Frjáls verslun - 01.12.1962, Síða 28
Sigfús tæki að sér að veita fyrirgreiðsluna en að
In'm Icnti í höndum cinhverra annarra.
Sigfús lét af störfum hjá norsk-íslenzka félaginu
árið 1871 og stofnaði bókaverzlunina ári síðar, fyrst
í stað í smáum stíl svo sem eðlilcgt er. En fyrir-
tækinu óx jafnt og þétt fiskur um hrygg, þegar
fram liðu stundir.
Fyrsta blaðaauglýsingin frá Bókaverzlun Sigfús-
ar Eymundssonar birtist þann 3. janúar 1873. Sam-
kvæmt henni hafði hann þá á boðstólum m. a. ljóð-
mæli Kristjáns Jónssonar, fyrir 1 ríkisdal og 72
skildinga, en í gylltu bandi kostaði bókin 2 ríkis-
dali. Enn fremur hina vinsælu sögu Kristófers
Jónssonar, „Pétur og Bergljót", sem Jón Ólafsson
þýddi. Sú kostaði 2 skildinga, og „Þúsund og ein
nótt“ í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar var
þar auglýst, enn fremur nokkrar bækur, sem Páll
Sveinsson hafði gefið út, en hann gaf út talsvert
af íslenzkum bókum í Kaupmannahöfn á þessum
árum.
Nokkru eftir að Sigfús Eymundsson settist að
í Reykjavík keypti hann húsið nyrzt við Lækjar-
torg. Þetta hús var lengi kennt við Eymundsson
og stendur enn. Húsið cr meira en 100 ára, byggt
1852 af dönskum kaupmanni, C. P. Knudtzon. Síð-
ar bjó þar Ólafur Pálsson, dómkirkjuprestur, en
þarna kom Sigfús fyrir ljósmyndastofu og bóka-
verzlun, stækkaði húsið, hækkaði og lengdi.
Bókaútgáfu hóf hann árið 1880 og lagði áherzlu
á útgáfu vandaðra bóka, sem höfðu ótvírætt, menn-
ingargildi. Líka gaf hann út ýmsar fræðibækur, sem
fluttu almenningi nytsaman fróðleik. Einnig lagði
hann mikla áherzlu á að greiða fyrir sölu erlendra
bóka og tímarita og loks rak hann prentsmiðju
um skeið. Naut bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar fljótlega mikils trausts og virðingar í bænum.
Undir lok fyrsta tugs þessarar aldar skipti verzl-
unin og forlagið um eigendur. Pétur heitinn Hall-
dórsson ákvað að hverfa heim frá lögfræðinámi i
Kaupmannahöfn og kaupa fvrirtæki — og tók hann
við því 1. janúar 1909. Pétur rak verzlunina og
ekki síður útgáfuna af miklum myndarskap. Hann
horfði ekki í kostnað, þegar um var að ræða að
koma út bókum, scm hann taldi þarfar þjóðmenn-
ingunni í landinu. Hann gaf t. d. út hin stórmerku
vísindarit Bjarna Sæmundssonar, þýzk-íslenzka
orðabók Jóns Ófeigssonar og hið vinsæla Lesarka-
safn. Og kennslubækur, allt frá stafrófskvcrum til
efnismikilla rita fyrir háskólastúdenta.
Er Pétur tók við borgarstjórastörfum árið 1935
Sigiús Eymundsson
tók Björn sonur hans við fyrirtækinu og rak það
um árabil. Erfingjar Péturs breyttu fvrirtækinu í
hlutafélag árið 1951, en um áramótin 1958—’59
keypli Almenna bókafélagið þetta rótgróna fyrir-
tæki og hefur rekið j)að síðan.
Það var ekki fyrr en 1920 að vcrzlunin flutti úr
hornhúsinu við Lækjartorg. Þá keypti Pét.ur Hall-
dórsson gamalt steinhús að Austurstræti 18, er
Sverrir Runólfsson, steinsmiður, hafði byggt. Pétur
breytti húsinu og gerði þar nýtízkulega bókabúð á
þeirra tíma mælikvarða.
Þegar Almenna bókafélagið keyjrti fyrirtækið,
festu Stuðlar hf„ styrktarfélag Almenna bókafé-
lagsins, kaup á hluta lóðarinnar Austurstræti 18 og
reistu jrar myndarlegt stórhýsi ásamt erfingjum
Péturs Halldórssonar. Meðan á framkvæmdum stóð,
var bókaverzlunin til húsa í Aðalstræti (i, en í nóv-
ember 1960 flutti hún aftur á gamla staðinn — og
j)á í glæsileg og nýtízkuleg húsakynni, sem allir
Reykvíkingar þekkja nú orðið. Eignarhluti Stuðla
hf„ í nýbyggingunni er götuhæðin, sem bókaverzl-
unin er á, svo og bókageymslur. Hefur verzlunin
])ví fengið aðstöðu til þess að gegna hlutverki sínu
sem bezt verður á kosið, þar er nú á boðstólum
meira úrval innlendra og erlendra bóka, tímarita
og ritfanga en nokkru sinni fyrr.
Framkvæmdastjóri er nú Baldvin Tryggvason,
en verzlunarstjóri Björn Pétursson.
28
FRJALS VERZLUN