Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 61

Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 61
Sendiráð íslands í Washington ”Bandaríkjastjórn hefur fullan skilning á vanda okkar í landhelgismálinu — en útfærslan stangast á við meginstefnu þeirra44, segir Haraldur Kröyer, sendiherra Islands í Washington. í yfirlætislausri bygginguvið Connelticut Avenue í Washing- ton hefur íslenzka sendiráðið í Bandaríkjunum skrifstofur sín- ar. Þar starfa fjórir íslending- ar, Haraldur Kröyer, ambassa- Haraldur Kröyer, nýskipaður dor, Hörður Helgason, sendi- fulltrúi og tveir ritarar, þær Svava Vernharðsdóttir og Hanna M. Karlsdóttir. Eftir þeim vitnisburði, sem bandarískir embættismenn gáfu sendiherra íslands í Washington. íslenzku sendisveitinni í Wash- ington má það marka, að þar sé vel unnið að málum og til þess var tekið, að óvíða hjá erlend- um sendiráðum væri ambassa- dorinn sjálfur jafnvirkur í dag- legum störfum sendiráðs og hjá því íslenzka. Haraldur Kröyer hefur nýlega tekið við stöðu ambassadors í Washington, en áður var hann sendiherra í Stokkhólmi og síðar hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. FV hitti ambassadorinn að máli fyrir nokkru ásamt Herði Helgasyni, sem um árabil hefur starfað við sendiráðið í Wash- ington. Þar eð embætti sendi- herra hjá Sameinuðu þjóðunum og sendiherrans í Washington voru sameinuð, er Haraldur Kröyer fluttist til Washington, spurðum við fyrst, hvað valdið hefði þeim breytingum á starfs- tilhögun íslenzku utanríkisþjón- ustunnar. — Hér er aðeins um tímabils- bundna bráðabirgðaráðstöfun að ræða, því að utanríkisráðu- neylið hefur til þess óbreytta afstöðu, að sendiherra þurfi að vera á báðum stöðum, hér og hjá Sameinuðu þjóðunum. Skipun í cendiherraembættið þar hefur ekki enn farið fram, þar eð til- íölulega fáir af starfsmönnum utanríkisþjónustunnar hafa haft reynslu af störfum hjá Sa r.ein- uðu þjóðunum. Raunar tók ég það fram sérstaklega, þegar ég var skipaður í þe';ta embætti, að ég óskaði ekki eftir að gegna báðum sendiherrastöðum til lengri tíma. Það hefur komið í ljós, að full þörf er á að hafa tvo fasta- fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðun. um.Nú hafa þær breytingar líka orðið í New York, að aðalræðis- FV 4 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.