Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 59
Upplýsingar
*
um Island
fyrir bandaríska
kaupsýslumenn
Til ]iess að greiða fyrir
viðskiptum bandarískra að-
ila við ísland sendir við-
skiptaráðuneytið í Wash-
ington árlega frá sér
skýrslu um ástand og horf-
ur í viðskiptamálunum
varðandi ísland og fer hér
á eftir nokkurt sýnishorn af
því hvernig áskrifendur
þessa ársrits eru upplýstir.
Ritið var gefið út seinni
hluta árs 1972 og eru nokkr-
ir kaflar úr því birtir hér í
lauslegri þýðingu:
,,Takmarkaður mannfjöldi
á Islandi getur tæpast gert
marga útflytjendur ríka, en
háar þjóðartekjur og mikil
þörf fyrir innfluttar vörur
gera þennan markað áhuga-
verðari en margan grunar.
Mörg bandarísk fyrirtæki
verzla við ísland í gegnum
verksmiðjur sínar í Evrópu
vegna ýmissa hindrana sem
eru fyrir útflutningi frá
Bandaríkjunum. En flestir
bandarískir kaupsýslumenn,
sem koma við á Islandi á leið
sinni milli Bandaríkjanna og
Evrópu, telja, að dvölin borgi
sig.
Árið 1971 jókst hlutdeild
Bandaríkjanna á íslenzka
markaðinum um helming við
það, að seldar voru til lands-
ins tvær bandarískar farþega-
þotur. Hlutfallstalan hækk-
aði úr 8% í 15% af heildar-
innflutningi á íslandi. Árið
1972 sótti þó í sama horf og
áður, og var reiknað með að
útflutningur frá Bandarikj-
unum næmi 19 milljónum
dollara við árslok. íslenzka
krónan fylgdi dollaranum við
gengisbreytingarnar í desem-
ber 1971 og ætti það að skapa
bandarískum varningi betri
aðstöðu, en erfitt er að greina
nokkur áhrif enn.
F0REI6N DIB-mi©UT£D BY UM OEPAPsTMBNT Of BT 72-133 flND THEIH IMPUCATIONS FOR THE UNITED STATES COr^MSRCeaurBfti, of lficérn*eío™i
Í'rfej,í?»r©di AB*;rieon Eabaosy
Dctobgr » 1972 HEYKJAVIK
Frfoqufcficy; Annual i'iuporfifidoi: ET 71-115 R 6 c & 1 v e á i n Wa h i ng t on:
U/3/7 2
FLUTNINGSGJÖLD
OF HÁ
Viðskiptasamningur við
Efnahagsbandalagið, sem enn
hefur ekki verið staðfestur,
gæfi sjö löndum til viðbótar
betri aðstöðu á íslandsmark-
aði en Bandaríkin nytu, og
nú þegar er hlutdeild þessara
landa um 30% af heildarút-
flutningi til íslands. .
Bandarískir útflytjendur
munu áfram skaðast af til-
tölulega háum flutingsgjöld-
um og Cif-verði til ákvörðun-
ar á tollum, en þeir útflytj-
endur, sem telja, að farm-
gjöld með Eimskipafélagi ís-
lands séu of há, geta vakið
athygli Siglingamálastjórnar
Bandaríkjanna á málinu.
Eimskipafélagið heldur uppi
einu reglubundnu siglingun-
um milli Bandaríkjanna og
íslands og siglir frá Norfolk.
SAMEIGINLEGUR
LÁNASJÓÐUR
Árið 1972 stofnaði U. S.
Export—Import Bank sam-
eiginlegan lánasjóð, að upp-
hæð 1 milljón dollara, ásamt
Landsbanka íslands til þess
að f jármagna bandarískan út-
flutning til íslands. Eru
bandarísk fyrirtæki hvött til
þess að notfæra sér þetta nýja
fyrirkomulag.
Mestu útflutningsmögu-
leikar bandarískra framleið-
enda felast í tækjabúnaði til
matvælaframleiðslu, vélum
til raforkuframleiðslu,
þungavinnuvélum auk sam-
göngutækja og margs konar
búnaðar, sem stjórnarstofn-
anir og bæjarfélög þurfa að
nota í þjónustustarfsemi
sinni. Einstakar upplýsingar
um útboð íslenzkra ríkisfyr-
irtækja og Reykjavíkurborg-
ar eru nú orðið sendar í skeyt-
um jafnóðum til Washington
og eru fáanlegar hjá við-
skiptaráðuneytinu. Að und-
anförnu hafa bandarísk fyr-
irtæki verið langt á eftir fyr-
irtækjum á Norðurlöndum og
í öðrum Vestur-Evrópuríkj-
um í að bjóða í framkvæmdir
á vegum ouinberra aðila á ís-
landi.
Áætlanir hafa verið gerðar
um endurbætur á um 100
frystihúsum en enn er beðið
eftir niðurstöðum lagafrum-
varps um aukið matvælaeftir-
lit, sem fyrir bandaríska
þinginu liggur og eins eru
möguleikar til fjármögnunar
ekki fullkannaðir. Fram-
kvæmdir við 150MW virkjun
í Sigöldu hafa verið boðnar
út, en fyrir utan þær fram-
kvæmdir eru stór áform uppi
um vatnsaflsvirkjanir. Ættu
bandarísk fyrirtæki, sem
starfa á þessu sviði að kanna
þessi tækifæri rækilega.
Viðbótarraforka, sem fæst
rneð Sigölduvirkjun og já-
kvæðar niðurstöður af athug-
un á sjóefnavinnslu, sem enn
hafa ekki verið birtar, benda
til að aukin fjárfesting er-
lendra aðila sé vís, þar sem
íslendingar reyna nú, að
hluta til með aðstoð Samein-
uðu þjóðanna, að auka fjöl-
breytni í efnahagslífinu. Af
hálfu íslenzkra stjórnvalda
hafa farið fram viðræður við
bandarísk fyrirtæki um að
reisa járnblendiverksmiðju,
verksmiðju til að framleiða
álvír og ennfremur ál
bræðslu. Mjög víðtæk athug-
un hefur farið fram á mögu-
leikum á járnblendiverk-
smiðjunni og líklegt er að ein
og hugsanlega tvær slíkar
verksmiðjur verði reistar.“
FV 4 1973
59