Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Page 13

Frjáls verslun - 01.12.1962, Page 13
Hvítá, Búriell til vinstri sem við sjálfir veljum, séu hinar heppilegustu mið- að við allar aðstæður. Við verðum að gera okkur ljóst, að við komumst ekki hjá því að ganga undir þennan dóm, ef áform okkar um stórvirkjanir á Islandi eiga að verða að veruleika. Eg kem þá að lokum að því að draga saman helztu atriði þessa máls. Enn eiga eftir að fara fram víðtækar rannsóknir bæði á virkjunarstæðum og öðrum skilyrðum til byggingar alúmíníumverk- smiðju, svo að það sem nú er liægt að segja, verð- ur eingöngu að skoða sem bráðabirgðaniðurstöður. A þessu stigi bendir allt til þess, að raforkuverð til alúmíníumverksmiðju yrði um 25% hærra frá Dettifossvirkjun en Búrfellsvirkjun, þegar tekið hefur verið tillit til orkuflutnings og varaafls og miðað við sama ágóða af virkjunum á báðum stöð- um Islendingum til handa. En það er að sjálfsögðu mjög mikilvægt atriði fyrir framtíðarþróun í virkj- unarmálum hér á landi, að fyrsta stórvirkjunin geti skilað sem mestum rekstrarágóða, sem hægt yrði að nota til áframhaldandi virkjunarfram- kvæmda. Sú aðstaða, sem við nú erum í til þess að leggja í 12—1500 milljóna fjárfestingu með svo að segja tvær hendur tómar, er allt annað en auð- veld, og við getum áreiðanlega ekki haldið áfram stórvirkjunum á íslandi í framtíðinni, ef við þurf- um alltaf að taka svo að segja hvern eyri að láni erlendis. 1 öðru lagi verðum við að gera okkur á raun- sæjan hátt grein fyrir aðstöðu okkar til þess að koma því til leiðar, að erlend fyrirtæki bvggi hcr alúmíníumverksmiðju. Því fer mjög fjarri, að við getum nokkuð fullyrt um það enn sem komið er, hvort það rnuni takast, enda er á þessu sviði geysi- leg samkeppni milli þeirra þjóða, sem eiga ónot- aðar orkulindir. Harðasta samkeppnin kemur sem stendur frá Norðmönnum, sem enn eiga geysimikla vatnsorku óbeizlaða og eru þegar orðnir fastir í sessi á sviði alúmíníumframleiðslu og annars efna- iðnaðar. Hefur vígstaða Norðmanna mjög styrkzt upp á síðkastið, þar sem þcir hafa sótt um inn- göngu í Efnahagsbandalag Evrópu, en tollur á alúmíníum hjá Efnahagsbandalaginu er svo hár, að búast má við, að hann muni að engu gera mögu- leika þjóða utan bandalagsins til að keppa á mörk- uðum Vestur-Evrópu. Loks má búast við því, að á næstu árum aukist mjög samkeppnin á þessu sviði af hálfu hitabeltis- landanna. Víða í hitabeltinu, svo sem Kongó og Suður-Ameríku, er óhemju mikið ónotað vatnsafl, FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.