Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 59
Upplýsingar * um Island fyrir bandaríska kaupsýslumenn Til ]iess að greiða fyrir viðskiptum bandarískra að- ila við ísland sendir við- skiptaráðuneytið í Wash- ington árlega frá sér skýrslu um ástand og horf- ur í viðskiptamálunum varðandi ísland og fer hér á eftir nokkurt sýnishorn af því hvernig áskrifendur þessa ársrits eru upplýstir. Ritið var gefið út seinni hluta árs 1972 og eru nokkr- ir kaflar úr því birtir hér í lauslegri þýðingu: ,,Takmarkaður mannfjöldi á Islandi getur tæpast gert marga útflytjendur ríka, en háar þjóðartekjur og mikil þörf fyrir innfluttar vörur gera þennan markað áhuga- verðari en margan grunar. Mörg bandarísk fyrirtæki verzla við ísland í gegnum verksmiðjur sínar í Evrópu vegna ýmissa hindrana sem eru fyrir útflutningi frá Bandaríkjunum. En flestir bandarískir kaupsýslumenn, sem koma við á Islandi á leið sinni milli Bandaríkjanna og Evrópu, telja, að dvölin borgi sig. Árið 1971 jókst hlutdeild Bandaríkjanna á íslenzka markaðinum um helming við það, að seldar voru til lands- ins tvær bandarískar farþega- þotur. Hlutfallstalan hækk- aði úr 8% í 15% af heildar- innflutningi á íslandi. Árið 1972 sótti þó í sama horf og áður, og var reiknað með að útflutningur frá Bandarikj- unum næmi 19 milljónum dollara við árslok. íslenzka krónan fylgdi dollaranum við gengisbreytingarnar í desem- ber 1971 og ætti það að skapa bandarískum varningi betri aðstöðu, en erfitt er að greina nokkur áhrif enn. F0REI6N DIB-mi©UT£D BY UM OEPAPsTMBNT Of BT 72-133 flND THEIH IMPUCATIONS FOR THE UNITED STATES COr^MSRCeaurBfti, of lficérn*eío™i Í'rfej,í?»r©di AB*;rieon Eabaosy Dctobgr » 1972 HEYKJAVIK Frfoqufcficy; Annual i'iuporfifidoi: ET 71-115 R 6 c & 1 v e á i n Wa h i ng t on: U/3/7 2 FLUTNINGSGJÖLD OF HÁ Viðskiptasamningur við Efnahagsbandalagið, sem enn hefur ekki verið staðfestur, gæfi sjö löndum til viðbótar betri aðstöðu á íslandsmark- aði en Bandaríkin nytu, og nú þegar er hlutdeild þessara landa um 30% af heildarút- flutningi til íslands. . Bandarískir útflytjendur munu áfram skaðast af til- tölulega háum flutingsgjöld- um og Cif-verði til ákvörðun- ar á tollum, en þeir útflytj- endur, sem telja, að farm- gjöld með Eimskipafélagi ís- lands séu of há, geta vakið athygli Siglingamálastjórnar Bandaríkjanna á málinu. Eimskipafélagið heldur uppi einu reglubundnu siglingun- um milli Bandaríkjanna og íslands og siglir frá Norfolk. SAMEIGINLEGUR LÁNASJÓÐUR Árið 1972 stofnaði U. S. Export—Import Bank sam- eiginlegan lánasjóð, að upp- hæð 1 milljón dollara, ásamt Landsbanka íslands til þess að f jármagna bandarískan út- flutning til íslands. Eru bandarísk fyrirtæki hvött til þess að notfæra sér þetta nýja fyrirkomulag. Mestu útflutningsmögu- leikar bandarískra framleið- enda felast í tækjabúnaði til matvælaframleiðslu, vélum til raforkuframleiðslu, þungavinnuvélum auk sam- göngutækja og margs konar búnaðar, sem stjórnarstofn- anir og bæjarfélög þurfa að nota í þjónustustarfsemi sinni. Einstakar upplýsingar um útboð íslenzkra ríkisfyr- irtækja og Reykjavíkurborg- ar eru nú orðið sendar í skeyt- um jafnóðum til Washington og eru fáanlegar hjá við- skiptaráðuneytinu. Að und- anförnu hafa bandarísk fyr- irtæki verið langt á eftir fyr- irtækjum á Norðurlöndum og í öðrum Vestur-Evrópuríkj- um í að bjóða í framkvæmdir á vegum ouinberra aðila á ís- landi. Áætlanir hafa verið gerðar um endurbætur á um 100 frystihúsum en enn er beðið eftir niðurstöðum lagafrum- varps um aukið matvælaeftir- lit, sem fyrir bandaríska þinginu liggur og eins eru möguleikar til fjármögnunar ekki fullkannaðir. Fram- kvæmdir við 150MW virkjun í Sigöldu hafa verið boðnar út, en fyrir utan þær fram- kvæmdir eru stór áform uppi um vatnsaflsvirkjanir. Ættu bandarísk fyrirtæki, sem starfa á þessu sviði að kanna þessi tækifæri rækilega. Viðbótarraforka, sem fæst rneð Sigölduvirkjun og já- kvæðar niðurstöður af athug- un á sjóefnavinnslu, sem enn hafa ekki verið birtar, benda til að aukin fjárfesting er- lendra aðila sé vís, þar sem íslendingar reyna nú, að hluta til með aðstoð Samein- uðu þjóðanna, að auka fjöl- breytni í efnahagslífinu. Af hálfu íslenzkra stjórnvalda hafa farið fram viðræður við bandarísk fyrirtæki um að reisa járnblendiverksmiðju, verksmiðju til að framleiða álvír og ennfremur ál bræðslu. Mjög víðtæk athug- un hefur farið fram á mögu- leikum á járnblendiverk- smiðjunni og líklegt er að ein og hugsanlega tvær slíkar verksmiðjur verði reistar.“ FV 4 1973 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.