hefur um fjölda ára verið meðal forvígismanna að ýmsum framfara- og atvinnumálum eyjanna. Átti hann m. a. hlutdeild í stofnun og starfrækslu Lifrar- samlags Vestmannaeyja, Netagerð Vestmannaeyja h. f., ísfélags Vestmannaeyja og Fisksölusamlags- ins. Hann hefur frá unga aldri rekið útgerð og stundaði jafnframt sjósókn lengi framan af. Einnig hefur hann um langt skeið rekið verzlun með útgerðarvörur og byggingarefni. Um mörg ár hefur Tómas annast afgreiðslu skipafélganna Sameinaða og Bergenska í Eyjum. 28 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.