Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 62
mannsskrifstofan þar er ekki lengur sameinuð skrifstofu fastanefndarinnar hjá Samein- uðu þjóðunum, og hefur ívar Guðmundsson, sem á þriðja ára- tug starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum, n útekið við starfi ræðismanns. — Oft hefur verið á það bent, að sendiráðið hér í Was- liington sé mikilvægast sendi- ráða okkar íslendinga. Er það varnarsamningurinn við Bandaríkin, sem á mestan þátt í því? — Það eru margháttuðj og mikilvæg tengsl, stjórnmálaleg og efnahagsleg, milli íslands og Bandaríkjanna. Þess ber svo líka að gæta, að héðan er haldið uppi sambandi við fjölmörg önn- ur ríki fyrir íslands hönd. Sendi- herrann í Washington er iíka sendiherra í Kanada, Mexikó, Brazilíu, Argentínu, Perú og á Kúbu. Þá hefur líka legið fyrir að taka upp stjórnmálasamband við Chile og verður það væntan- lega gert á næsta ári. Það vinnst ekki alltaf tími til að sinna störf- um gagnvart þessum ríkjum á sómasamlegan hátt og ég tel, að íslendingar hafi vanrækt sam- bandið við Kanada enda væri vafalaust æskilegt að hafa þar sendiráð. — Hvað verja íslendingar hárri fjárupphæð til reksturs sendiráðsins hér í Washington? — Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að þetta sendiráð kosti íslenzka ríkið 9 milljónir króna. T1 samanburðar má geta þess, að fastanefndin í New York fær 11 millj. króna fjár- veitingu, hendiráðið í London 12 milljónir og sendiráðið í Brúss- el og hjá NATO 10 milljónir króna. — Hver eru svo helztu verk- efnin, sem sendiráðið sinnir daglega? —■ Við höfum náið samband við þá fulltrúa í utanríkisráðu- neytinu, sem fara með málefni íslands. Ég heimsæki líka að- stoðarutanríkisráðherrann og að halda persónulegum kynnum yfirmenn flotastjórnarinnar til við aðila þar. Sömuleiðis reyni ég að kynnast bandarískum þingmönnum. Persónuleg tengsl við málsmetandi menn eru mjög þýðingarmikil. Hér þarf að hafa milligöngu í mörgum málum, er lúta að varnarsamstarfinu við Banda- ríkin. Stundum fjöllum við líka um málefni NATO og kynnum okkur afstöðu Bandaríkjanna til margs konar mála, sem til með- ferðar eru á alþjóðlegum ráð- stefnum, og skýrum okkar sjón- armið sömuleiðis. Þá eru lánamál hjá Alþjóða- bankanum mikilvæga verkefni sendiráðsins og hin svonefndu PL 480-lán, sem Bandaríkja- stjórn veitir íslendingum og voru upphaflega eins konar gjaldeyrisaðstoð. Viðskiptamál- in ganga oftast beint á milli að- ila hér og heima án milligöngu sendiráðsins en þó lika oft rr.eð aðstoð okkar eða aðalræðis- skrifstofunnar í New York. — Hefur sérstök áherzla ver- ið lögð á að hljóta liðsinni Bandaríkjamanna í Iandhelgis- málinu? — Þau mál hafa verið til um- ræðu, en sem kunnugt er leggja bandarísk yfirvöld megin- áherzlu á að siglingalandhelgi sé ekki færð út og að frjálsar siglingar séu ekki heftar. Því líta Bandaríkjamenn með tor- tryggni á útfærslu takmarkaðar- ar lögsögu eins og fiskveiðilög- sögu. Bandaríkjastjórn hefur skilning á vanda okkar íslend- inga varðandi landhelgismáls- ins, en útfærslan hjá okkur stangast á við meginstefnu þeirra. — Eru viðhorfin hér ekki að breytast eftir að fulltrúar New