Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Side 40

Frjáls verslun - 01.02.1947, Side 40
föúAínu? Komumaður: „Er maðurinn yðar heima? Ég er með víxil — — Frúin: „Því miður, hann er á ferðalagi í verzlunar- erindum“. Komumaður: „-----víxil, sem ég þarf að borga sjálfur — —'“. Frúin: „Ég — ég — ég á von á honum á hverri stundu---- Komumaður: „-----ef liann getur það ekki“. Frúin: „— -—■ Það er að segja, ef hann tefst ekki viku eða lengur“. ð Listin að lifa góðu lífi af tekjum sínum cr í því fólgin, að meta ekki þarfir sínar um efni fram. HUDSON TAYFOR. Bræður tveir voru að gera sér glaðan dag eftir jarð- arför föður síns, sem var ríkur kaupmaður og hafði þótt ágengur og klækinn í viðskiptum. Bræðurnir voru að rabba saman um reitur föður síns. „Það mun nú vísast, að þessi arfur okkar verði ekki lengi í ættinni, enda gerir það minnst til, hann var ekki svo vel fenginn“, segir eldri bróðirinn. „Mér finnst nú, að þú ættir að geta látið hann föð- ur okkar í friði; hann er nú dáinn og kominn til guðs“, svaraði yngri bróðirinn. „Já, þú segir það“, segir þá hinn. „ÍSFENZK FYNDNI“. 9 Ef þú veizt, hvernig þú átt að fara að því, að eyða ckki öllum tekjum þínum, þá hefurðu fundið vizku- steininn! — BENJAMÍN FRANKLÍN. „Frjá!s Verzltsn66 ÍJtgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Formaður: Guðjón Einarsson. Ritstjóri: Baldur Pálmason. Ritnefnd: Vilhjálmur Þ. Gíslason, form., Þor- steinn Bernharðsson og Baldur Pálmason. Skrifstofa: Vonarslræti 4, L hæð, Reykjavík. Sími 5293. BORCARPRENT Dómarinn: „Ætlið þér þá ekki, herra kaupmaður, að taka aftur skammaryrðin, sem þér létuð falla um bæjarfulltrúann?“ Kaupmaðurinn: „Því miður er mér það ómögulegt, herra dómari, því að það brýtur í bága við rótgróna verzlunarvenju mína. Ég tek aldrei vörur aftur, þegar ég hef einu sinni látið þær úti. Aftur á móti er mér Ijúft, ef bæjarfulltrúinn óskar þess, að hafa skipti við hann á þessum skammaryrðum og öðrum, ekki lakari“. Líttu í pyngjuna, áður en þú lœtur allt eftir þér“. BENJAMÍN FRANKLÍN. Drenghnokki kemur inn í búð. „Ég ætla að kaupa sápu, sem hefur sterka lykt.“ „Vill mamma þín það?“ spyr búðarstúlkan. „Það veit ég ekki. Ég vil það, því að ef mamma finnur sápulyklina af mér, veit hún að ég er búinn að þvo mér, og þá þarf ég ekki að þvo mér aftur og aftur.“ Sparnaður er í sjálfu sér vœnlegur lil þroska: hann kennir mönnum sjálfsafneitun, stuðlar að margskonar reglusemi og vekur forsjálni. — T. T. MUNGER. • Jón Pétur rak verzlun og hafði yndi af skák. Hann var langtum ötulli skákmaður en kaupmaður. Sat hann oft að tafli með kunningjum sínum í skrifstofu- kytru inn af búðinni og gaf þá grefilinn í alla kaup- mensku. Kunningjarnir voru stundum að minna hann á viðskiptavinina frammi í búðinni og ætluðu þá að sjá sér út góðan leik á meðan. Fn Jón Pétur lét heldur ekki leika þannig á sig heldur svaraði jafnan: „Uss, hafðu ekki hátt maður. Við skulum alveg steinþegja, þá fara þeir fljótlega út aftur.“ • Ef þú gerir pcninginn að guði þínum, mun liann þjaka þér, eins og fjandinn sjálfur. — FIELDING. 40 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.