Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 47

Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 47
Indíánar í New Mexico sýna buffalódans á þjóðhátíð Indíána, sem haldin er árlega í ágúst í Gallup, New Mexico. er Williamsburg fyrst og fremst endurbyggð en ekki eftirlíking af gamalli borg. Meira en 80 byggingar í þessari fyrrverandi höfuðborg „hinnar konunglegu nýlendu í Virginíu" hafa verið lagfærðar og endurbættar og rúmlega 50 hafa verið endur- reistar eftir nákvæmar athugan- ir. • Á Indíánaslóðum Löngu yfirgefnar borgir úr leir og grjóti, sumar hverjar höggnar snilldarlega í þver- hnípta kletta, eru meðal þeirra staða, sem ferðamenn í Banda- ríkjunum skoða í vaxandi mæli. Þetta eru minjar um líf frum- byggjanna á meginlandi Amer- íku, þeirra, sem þar voru löngu á undan hvíta manninum. Fornar Indiánabyggðir er að finna í Suðvesturríkjunum, svo sem í Arizona, New Mexico, Colorado og Utah. Ástæður til þess að Indíánarnir yfirgáfu þessar byggðir sínar og hvert þeir fóru er mönnum enn þann dag í dag hulin ráðgáta. Þjóð- garðarnir Bandelier, Taos, Az- tec, Mesa Verde og Wutpatki eru mikilvægustu viðkomustað ir þeirra, sem áhuga hafa á að kynnast fornri Indíánamenn- ingu. Víða á þessum slóðum eru líka byggðir nútíma Indíána, þannig að tækifæri gefst til að bera saman fortíð og nútíð. Þessi landshluti er í miðju „leirsteinsbeltinu“ í Ameríku, þar sem ekki rignir mánuðum saman og menn hafa nokkra vissu fyrir sólskini í sumarleyf- inu. Þetta svæði býður upp á ein- staka fegurð, falleg fjöll í norðri og tilkomumikla eyðimörkina í suðri. Landshættir gera þetta eitt hið áhugaverðasta svæði í Bandaríkjunum að heimsækja. • Sérstæð reynsla Ferðamenn á þessum slóðum geta öðlazt margs konar sér- stæða reynslu eins og með því að: • Ganga um 800 ára gömul „fjölbýlishús“, sem Indíánarnir byggðu á sínum tíma. • Horfa á margbreytilega dansa Indíánanna og hátíðahöld í spænskum stíl, sem hvort tveggja sýnir gjörla, hvernig ó- líkir menningarhættir hafa blandazt saman í nútímanum. ® Rannsaka yfirgefin heim- kynni, sem löngu liðnar kynslóð- ir Indiána bjuggu sér í kletta- veggjum. • Reyna að klifra upp í kletta- bælin með því að tylla tám og fingrum í skorur, sem Indíán- arnir hjuggu í veggina. Venju- legir stigar eru til taks fyrir þá, sem síður eru gefnir fyrir ævin- týrin. • Heimsækja háskóla New Mexico í Albuquerqe og skoða þar háskólabyggingar sem eru áberandi svipaðar arkitektúr hinna fornu Indiána. Ferð á þessa sögufrægu staði tekur aðeins skamma stund frá helztu borgum Bandaríkjanna og til þeirra er hægt að komast í áætlunarvögnum eða bílaleigu- bílum. iSkoðunarferðirnar er bezt að hefja frá borgum eins og Albu- querqe og Santa Fe í New Mexi- co, Flagstaff í Arizona og Dur- ango í Colorado. • Hellarnir heilla Fjöldi fólks ferðast til Banda- ríkjanna langt að komið til þess eins að koma sér niður í jörðina. Það hefur sem sagt uppgötvað, að eitt fegursta landslag, sem fyrirfinnst í Bandaríkjunum, er neðanjarðar, eins og í Carlsbad- hellunum í New Mexico og Risa- hellum í Kentucky. Þetta eru hinir stærstu og þekktustu hell- ar í landinu. En þeir eru þó ekki einstakir meðal ferðamanna- staða neðanjarðar, því að hell- ar eins og Luray-hellarnir í Virg- iniu eru taldir til þeirra fegurstu sem um getur, þó að minni séu. • I undirheimum Hvergi er jafnmarga hella að finna og í Bandaríkjunum. Ná- kvæm tala þeirra, sem fundizt hafa eða gleymzt er ekki fyrir hendi. Áætlaður fjöldi er ein- hvers staðar á bilinu milli 20.000 og 50.000. Að minnsta kosti 200 stærstu hellarnir eru opnir al- menningi, sumir sem hluti af þjóðgörðum, en aðrir eru í einka- eign. Á skoðunarferðum neðanjarð- ar í Bandaríkjunum getur margt sérstætt að líta eins og: • augnlausa fiska úr neðanjarð- arfljóti í Risahellaþjóðgarðinum í Kentucky, • þúsundir leðurblaka, sem að sumarlagi setjast að í hluta af Carlsbad-hellunum í New Mexi- co og eru þar á ferð og flugi í leit að fæðu að næturlagi, ' • ,,grýlukerta-orgel“ í Luray- hellum, þar sem dropasteinninn er notaður fyrir orgelpípur. • tvær risastórar neðanjarðar- hvelfingar inni í fjalli og 20 metra háan dropastein, sem nefndur hefur verið Goliíat. Þessi undur er að finna í Kirkju- hellum hjá Huntsville í Ala- bama. FV 4 1973 47

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.