Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Side 10

Frjáls verslun - 01.12.1962, Side 10
fyrir rúma 2 norska aura liverl kílóvatt eða um 13 íslenzka aura. Ilins vegar má tclja að ódýrasta raforka, sem hægt sé að fá nálægt stærstu iðnaðar- svæðum Evrópu og Ameríku, sé nú 21—2G aurar hver kílóvattsstund. Þessi verðmismunur á orku samsvarar 10—15% af framleiðslukostnaði á alú- míníum. Það er )>ví hagkvæmt að framleiða alú- míníum í Noregi, á meðan flutningskostnaður og annar aukakostnaður vegna fjarlægðar og annarrar aðstæðu vegur ekki upp á móti þessum hagnaði af ódýrri orku. En inn í þetta mat kemur að sjálf- sögðu einnig, að alúminíumfyrirtækjum þykir að öðru jöfnu öruggara að staðsetja alúmíníumfram- leiðsluna í heimalandi sínu og sem næst markaðn- um. Þegar tekið er tillit til alls, er því varla um meira en 5—10% sparnað að ræða, t. d. fyrir Evrópu-fyrirtæki, að staðsetja alúmíníumverk- smiðju í Noregi. Þegar haft er í huga, hve stofn- kostnaður alúmíníumverksmiðju er mikill cr aug- Ijóst, að þau hljóta að athuga allar aðstæður mjög nákvæmlega, áður en í framkvæmdir sé ráðizt. Þegar að því kemur fyrir erlend alúmíníumfyrir- tæki að ákveða hvort ráðast eigi í bvggingu alú- míníumverksmiðju á fslandi eða ekki eru mörkin að sjálfsögðu ennþá þrengri. Þá verður samanburð- urinn ekki við aðstæður og orkuverið í iðnaðar- héruðum Evrópu, heldur við þau kjör, sem Norð- menn og aðrar þjóðir með ódýra orku geta boðið. Með tilliti til þess, að erlend fyrirtæki hafa enga reynslu af rekstri stórfyrirtækja hér á landi og allar aðstæður eru þeim óþekktar, er mjög líklegt, að þau verði treg til að byggja hér alúmíníum- verksmiðju, nema þau eigi kost á jafngóðum eða betri kjörum en í Noregi, t. d. að því er varðar orkuverð, skattlagningu og þess háttar. Þegar haft er í huga, að Norðmenn og reyndar margar þjóðir aðrar leggja nú höfuðkapp á að draga til sín alú- míníumframleiðendur, er rétt að vera við því búinn, að fyrstu skrefin í uppbyggingu alúmíníumiðnaðar hér á landi verði alls ekki auðveld. Takist okkur hins vegar að komast af stað, er ég bjartsýnn á, að mun greiðar gangi með framhaldið. Fjölmörg vandamál koma til álita í sambandi við samninga um stofnun alúmíníumverksmiðju, svo sem samningar um skatta- og tollamál eiffnar- hlutdeild o. fl., og er hvorki tími né ástæða til að ræða öll þau atriði hér. f stað þess mun ég cin- skorða mál mitt við tvö meginatriði, er bæði hafa áhrif á staðsetningu alúmíniumverksmiðju. Þessi atriði eru í fyrsta lagi aðstaða vcrksmiðjunnar sjálfrar, það cr að segja landrými, hafnarskilyrði o. þ. h., og í öðru lagi verð raforkunnar og öryggi. Mun ég víkja að aðstöðu verksmiðjunnar fyrst, en í þeim efnum þurfa ýmis sérstök skilyrði að vera fyrir hendi. Er þá fyrst að nefna lóð og hafnarskilyrði. Nauð- synlegt er að alúmíníumverksmiðja verði staðsett- sem næst hafnarbakka, þar sem allt að 10 þús. tonna skip geta athafnað sig. Jafnframt þarf verksmiðj- an mikið landrými, helzt um 75 hektara af sléttu landi, enda er þá gert ráð fyrir hugsanlegri stækk- un verksmiðjunnar síðar, t. d. úr 30 upp í 100— 120 þús. tonn. Á Suðurlandi má uppfylla þessi skil- yrði bæði við Kollafjörð og liklega sunnan Hafnar- fjarðar án verulegs hafnarkostnaðar annars en byggingar á bryggju eða uppfyllingar. Einnig hefur Þorlákshöfn komið til athugunar. Þar er landrými ágætt, en nauðsynleg hafnarmannvirki yrðu hins vegar mjög dýr. Norðanlands eru aðstæður tví- mælalaust beztar við Eyjafjörð utan Akureyrar. Til Húsavíkur yrði ódýrara að flytja raforku, en þar eru hafnarskilyrði mun erfiðari, en auk þess er slétt landrými nærri höfninni takmarkað. Þessi mál eru nú í athugun hjá vitamálastjóra, en eftir þeim upplýsingum sem þegar liggja fyrir virðast líklegustu staðirnir syðra annað livort nærri Reykja- vík eða Hafnarfirði, en nyrðra utan Akureyrar, og getur kostnaðarmunur á þessum stöðum varla orð- ið mjög mikill. f öðru lagi þarf verksmiðjan að geta fengið nægilegt vinnuafl til starfseminnar. Vinnuaflsþörf 30 þús. tonna verksmiðju mun vera 300—400 manns, eftir þvi hve góð þjónustuaðstaða i nám- unda við verksmiðjuna er. Mun erlendum fyrirtæki- um yfirleitt þykja æskilegra að vera nærri sæmi- lega stórum vinnumarkaði eins og t. d. Reykiavík, Hafnarfirði eða Akureyri, enda þyrft.i fyrirtækið ella að leggja í ýmsan kostnað, t. d. vegna lnis- næðis starfsfólks o. s. frv. Varla yrði þetta þó al- gert skilyrði, þar sem slíkar verksmiðjur erlendis hafa oft verið staðsettar fjarri byggð enda er þá yfirleitt um stórar verksmiðjur að ræða. Loks þarf alúmíníumverksmiðja eins og annar iðnaður á ýmiskonar þjónustu að halda í sambandi við rekstur, einkum vegna viðhalds. Af þessum orsðkum hlýtur að vera hagstæðara að byggja slíka verksmiðju nærri stöðum, þar sem slík þjónusta er fvrir hendi. í þessum efnum stendur Reykja- víkursvæðið að sjálfsögðu bezt að vígi, en þó ætti Akureyri einnig að geta boðið viðunandi þjónustu. 10 FU.TÁnS VERZUIN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.