Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 55

Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 55
viðjum hinnar efnahagslegu ein- angrunar. Síðustu tvö árin hafa orðið mjög verulegar breytingar á ut- anríkisstefnu okkar og efnahags- málastefnu líka, eins og menn um allan heim hafa fylgzt með. Bandaríska þjóðin hefur hagað gerðum sínum eftir breyttum kringumstæðum. Ef við lítum fyrst á efnhags- lega stöðu Bandaríkjanna, ligg- ur ljóst fyrir, að í mörg ár þurft- um við að búa við greiðsluhalla, en innan hæfilegra takmarka þó, og var það vel þegið af öðrum ríkjum. Vöruskiptajöfnuður okkar var hagstæður um veru- legar f járhæðir og í því efni ríkti stöðugleiki. Á fyrri helming sjö- unda áratugarins var vöru- Skiptajöfnuðurinn að meðaltali hagstæður um 5.4 milljarða doll- ara á ári. SYRTIR f ÁLINN Á seinni helmingi síðasta ára- tugar tók að syrta í élinn. Út- gjöldum vegna Víetnam-striðs- ins var ekki mætt með auknum sköttum og þjóðin varð að glíma við meiri og langvinnari verð- bólgu en áður hafði þekkzt á ævi einnar kynslóðar. Hækk- andi verðlag á bandarískum vör- um gerði innflutta framleiðslu greinilega meira aðlaðandi. Áhrifa verðbólgunnar gæt'ti í framleiðslukostnaði á banda- rískum vörum til útflutnings og þar af leiðandi urðu þær ekki almennilega samkeppnishæfar. Framleiðniaukning hjá banda- rískum framleiðendum varð hægari en hjá nokkrum af helztu keppinautum okkar á ára- bilinu 1965—1970, og verð á út- flutningsframleiðslu okkar hækkaði meira en hjá flestum keppinautunum. DOLLARINN LENGI SKRÁÐ- UR OF HÁTT Lítt sveigjanlegt alþjóðlegt fjármálakerfi var heldur ekki til að bæta úr skák. Margir hag- fræðingar telja, að dollarinn hafi lengi verið skráður of hátt. Allavega varð hann það eftir slælega frammistöðu í viður- eigninni við verðbólguna seint á sjöunda áratugnum og snemma á þeim áttunda. En á sama tíma voru aðrar þjóðir að lækka gengi gjaldmiðla sinna, eins og Frakkar og Bretar. Þetta þýddi, að við þyrftum að berjast harðri baráttu til að viðhalda samkeppnishæfni okkar. Menn ætla því, að gengisfell- ingar dollarans, sem gerðar voru síðar, muni hafa áberandi áhrif til að leysa vandann. Ennfremur hefur tekizt að sporna við verðbólgunni heima fyrir og tvö síðustu árin hefur verðbólga vaxið minna en í nokkru öðru ríki meðal iðnaðarvelda heims. ÁHRIFA GENGIS- BREYTINGA GÆTIR EKKI STRAX Árangurinn af þessum tíma- bæru ráðstöfunum hefur þó lát- ið á sér standa. Vöruskiptajöfn- uðurinn var óhagstæðari árið 1972 en nokkru sinni fyrr, eða um rúma 6 milljarða dollara. Það er kunn staðreynd, að á- hrifa af breyttu gengi gætir ekki til fulls fyrr en að tveim árum liðnum að minnsta kosti og einn- ig er skýringar á hinum óhag- stæðu viðskiptum að leita til þess, að dollaraverð innfluttrar vöru hefur lækkað. Breytingar til bættrar stöðu hafa líka verið hægari fyrir það, að á fyrstu þremur ársfjórðungum 1972 var mikil gróska í efnahagslífinu í Bandaríkjunum þegar aftur á móti skæðustu keppinautar okk- ar á viðskiptasviðinu voru á mis- munandi hröðu undanhaldi. Þessi munur á aðstæðum hefur orðið hvati að aukinni eftir- spurn eftir innfluttum vörum í Bandaríkjunum en dregið úr sölu á bandarískum vörum er- lendis. Viðskiptajöfnuðurinn batnaði til muna i desember og janúar síðastliðnum, kannski vegna þess að áhrifa gengisfellinganna var farið að gæta nokkuð og líka vegna óvenjugóðrá. mark- aðsskilyrða. Samt var hallinn á viðskiptunum óviðunandi. TÆKNIBÚNAÐUR Horfurnar á meiri framförum eru góðar, svo lengi sem við get- um haldið kaupgjaldi og verð- lagi í skefjum. Ef litið er til ann- arra þátta málsins má greina mjög jákvæða þróun í utanrík- isverzlun Bandaríkjanna. Á ár- unum 1960—1970 jókst heims- verzlun með háþróaðan tækni- búnað meira en með nokkra aðra framleiðslu. Við erum fremstir í framleiðslu og út- flutningi þess konar vöru, og meðan við erum að notfæra tækni og vísindi í þágu fjöld- ans getum við átt stóran hluta af markaðinum. MIKIL AUKNING í KORNVÖRU Við eigum líka því láni að fagna að standa mjög vel að vígi Engin þjóð hefur náð lengra en Bandaríkjanienn í því að nota tækniundur nútímans í hinum ýmsu störfum í daglegu lífi almenn- ings. Tölvur ei-u orðnar sjálfsagður hlutur á skrifstofum flug- félaga til dæmis. FV 4 1973 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.