England-ríkis hafa vakið at- hygli á nauðsyn fyrir stærri fiskveiðilögsögu? — Fram til þessa hafa hags- munasamtök fiskimanna á aust- urströndinni mátt sín lítils og lítið verið eftir þeim tekið. Aft- ur á móti eru það hagsmunir túnfiskflotans á vesturströnd- allega haft áhyggjur af. Stefna inni, sem stjórnvöld hér hafa að- Bandaríkjanna í þessu efni ein- kennist fyrst og fremst af hags- munum þeirra, sem þurfa að sækja á mið annarra eins og ger- ist um túnfisksflotann, sem veið- ir við S-Ameríku. — í janúar fóru hér fram könnunarviðræður svonefndar milli utanríkisráðherra íslands og Bandaríkjanna og embættis- manna ríkisstjórnanna um varnarmálin. Hvað er það, sem utanríkisráðherra fslands kannaði hér og gat ekki fengið upplýsingar um heima á fs- landi í sambandi við varnar- málin? — Þessar viðræður voru tví- mælalaust mjög gagnlegar, því fjölmörg mál, sem ráðherra okk- að á fundunum var rætt um ar vildi fá upplýsingar um, eins og t. d. þýðingu varnarliðsins fyrir ísland, Bandaríkin og NATO, um fyrirhugaða örygg- ismálaráðstefnu Evrópu og hverjar væru líklegar niðurstöð- ur hennar. Það hefur líka mikið að segja, að hitta hér ýmsa embættis- menn, bæði stjórndeilda og hers- ins, til að kynnast sjónarmiðum þeirra. — Hverjum augum lítið þið stjórnarerindrekar íslands í Washington á það, að við höf- um í svo mjög vaxandi mæli treyst á markað hér í Banda- ríkjunum fyrir helztu útflutn- ingsafurðir okkar? — Við munum nú flytja út til Bandaríkjanna fyrir um 5.500 milljónir króna á ári en Banda- ríkjamenn selja okkur vörur fyr- ir 1600 milljónir. Sumum vex vissulega í augum, hvað mikið við eigum undir bandaríska markaðinum komið en mjög erf- itt myndi reynast að beina freð- fiskinum á aðra markaði. Hér reyna allir að selja sjávarafurð- ir sínar. Pólverjar eru t. d. að auka útflutning sinn á fiski til Bandaríkjanna og A-Þjóðverjar ar viðskipti við þá hefjast. Það munu líka selja hingað fisk, þeg- eru því skæðir keppinautar á hverju strái. Fiskréttarverksmiðjur Cold- waters og Sambandsins eru fyr- irtæki, sem mikil fjárfesting liggur í og stórduglegir menn stjórna rekstri þeirra og hafa í sinni þjónustu um 500 umboðs- menn um allt landið. — Er hugsanlegt að finna hér markað fyrir fjölbreyttara úrval íslenzkrar framleiðslu en við seljum hingað nú? — Markaðinn er hægt að finna, en hvort við getum fram- leitt það magn sem hann þarf, er svo annað mál. Ameríski markaðurinn þarf stöðugt fram- boð og mikil gæði. Nú á að gera tilraunir með að selja hingað kjöt, sem stykkjað verður niður heima. Nautakjöt hefur hækkað í verði að undanförnu og líklegt að markaður fyrir kindakjöt vaxi. Það ætti að vera unnt að selja íslenzkt kindakjöt hér við góðu verði. Hingað selur Sam- bandið líka osta fyrir 200 millj- ónir á ári. Við höfum 300 tonna kvóta fyrir ost, sem ætti að hækka um helming. Hann selzt eiginlega allur í nágrenni New York fyrir milligöngu fyrirtæk- isins Dorman.. íslenzkar peysur eru mjög vel þekktar og berast oft fyrirspurn- ir um þær til sendiráðsins og gjafavörubúðir hafa spurzt fyr- ir um íslenzka silfurmuni. 62 FV 4 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.