Frjáls verslun - 01.12.1962, Side 22
an kaupsýslumann í Höfn, eins og hann hafði gert
sér vonir um, áður en hann varð gjaldþrota. Þetta
var einnig ósk sölunefndar, sem enn var fús til að
liðsinna Hölter á margvíslegan hátt, enda var það
meðal annars tilgangur hennar með bráðabirgða-
ráðstöfununum varðandi verzlunina að gera honum
kleift að fá umráð yfir henni að nýju.
Eins og áður var sagt, voru það fleiri en kon-
ungssjóður, sem áttu kröfur á hendur Hölter, og
fyrr en honum hefði tekizt að ná viðunandi samn-
ingum við þá, taldi sölunefnd sig ekki geta beðið
konung að veita honum neinar ívilnanir. Nú var
kunnugt, að eignir Hölters, ef seldar væru, myndu
ekki einu sinni hrökkva fyrir skuldunum við kon-
ungssjóð, og reyndi liann því þegar árið 1803 að fá
þá einkaaðila, sem kröfur áttu á hendur honum, til
að falla frá hluta af þeim. Við flesta kröfuhafana
náðust þó engir samningar að sinni, nema við Sehött
og Herlew, sem féllu fúslega frá öllum kröfum á
liendur Hölter, er sölunefnd veitti þeim í staðinn
eftirgjöf á fyrrnefndri sjálfskuldarábvrgð þeirra. En
þá eftirgjöf taldi sölunefnd sjálfsagt að veita þeim,
þar eð ekkert var af þeim að liafa hvort sem var.
Að öðru leyti átti Hölter í þjarki við suma af þess-
um lánardrottnum sínum fram á vor 1806, er þeir
virtust ætla að gera sér að góðu að fá 25% af kröf-
um sínum.
Þessi ár var verzlunin í Stykkishólmi rekin með
sama sniði og komst á hana vorið 1803, þ. e. a. s.
að sölunefnd annaðist fjárhagslegu hliðina en Hölt-
er framkvæmdina í samvinnu við Hjorth. Þessari
verzlun var sniðinn heldur þröngur st.akkur, þar eð
aðeins eitt skip, fór árlega með vörur til Stykkis-
hólms. Og ef inn komu meiri íslenzkar útflutnings-
vörur en komust í þetta eina skip, sem oftast var,
nevddist Hölter til að semja við einhvern nágranna-
kaupmann eða lausakaupmann að taka afganginn
utan.
Þrátt fyrir þetta urðu samt nokkru meiri tekjur
af verzluninni en þurfti til hins árlega reksturs, svo
að eitthvað varð afgangs upp í skuldir Hölters við
konungssjóð. í bréfum sínum til sölunefndar í árs-
byrjun 1806 var hann vongóður um, að úr myndi
rætast fyrir sér, ef hann fengi nú full umráð yfir
verzluninni aftur og væga afborgunarskilmála. Taldi
hann heppilegast, að allar skuldirnar, sem viru mis-
jafnlega gamlar, yrðu set.tar á eitt skuldabréf og
vonaðist eftir að fá einhverja eftirgjöf á vöxtum
þeim, sem smám saman höfðu bætzt ofan á þær.
Sölunefnd virðist hafa verið mjög tilleiðanleg að
Danskt millilandaskip um næstsíðustu aldamót
semja við Hölter á þennan liátt, enda var nú útlit
á að liann næði loksins samningum við aðra lánar-
drottna sína, eins og fyrr segir. En ekki vannst
tími til að gera út um málið áður en að þvi kom
að búa skipið til íslandsferðar, og var því ákveðið
að láta allt sitja við hið sama, þar til Hölter kæmi
frá Islandi um haustið.
Sjóslysið við Þorlákshöfn vorið 1906
Hölter sigldi frá Kaupmannahöfn áleiðis til
Stykkishólms 29. apríl 1800 á galíasskipinu Önnu,
sem var 44 stórlestir og fullhlaðið vörum. Byr var
hagstæður mestan hluta leiðarinnar upp undir ís-
land, og höfðu skipverjar landsýn um hádegi þann
17. maí. Klukkan 4 sama dag var siglt fram hjá
Geirfuglaskeri, en eftir það tók að þykkna mjög í
lofti og skall brátt á dimmviðri, svo að þeir misstu
alla landsýn. Skipið var þá enn statt djúpt undan
landi, og með því að skipverjar inunu ])á hafa talið
sig eiga skamma leið eftir vestur á móts við Reykja-
nes, tóku þeir mjög norðlæga stefnu. Segir nú ekki
af ferðum þeirra fyrr en um miðnætti, er skipið var
skyndilega statt í brimgarði, og áður en varði tók
það niðri og byrjaði að fyllast af sjó. Skipverjar
höfðu þá ekki annað úrræði sér til bjargar en leita
hælis í stórsiglunni, og komust þeir þangað allir
nema Hölter, sem treysti sér ekki án hjálpar. En
þar sem hver átti nóg með sjálfan sig, tókst ekki
að veita honum neina aðstoð, og drukknaði hann
þarna.
Öðrum þeim, sem á skipinu voru, tókst að halda
lífi um nóttina, og daginn eftir barst hjálp úr
landi. Reyndist skipið þá vera strandað við Hafnar-
skeið. Nokkrum dögum seinna hélt Steindór Finns-
FR.TÁI.S VERZIjUN