Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Síða 36

Frjáls verslun - 01.12.1962, Síða 36
vor, allt í krapi og vatnavöxtum eftir krossmessu, auðvitað, þú gctur því nærri. Já, ég man cftir séra Símoni, sagði Arnór, hann mun liafa konfirmerað mig, ég var þá hjá foreldr- um mínum í Eyrarkoti efra. Stendur heima, sagði Illugi. Svo dóu þau hæði saam vorið úr lungnabólgu, sagði Arnór, þá fór ég í vinnumennsku til séra Jóns föður séra Sigurðar sem hér er nú. Og í því hékkstu alla ævi, skepnan. Mér hefur liðið hér vel, þetta er gott fólk. Það rumdi í Illuga og Arnór sagði: Og þú fórst með bréfið? Jamm. Eg afhenti biskupnum bréfið í eigin hend- ur og séra Símon fékk brauðið. Hann varð skamm- lífur, ég sá hann aldrei aftur. Ég man nú ekki, hvað staðurinn hét, sem hann fékk, hvort það var Oddi, Hítardalur, Sauðanes, en það var eitt af þessum stóru brauðum. Varla hefur J)að verið öllu betra en Fell, sagði Arnór og tók í nefið. Nei, en hann undi víst ekki hér. Það varð þögn um stund. Þá sagði Illugi: Ekki bauð biskup mér inn, sagði bara, hvenær ferðu aftur? Eg sagði Jæim herra að ég færi ekki aftur norður, ég væri á leið austur í Skaftafellssýslu. Mér flaug þetta bara í hug þegar ]>essi digri biskup bauð mér ekki málsverð, þreytt- um langferðamanni. — Svo ])ú hefur ekki verið beðinn að taka svarbréf frá mér? segir biskup. — Nei, sagði ég og adíu yðar hátign. — Ég þekkti engan í Rcykjavík né nágrenni nema hann Jóna- tan, sem var í tugthúsinu og ekkert gat hann lið- sinnt mér, ræfillinn, bíðandi eftir Brimarhólms- skipi. Hann Jónatan, sagði Arnór gamli, hann dó víst þarna hjá þeim syðra. Þeir drápu hann víst, sagði Illugi, og raunar ekki nema rétt, auga fyrir auga og t.önn fyrir tönn, hann drap nú karlinn þarna í Dimmadal til fjár og ])á var hreinlegast aað fara eftir lögmálinu strax hér heima en láta Dani ekki vera að dútla við það að kvelja úr honum lifið. En, Arnór sæll. ég brá mér nú norður í Raftadal milli Gnúpa svona að gamni mínu til að sjá æskustöðvarnar. Ég þurfti hvort sem er að Stað með bréf og peninga til pró- fastsins ])ar, var sendur frá bróður hans sem býr í Fljótsdal eystra. Munaði þá ekki um tveggja eða þriggja daga rölt hvora leið, í viðbót. Og Rögn- valdur sonur Grímúlfs heitins, sem býr þar nú, í Raftavík meina ég, já, Rögnvaldur ])essi, sem nú er fullorðinn maður, um sextugt, ætla ég, tók mér vel og bauð mér að vera þar eins Iengi og ég vildi. Og dvaldirðu þar lengi? Ætli ég hafi ekki verið þarna eina viku eða vel það og drukkið lýsi, etið hákarl og harðfisk, soðn- ingu og sel, auk saltkjöts og grásleppu. En ég hafði lofað prófastinum á Stað, að fara með kvitteringu fyrir bréfi og peningum austur í Fljótsdal og er nú á leið þangað. Það er löng leið, sagði Arnór Arnórsson og tók í nefið úr pung sínum. Tekur þú ekki í nefið? Nei, í nefið tek ég ekki né brúka yfirleitt tóbak, síðan það gróf í nefinu á mér af þessu helvíti fyrir tuttugu árum. Það var rétt búið að drepa mig. Það vildi til að ég komst til hans Skaftasens læknis og hann græddi nefið, en það tók allan síðari hluta vetrar og fram á vor. Ég átti auðvitað enga pen- inga að borga með, fjanda korninu, og varð svo að vinna þetta af mér allt sumarið fram undir göng- ur, þá vildi mér það til að Skaftasen þurfti að senda bréf austur í Vopnafjörð og með það slapp ég. Var vistin vond hjá Skaftasen? spurði Arnór. V7oikI, nei-onei, ekki var hún vond, nóg að éta og nóg að vinna. Það fór saman, karl minn. Stundum er mikið unnið og lítið étið. Þó hef ég einu sinni lent í vetrarvist þar sem mikið var étið og lítið unnið. Það var í kotbæ á Fjöllum norður. Iíeim- ilisfólkið var bóndi og kona, ein stelpa um tvítugt og tveir strákahvolpar um fermingu, tvíburar. Þar voru þríir sáir af spikfeitu sauðaketi auk hangi- kets, sláturs og sviða, lundabagga, bjúgna og rúllu- pylsna. Og slík var mergðin af rjúpu að við snöruð- um oft fimmtíu og mcira dag eftir dag. Okkur þótti ekki mikið til koma að renna niður þrjátíu stykkjum eða fimm á mann í mál, og þetta var ekki nein smáræðis rjúpa, trúðu þvi að Fjalla- rjúpan er þriðjungi stærri en horgrindurnar hér norðvestra. Rær i spiki. Þetta gekk allt vel fram á þorra, })á rak karlinn mig. Rak hann þig, af hverju? Ja, þetta var á mínum yngri árum og stelpan var ekki ólagleg og ég ekki heldur, nú, og svo rak hann mig, bölvaður hrossabresturinn. Eg sé alltaf eftir þeirri stelpu. Arnór minn sæll, ])ótt þú trúir ])ví ekki. Ég get svosem trúað því, því ætti ég að rengja þig? En segðu mér, Illugi, hvernig er það með þá þarna norður í Gnúpasveit, eru nokkrir kunnáttu- menn þar lengur? 36 FR.TÁLS VEUZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.