Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Page 6

Frjáls verslun - 01.12.1962, Page 6
að óvíst er, hvort Eimskipafélagið getur í framtíð- inni starfað eins og því var ætlað í upphafi. Það verður að vera hagnaður á rekstrinum, það verður að vera hægt að afskrifa skip og bæta þjónustuna. Eins og kunnugt er, varð síðast 44 milljóna króna tap á rekstri Eimskipafélagsins. Astæðan var raun- ar ekki sú, að félagið hefði ekki næg verkefni fyrir skipin. Nýting á lestarými var mjög góð. Ástæðuna er hinsvegar að finna í ranglátum verðlagsákvæð- um á sekkja- og stykkjavöru, sem skipin flytja til landsins, einmitt því, sem Eimskipafélagið hefir byggt á afkomu sína frá byrjun. Það er óhætt að segja, að Eimskip hafi flutt 95% þessarar viiru til landsins á sl. ári. Hin ranglátu ákvæði koma því fyrst og fremst niður á Eimskipafélaginu. Aðrir skipaeigendur beindu flutningi sínum í aðra átt. Rætt við ríkisstjórnina — mólið rannsakað — Hefur ekki tekizt að fá neina leiðréttingu ? — Eimskipafélagið sneri sér til ríkisst.jórnarinnar og tjáði henni, að ekki væri liægt að flytja sekkja- vöru frá Bandaríkjunum meðan flutningsgjöldin dygðu eingöngu fyrir lestunarkostnaði í New York, og frá Evrópu fyrir aðeins 40—50% af því, sem ætti að vera á frjálsum markaði. Ríkisstjórnin brást vel við og skipaði þrjá valinkunna efnahagssérfræð- inga til að rannsaka málið. Niðurstaðan varð sú, að leyfð var í ágúst sl. 40% hækkun á flutnings- gjöldum stykkjavöru og 34—37% á kornvörti til manneldis. En flutningsgjöld á fóðurvörum liækk- uðu ekki. Viðurkennt var, að hér væri aðeins um bráðabirgðalagfæringu að ræða. En þegar fidlnaðar- lagfæring er fengin, hef ég þá trú, að Eimskipafélag íslands geti staðizt hvaða samkeppni sem er. Við eigum þjálfað starfslið bæði í landi og á sjó, við eigum velvilja viðskiptavina og raunar íslenzku Dettiíoss Lagarfoss þjóðarinnar í heild. Þjóðin ætlast til mikils af Eim- skipafélaginu. En það fer hins vegar fram á, að ckki séu lagðar á það kvaðir og byrðar umfram aðra. Við óskum eftir jafnrétti, en ekki fríðindum. Við viljum rétta við fjárhag félagsins t.il að geta endur- byggt skipastólinn samkvæmt kröfum tímans. Þá er einnig orðin aðkallandi nauðsyn að endurskipu- leggja vöruafgreiðsluna í Reykjavík, og höfum við átt vinsamlegar viðræður við borgarstjórann í Reykjavík i því sambandi. Gegnir að nokkru hlutverki fríhafnar — Hvað er að segja um vörugeymslu Eimskipa- félagsins fyrir innflytjendur? — Já, það er oft um þetta spurt. Og því er til að svara, að ég tel, að ekki verði hjá því komizt að geyma vörur fyrir innflytjendur. Eimskip hefir gert þetta í áratugi, eins og fríhafnir gera stund- um, t. d. má benda á fríhöfnina í Kaupmannahöfn. Innflytjendur panta vörur sínar og geyma þær, eins og í fríhöfn, unz þeir hafa ástæður til að innleysa þær og koma þeim á markaðinn. Þetta er ekki sízt nauðsynlegt á íslandi, þar eð innflytjendur kaupa vörur ýmist úr austri eða vestri. Þetta verður svo að vera unz fríhöfnin hér er komin á laggirnir. Þess má geta í viðbót, að innan fríhafnar cr frí- Iager, og má ekki rugla þessu tvcnnu saman. Eins og er, er athafnasvæði vöruafgreiðslunnar óhentugt og alltof lítið. Bæjaryfirvöldin hafa vinsamlega boð- izt til að leysa vandann til bráðabirgða með því að reisa vörugeymslu á Grandagarði og leigja hana Eimskipafélaginu til nokkurra ára, unz ákveðið verður athafna- og geymslusvæði til varnanlegrar frambúar. Hér er ekki einungis um að ræða hags- munamál fyrir Eimskipafélagið, heldur fyrir alla innflytjendur, útflytjendur og framleiðendur. Með 6 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.