Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 45
Atlantshafsströnd Bandaríkj-
anna vestur að Mississippi. A
þeim slóðum hófst fyrsti kafli
landnáms Evrópubúa í Nýja
heiminum. Þaðan lögðu frum-
byggjarnir líka upp í ferðir sín-
ar vestur á bóginn, sem lauk
með landnámi alls meginlands-
ins, stranda á milli.
• Náin
snerting
við söguna
Ferðamaðurinn sér ekki að-
eins sögu Bandaríkjanna á þess-
um minjasöfnum, heldur finnur
hana — kemst í snertingu við
líf fólksins eins og það var áð-
ur fyrrum.
Gestirnir geta jafnvel lagt sig
í rekkjur, gerðar úr strám og
fjöðrum, og þeir geta fengið að
hjálpa til við dagleg hússtörf í
Plimoth, landbúnaðarbænum í
Massachusetts.
Áhugamenn um sjómennsku
geta skoðað náið þilför og reiða
stórra seglskipa í Seaport í
Connecticut, þar sem flest er
umhorfs eins og það var á dög-
um hvalveiðaranna í Nýja Eng-
landi.
Sælkerarnir geta bragðað á
hnetusúpu og villibráð í Willi-
amsburg í Virginíu eða smakk-
að bakkelsi í Winkler’s-bakaríi
í Salem í Norður-Karólínu.
Unnt er að virða fyrir sér lifs-
venjur fyrirfólksins í Suðurríkj-
unum fyrr á tímum með því að
vera viðstaddur árleg hátíðahöld
í Natchez, Mississippi, þegar
tækifæri gefst til að heimsækja
nokkur íburðarmestu húsakynni
heldrafólksins, meðan það var
og hét.
í Salem, Illinois, fá ferðamenn
að sjá bjálkakofann, sem Abra-
ham Lincoln ólst upp í áður en
hann varð forseti Bandaríkj-
anna. Það er hægt að aka í kerr-
um, sem uxum er beitt fyrir á
19. aldar götum Sturbridge í
Massachusetts. Handverksmenn
í viðeigandi búningum vefja
vindla fyrir uppskeruhátíðina í
St. Augustine í Florída, þeir búa
til vendi í Cooperstown í New
York-ríki og tízkuhárkollur í
Williamsburg.
í flestum þessara bæja er bíla-
umferð bönnuð. Mjög er því
kyrrlátt yfir öllum bæjarbrag og
fólk fær óneitanlega mjög kær-
komna hvíld frá ys og þys nú-
tíma lifnaðarhátta. Aðgangseyr-
ir og tími, sem fólk verður að
ætla sér til að skoða hin ein-
stöku söfn, er nokkuð mismun-
andi.
® í landi
pílagrímanna
Það er mjög viðeigandi að
hefja skoðunarferð um minja-
söfnin í Massachusetts. í þessu
litla ríki eru margir endurreistir
bæir, þar á meðal þeir frægustu
eins og Plimoth, í nágrenni Ply-
mouth-borgar, sem liggur úti við
strönd. Þarna starfa karlar í 17.
aldar klæðnaði við bústörf,
rækta korn og huga að búpen-
ingi. Plimoth er eins konar end-
urútgáfa af umhverfi landnem-
anna í Nýja Englandi.
Leiðsögumennirnir í Plimoth
benda réttilega á, að landnem-
arnir, sem kallaðir voru píla-
grímar, hafi stofnað þarna ný-
lendu, þar sem þeir vildu lifa
nýju lífi.
Það var ekki fyrr en hálfri
annarri öld seinna, að afkomend-
ur þessa fólks urðu borgarar
nýrrar, sjálfstæðrar þjóðar.
Ýmsar hættur steðjuðu að
fyrstu landnemunum, þar á með-
al hungursneyð. Helmingurinn
af fyrsta skipsfarminum, 102
landnemum, dó strax fyrsta vet-
urinn. Þeir, sem eftir voru,
þraukuðu aðeins vegna vinsemd-
ar Indíána í nágrenninu. Þakk-
argjörðardagurinn, 22. nóvem-
ber, er haldinn hátíðlegur í Pli-
moth og er þá minnzt góðvildar
Indíánanna.
Menn eru iðnir í Plimoth.
Starfsmenn þar gera þök, rækta
korn, baka og vefa. Gestum er
boðið að taka þátt í þessum
störfum og fá börnin að gefa
hænsnunum eða sækja vatn og
foreldrarnir geta hjálpað til við
matargerðina.
í borginni Plymouth er eftir-
líking af skipi pílagrímanna,
Mayflower, sem opin er gestum.
® Menningarsetrið
Williamsburg
í Williamsburg í Virginíu-ríki
er ferðamaðurinn kominn nær
samtímanum. Þar ríkir sannur
18. aldar bragur. Williamsburg
var miðstöð stjórnmálastarf-
semi, menningar og mennta, og
það var hérna sem landstjóri
brezku krúnunnar byggði sér
höll til að gera „hryllilega út-
legð“ sína í Nýja heiminum
bærilegri. Nýlendubúarnir
stofnuðu fyrsta háskóla sinn á
þessum stað og kusu þar líka
fulltrúa á fyrstu löggjafarsam-
komuna, sem var fyrirrennari
bandaríska þjóðþingsins. Marg-
ir fremstu stjórnmálamenn Am-
eríku á 18. öldinni störfuðu í
Williamsburg.
Það orð lá á. að hvergi væri
jafnmikið um dýrðir, og sam-
kvæmislíf jafnfjölbreytt og í
Williamsburg. Þar hittust plant-
ekrueigendur, yfirvöld nýlend-
unnar og fulltrúar erlendra
ríkja auk auðmanna annarrra,
sem komu þangað í leikhús eða
á dansleiki.
Ólíkt því sem gerist með flest
önnur minjasöfn af þessu tagi,
Löngu horfnir kynþættir Indíána bjuggu fyrr á öldum í fjölbýlis-
húsum að þessari gerð. Húsin eru á ferðamannaslóðum í Suð-
vesturríkjum Bandaríkjanna.
FV 4 1973
45