Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.12.1962, Qupperneq 35
Þórir Bergsson RÖKKURSPJALL Stóri bærinn á Felli, seni séra Sigurður lét byggja úr torfi og grjóti og þilja innan nieð flettum reka- við, sums staðar rauðavið, þótti afbragð annarra bæja á síðasta tug aldarinnar sem leið. Þar var engin stór baðstofa, heldur smáherbergi í röð og þó liægt að opna á milli alla lengjuna, þrjú herbergi og framanvið eldhús með eldavél er hitaði vel npp. En í herbergi þeirra prestshjónanna var ofn er hit- aði j)að og stofu ]já, við lilið jjess, er börnin höfðu. Frammi var svo gestastofa með ofni og uppi yfir því húsi tvö gestaherbergi, auk bæjardyra með lofti þar sem látnir voru sofa hinir óæðri gestir og gang- andi. Fell var eitt af stórbrauðum landsins og tekj- ur óhemjulega rniklar, að sögn, fimmtán kirkju- jarðir auk þess heimajörðin kostamikil, meðal ann- ars yfir hundrað pund af æðardúni, fuglatekja, sel- veiði og útræði. Arnór gamli uppgjafa-vinnumaður sat á rúmi sínu í vesturhúsinu. Það var komið rökkur og hann sat bara og reri og nuddaði hnén með sinaberum höndunum. Hann hafði verið að flétta reipi en lagt svo hönkina við hlið sér og rýndi út í rökkrið á manninn er sat á rúminu móti honum. Það var jafnaldri hans, Illugi Samsonarson, sem komið hafði að Felli þá um daginn, á hinni árlegu ferð sinni jjar um slóðir. Þeir voru báðir yfir áttrætt, en sá var munurinn, að Arnór hafði unnið — og unnið mikið — alla ævi, en Illugi hafði verið lausamaður Iengi og aldrei haft mikið fyrir lífinu, lifa.ð hollu ferðalífi og stundað útiveru — já, liann var löngu orðinn j)að sem í þann tíð var nefnt flakkari. Ætíð hafði hann þó eitthvert erindi á ferðalögum sínum, að eigin sögn, og j>au oft ekki af verri endflnum. svo sem að fara með áríðandi bréf landshluta á milli og höfðingja á milli, oft með stórar peninga- fúlgur, svo sem jarðarverð og svo framvegis. Arnór hafði, hvað eftir annað yrt á Illuga, en meðan ferðamaðurinn beið eftir matnum og meðan hann át, fékk heimamaðurinn ekkert svar, jjað að- eins rumdi í Illuga. Hann át hægt og lauk því, sem honum var skammtað, þó allmikið væri. Eftir það hallaði hann sér afturábak í rúmið og dæsti. Aður hafði hann tekið af sér leðurskóna og látið á sig selskinnsskó loðna er hann hafði í poka sínum. Já karlinn, sagði hann nú, Arnór muntu heita ef ég man rétt,, eða er það ekki? Ég ætla að það séu þrjú ár síðan ég kom hingað? Ég fór hér framhjá í fyrra, eða var jjað í hittiðfyrra, j)á var hér ein- hver pest. Arnór Arnórsson heiti ég, svaraði hinn, rétt segir })ú, hér var pest í hittiðfyrra, ]>að var taugavciki, enginn dó j)ó, en langsöm var hún og bölvuð. Ekki fékk ég hana. Néi, ekkí, ert kannske ekki kvillasamur, ]jó jni sýnist vera hálfgert skar. Onei, aldrei orðið veikur að ráði, onei. Útþrælaður af vinnu, sagði Illugi, ætli maður sjái jrað ekki á þér! Þú ert fjandi sprækur, sagði Arnór, enda heljar- menni að burðum og ekki útþrælaður. Nei, ekki aldeilis. O, varð maður nú að vinna á yngri árum einkum í bernsku hjá honum Grímúlfi Rögnvaldssyni í Raftavík milli Gnúpa. Ég ólst jiar upp, munaðar- laus, því móðir mín var dáin en faðir minn lagð- ist í kör sextugur að aldri þar í Raftavík þegar ég var á tíunda árinu. Hörmung var það, sagði Arnór gamli. Ekki skal um það fást, sagði Illugi, nei. Ég reif mig þaðan átján ára. Komst hingað inn að Felli, sko. Þá var séra Símon hér, hann jnirfti að koma áríðandi bréfi suður til biskups, hann var ])á víst að sækja um brauð suður á landi, Odda, eða ég man nú ekki hvað. Þetta var í helvítis ótíð um FRJÁLS VERZLUN 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.