Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 12
hún þá fwllnýtt á sex árum, sem er ekki óhóflega langur tími. Aleð 30 þús. tonna verksmiðju yrði um 40 þús. kílóvatta raforka afgangs frá Detti- fossvirkjun, og mundi líða mjög langur tími, þang- að til sú orka yrði fullnýtt til annarra þarfa. Það virðist því nauðsynlegt, að alúmíníumverksmiðja norðanlands yrði ekki minni en 4,5 þús. tonn, ef raforkan á ekki að hækka óhóflega vegna of lítillar nýtingar á orkuverinu. Ef ekki reynist hægt að semja um stærri verksmiðju en 30 þús. tonn, gæti því virkjun Dettifoss ekki komið til greina nema jafnframt kæmi til annar iðnaður, sem einnig þyrfti mikla orku. 011 þessi atriði þurfa enn mikillar at- hugunar við, bæði í viðræðum við hina erlendu að- ila og i sambandi við virkjunarrannsóknir hér innan lands. Um virkjunarrannsóknirnir er ]>að að segja, að frekar er útlit fyrir, að menn komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast væri að stækka virkjun Jökulsár frá því sem áætlað hefur verið. Varðandi verksmiðjustærðina er erfiðara að segja neitt ákveðið að sinni. Ilugsanlegt er að hægt yrði að semja um stærri verksmiðju, ef tvö erlend fyrir- tæki reistu hana í sameiningu. Tæknilegar aðstæð- ur hafa einnig áhrif í þessu efni. Þannig virðist hagkvæmasta byrjunarstærðin vera talin um 30 þús. tonn, en næsta hagkvæm stærð þar fyrir ofan tvöfalt stærri eða um ö0 þús. tonn. Eg kem þá að fjórða atriðinu: öryggi orkufram- leislunnar. Það er eitt af tæknilegum einkennum alúmíníumframleiðslu, að hún þarf á mjög stöð- ugri orku að halda. Algjör stöðvun í meira en 1—2 klukkustundir hefur í för með sér stórtjón, vegna þess að málmurinn frýs í bræðslupottunum, ef hitastigið lækkar niður fyrir ákveðið mark. Þar að auki þola slíkar verksmiðjur aðeins takmarkað tímabundið orkutap. T. d. má raforkan aldrei fara niður um meira en helming og þá helzt ekki nema örfáa daga í senn og sem sjaldnast. Til ]>ess að tryggja þetta rekstraröryggi er nauðsynlegt að gera sérstakar ráðstafanir, t. d. með því að hafa vara- vélar í aflstöð og hafa tvöfalda háspennulínu frá orkuveri til verksmiðjunnar. Ekki mundi ])ó þetta tvennt nægja, og er nauðsynlegt, að fyrir hendi sé í orkukerfinu nægilegt varaafl, sem grípa megi til, ef rekstrarstöðvun á sér stað. Þetta varaafl þyrfti að minnsta kosti að nægja fvrir helmingi orku- þarfar alúmíníumverksmiðjunnar. A Suðurlandi er þetta vandamál ekki mjög erfitt úrlausnar, þar sem verulegt varaafl cr þegar fyrir hendi og almenningsorkukerfið er svo stórt að leysa mætti úr tímabundnum orkuskorti að nokkru leyti með skömmtun til annarra nota. Engu að síður yrði líklega nauðsynlegt að bæta við það varaafl, sem fyrir er á Suðvesturlandi, t. d. með 10—15 þús. kílóvatta varastöð, og er þá miðað við, að alúmín- íumverksmiðjan framlciddi 30 þús. tonn. A Norðurlandi er hins vegar ekkert varaafl fyrir hendi og almenningskerfið er of lítið til ]>ess, að það geti orðið til verulegrar aðstoðar. Það verður því ekki hjá því komizt að byggja þar varastöð sem næst verksmiðjunni. Kemur þá helzt lil greina gastúrbínustöð, og þyrfti hún að geta framleitt sem svarar hálfri orkuþörf verksmiðjunnar, t. d. 40 þús. kílóvött. Sé slík varastöð fyrir hendi, mætti ef til vill komast af án varalínu og varavéla í orkuveri. Engu að síður mun þetta hækka orkuverðið frá Dettifossvirkjuninni kringum 20%. Samsva.randi öryggi og fyrir sömu verksmiðjustærð mætti tryggja á Suðurlandi með miklu minni tilkostnaði, og ætti það varla að þurfa að hækka raforkuverðið þar um meira en um það bil 10%. Þetta varaaflsvandamál er enn í athugun, svo að þær tölur, sem hér hafa verið nefndar, eru aðeins bráðabirgðaáætlanir. Þess má meðal annars geta, að sum erlend alúmíníumfyrirtæki telja enn meira varaafl nauðsynlegt en reiknað hefur verið með í þessum tölum. Ég kem ])á að síðasta atriðinu, sem áhrif hefur á raforkuverðið, en það er fjáröflunin. Lánskjörin, það er að segja afborganir og vextir, hljóta að veru- legu leyti að ákveða, hvaða orkuverð sé hægt að bjóða. I þessum efnum er erfitt að gera sér ákveðn- ar lnigmyndir fyrir fram. Hins vegar verðum við að gera okkur grein fyrir því, að til þcss að byggja stórvirkjun á íslandi, hvort sem væri í Jökidsá eða Þjórsá, þarf gífurlega mikið lánsfé á okkar mæli- kvarða, og til þess að fá þetta lánsfé verðum við tvímælalaust að leita til alþjóðapeningastofnana, svo sem Alþjóðabankans. Ég treysti mér ekki lil á ])essu stigi málsins að leggja neinn dóm á það, hvaða möguleika við höfum til þess að fá slík lán með þeim kjörum, sem aðgengileg eru. ITitt er nokk- uru veginn augljóst, að þeir Iánveitcndur, sem til greina koma, munu kanna áætlanir okkar til hlítar og leggja mjög strangt mat á það, livort hér sé um þjóðhagslega hagkvæmustu notkun þessara fjár- muna að ræða. Þessar stofnanir munu vilja leggja dóm á tvennt. í fyrsta lagi, hvort slíkar virkjana- framkvæmdir séu yfirleitt hagkvæmar fyrir íslenzk- an þjóðarbúskap, og í öðru lagi. hvort þær leiðir, 12 FRJÁnS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.