Frjáls verslun - 01.12.1962, Qupperneq 5
Rætt viS Óttar Möller forstjóra
Eimskipafélag íslands
stefnir að aukinni og endurbœttri þjónustu
„Það er ekkert á móti því að segja lesendum
Frjálsrar verzlunar eitthvað um Eimskipafélagið og
starf þess. Eiginlega hefir verið allhljótt um það
undanfarin ár. Eg held, að almenningur viti satt
að segja ekki mikið um félagið, enda ]>ótt ]>að hafi
alla tíð verið almenningseign.“
Nýlega tók ungur maður við stjórn Eimskipa-
félags íslands, Ótt.ar Möllar, og svona fórust hon-
um orð, er fréttamaður Frjálsrar verzlunar bað
hann um viðtal á dögunum. Óttar hefur starfað i
mörg ár hjá Eimskip, og síðast sem fulltrúi, áður
en hann varð forstjóri.
Unga fó'kið veit of lítið um Eimskip
— Teljið þér þá, að íslendingar yfirleitt séu harla
fáfróðir um „óskabarn þjóðarinnar"?
— Einkum á ég við ungu kynslóðina, sem veit
allt of lítið um aðdraganda og hlutverk félagsins.
Þess vegna er ekki við því að búast, að unga fólkið
leggi ]>að mat á starf félagsins, sem það ella myndi
gera. Hvað er að gerast hjá Eimskip? spvrja menn.
Eða: Hvers vegna er ekki lui'gt að gera þetta eða
hitt? Eldra fólkið lítur flest öðrum augum á starfið
en unga kynslóðin. Nýlega barst okkur t. d. bréf
frá bónda norðanlands, einn þeirra mörgu, er lögðu
hönd á plóginn til að koma Eimskipafélaginu á
fót. Þessi ágœti bóndi segir, að með stofnun E. í.
hafi verið st.igið stærsta skrefið til að tengja saman
fólkið í landinu, brúa bil milli einangraðra byggða,
þá hafi íslendingar staðið saman. Siðan hafi felagið
unnið það verk, sem því var ætlað, að flytja lífs-
björg að allri strönd Islands. Þetta bréf sýnir ein-
mitt hugsunarhátt eldra fólksins, hugarþel ]>ess í
garð Eimskipafélagsins, sem það gerði að veruleika
með því að láta fé af hendi rakna, lítið frá hverjum
einstökum, cn mikið þegar saman kom. Stofnendur
Eimskips voru landsmenn úr öllum bygðgarlögum,
stéttum og stjórnmálaflokkum. Þeir fjölmörgu Is-
lendingar, sem fyrstir gerðust hluthafar í Eimskip,
gerðu það ekki til að auðgast á því, heldur til að
sjá hugsjón verða að veruleika. Þá dettur mér enn
í hug annað, sem bóndinn sagði í bréfi sínu, að
félagið geri öllum jafnhátt undir höfði og hafi gegnt
þjónustuhlutverki sínu dyggilega frá upphafi.
Þáttaskil eftir stríðið
— En hafa orðið breytingar á viðhorfi fólksins
til félagsins?
— Með stofnun félagsins gerði almenningur sér
ljóst, að með því var verið að stíga skref til að
gera þjóðina sjálfstæðari en hún hafði árið verið.
Eftir heimsstyrjöldina síðari urðu nokkur 'pátta-
skil. Aður hafði Eimskipafélagið eitt annazt svo
að segja allar siglingar og vöruflutninga til landsins
frá útlöndum. En eftir seinna stríðið koma óvæntir
keppinautar til skjalanna. Þá fara framleiðendur
og verzlunarfyrirtæki að reka skij> á sama sviði og
Eimskip hafði eitt gert áður. Þetta var ekki heppi-
legt að niínu áliti, og því fylgir í rauninni einok-
unarhætta. Samkeppni er að sönnu sjálfsögð. En
ég tel það skilyrði fyrir frjálsri verzlun, að sérstakir
aðilar annist siglingar eingöngu, án beinna tengsla
við einstaka atvinnuvegi aðra. Nú er svo komið,
Gullíoss
FRJÁLS VEHZLUN
Ö