Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 21
til þess að halda kostnaði niðri.
Sumar þotutegundir taka 5 sinn-
um meira en CL-44. Við megum
ekki gleyma því, að það er
margt gott við CL-44; þetta eru
ódýr tæki, sem þola biðtíma á
flugvöllum betur en dýrar þotur
Það má geta þess, að stóru flug-
félögin, sem keppa við okkur,
nota þotur í áætlunarflug á
sumrin, með farþega og í leigu-
flug, en á veíurna þegar minna
er að gera, er vélunum breytt I
vöruflutningavélar. Þannig fæst
góð nýting.
AFRÍKA IIEILLAR.
— Hafið þið hug á vöru-
flutntngaflugi á N-Atlantshafi?
— Nei. IATA-félögin eru of
harður keppinautur_á þeirri leið
og bjóða br.Lri flutningsgjöld.
Við höí'um augastað á nokkrum
stöðum í Afríku, þ. e. a. s. í V-
Afríku, en það er ekki komið
á blað ennþá. Við fljúgum nú til
staða, sem eiga góða framtíð
fyrir sér og að er gott að vera
kominn með annan fótinn inn
fyrir þröskuldinn.
— Af hvaða ástæðum fljúg-
ið þið ekki með vörurnar
beint til kaupandans t.d. í
Briissel, Hamborg eða Amster-
dam, svo að nokkrar borgir
séu nefndar?
— Það er vegna þess, að við
höfum ekki lendingarleyfi á
sumum stöðum, en aðalástæðan
er sú, að það er ódýrara að lenda
hér. Hér eru margir vöruflutn-
ingaaðilar, sem flytja vörur um
alla V-Evrópu á bílum. Þeir
sækja vöruna að flugvélinni og
aka henni að dyrum stóru vöru-
húsanna hér á meginlandinu og
fara með bílana á ferjum til
Bretlands, þegar vörur eru
þangað. Þá er Cargolux staðsett
miðsvæðis, og héðan er stutt til
flestallra viðskiptavina félags-
ins. Aðstaðan á Findel-flugvelli
er góð; losun og lestun gengur
betur hér en víðast hvar annars
staðar og svona mætti lengi
telja.
Eftir að hafa kvatt Einar Ól-
afsson, fórum við út á „ramp-
inn“ og sáum, að losun CL-44
vélarinnar , sem var nýkomin
frá Hong Kong gekk vel. Á
pappakössunum, sem komu út
úr vélinni, mátti sjá merki
stórra verzlunarhúsa í Evrópu.
í kössunum voru nýjustu tízku-
vörurnar, sem evrópskir kaup-
endur áttu eflaust eftir að hand-
fjatla daginn eftir. Við flugstöð-
ina voru um 180 farþegar að
ganga um borð í DC-8 þotu Loft-
leiða, sem var u. þ. b. að leggja
af stað til Keflavíkur og New
York.
Að lokum má geta þess, að
með tilkomu Cargolux hefur
vörumagnið um Findel-flugvöll
aukizt svo mikið, að heildar-
vörumagnið, sem fer um völl-
in, er meira en það sem fer um
flugvöllinn í Marseilles og jafn
mikið og fer um flugvelli eins
og t. d. Helsinki, Hanover, Jers-
ey og Shannon.
BUNAÐARBANKINN
ANNAR STÆRSTI VIÐSKIPTABANKI A ISLANDI
Launareikningar
Gíróþjónusta
Geymsluhólf
Næturhólf
Spari - innlán
Velti-innlán
Útlán
Innheimta víxla og veróbréfa
Sparibaukar
Varanleg innlánsviðskipti opna leiðina til lánsviðskipta
BANKINN ER BAKHJARL
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDB
5 útibú í Reykjavík- 12 afgreiðslur úti á landi
FV 4 1973
21