Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.04.1973, Qupperneq 47
Indíánar í New Mexico sýna buffalódans á þjóðhátíð Indíána, sem haldin er árlega í ágúst í Gallup, New Mexico. er Williamsburg fyrst og fremst endurbyggð en ekki eftirlíking af gamalli borg. Meira en 80 byggingar í þessari fyrrverandi höfuðborg „hinnar konunglegu nýlendu í Virginíu" hafa verið lagfærðar og endurbættar og rúmlega 50 hafa verið endur- reistar eftir nákvæmar athugan- ir. • Á Indíánaslóðum Löngu yfirgefnar borgir úr leir og grjóti, sumar hverjar höggnar snilldarlega í þver- hnípta kletta, eru meðal þeirra staða, sem ferðamenn í Banda- ríkjunum skoða í vaxandi mæli. Þetta eru minjar um líf frum- byggjanna á meginlandi Amer- íku, þeirra, sem þar voru löngu á undan hvíta manninum. Fornar Indiánabyggðir er að finna í Suðvesturríkjunum, svo sem í Arizona, New Mexico, Colorado og Utah. Ástæður til þess að Indíánarnir yfirgáfu þessar byggðir sínar og hvert þeir fóru er mönnum enn þann dag í dag hulin ráðgáta. Þjóð- garðarnir Bandelier, Taos, Az- tec, Mesa Verde og Wutpatki eru mikilvægustu viðkomustað ir þeirra, sem áhuga hafa á að kynnast fornri Indíánamenn- ingu. Víða á þessum slóðum eru líka byggðir nútíma Indíána, þannig að tækifæri gefst til að bera saman fortíð og nútíð. Þessi landshluti er í miðju „leirsteinsbeltinu“ í Ameríku, þar sem ekki rignir mánuðum saman og menn hafa nokkra vissu fyrir sólskini í sumarleyf- inu. Þetta svæði býður upp á ein- staka fegurð, falleg fjöll í norðri og tilkomumikla eyðimörkina í suðri. Landshættir gera þetta eitt hið áhugaverðasta svæði í Bandaríkjunum að heimsækja. • Sérstæð reynsla Ferðamenn á þessum slóðum geta öðlazt margs konar sér- stæða reynslu eins og með því að: • Ganga um 800 ára gömul „fjölbýlishús“, sem Indíánarnir byggðu á sínum tíma. • Horfa á margbreytilega dansa Indíánanna og hátíðahöld í spænskum stíl, sem hvort tveggja sýnir gjörla, hvernig ó- líkir menningarhættir hafa blandazt saman í nútímanum. ® Rannsaka yfirgefin heim- kynni, sem löngu liðnar kynslóð- ir Indiána bjuggu sér í kletta- veggjum. • Reyna að klifra upp í kletta- bælin með því að tylla tám og fingrum í skorur, sem Indíán- arnir hjuggu í veggina. Venju- legir stigar eru til taks fyrir þá, sem síður eru gefnir fyrir ævin- týrin. • Heimsækja háskóla New Mexico í Albuquerqe og skoða þar háskólabyggingar sem eru áberandi svipaðar arkitektúr hinna fornu Indiána. Ferð á þessa sögufrægu staði tekur aðeins skamma stund frá helztu borgum Bandaríkjanna og til þeirra er hægt að komast í áætlunarvögnum eða bílaleigu- bílum. iSkoðunarferðirnar er bezt að hefja frá borgum eins og Albu- querqe og Santa Fe í New Mexi- co, Flagstaff í Arizona og Dur- ango í Colorado. • Hellarnir heilla Fjöldi fólks ferðast til Banda- ríkjanna langt að komið til þess eins að koma sér niður í jörðina. Það hefur sem sagt uppgötvað, að eitt fegursta landslag, sem fyrirfinnst í Bandaríkjunum, er neðanjarðar, eins og í Carlsbad- hellunum í New Mexico og Risa- hellum í Kentucky. Þetta eru hinir stærstu og þekktustu hell- ar í landinu. En þeir eru þó ekki einstakir meðal ferðamanna- staða neðanjarðar, því að hell- ar eins og Luray-hellarnir í Virg- iniu eru taldir til þeirra fegurstu sem um getur, þó að minni séu. • I undirheimum Hvergi er jafnmarga hella að finna og í Bandaríkjunum. Ná- kvæm tala þeirra, sem fundizt hafa eða gleymzt er ekki fyrir hendi. Áætlaður fjöldi er ein- hvers staðar á bilinu milli 20.000 og 50.000. Að minnsta kosti 200 stærstu hellarnir eru opnir al- menningi, sumir sem hluti af þjóðgörðum, en aðrir eru í einka- eign. Á skoðunarferðum neðanjarð- ar í Bandaríkjunum getur margt sérstætt að líta eins og: • augnlausa fiska úr neðanjarð- arfljóti í Risahellaþjóðgarðinum í Kentucky, • þúsundir leðurblaka, sem að sumarlagi setjast að í hluta af Carlsbad-hellunum í New Mexi- co og eru þar á ferð og flugi í leit að fæðu að næturlagi, ' • ,,grýlukerta-orgel“ í Luray- hellum, þar sem dropasteinninn er notaður fyrir orgelpípur. • tvær risastórar neðanjarðar- hvelfingar inni í fjalli og 20 metra háan dropastein, sem nefndur hefur verið Goliíat. Þessi undur er að finna í Kirkju- hellum hjá Huntsville í Ala- bama. FV 4 1973 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.