Frjáls verslun - 01.04.1973, Síða 67
Óttarr Möller, forsjóri Eimskips:
Farmgjöld ekki hærri en
hjá erlendum félögum
Eimskip flytur mikið magn af varningi á leiðinni milli fslands og Bandaríkjanna. Er
félagið einrátt í þessum flutningum og hefur hlotið nokkra gagnrýni fyrir framkvæmd
þeirra og farmgjöld meðal út- og innflytjenda. FV sneri sér af þessu tilefni til Óttarrs
Möller, forstjóra Eimskips og lagði fyrir hann nokkrar spurningar.
Hvað er ferðatíðni mikil á
vegum Eimskips á leiðinni ís-
land—Bandarikin, og hvert var
flutningamagnið í fyrra?
Hvernig skiptist það milli
helztu vöruflokka?
Eimskipafélagið hefur hald-
ið uppi ferðum óslitið milli ís-
lands og Bandaríkjanna frá því
í ófriðinum síðari. Á árinu 1972
fóru skip félagsins samtals 25
ferðir milli íslands og Banda-
ríkjanna. Flutningamagnið get-
ur verið nokkuð breytilegt frá
ári til árs og nákvæmar tölur
liggja ekki fyrir enn frá s.l. ári,
en heildarmagn báðar leiðir
nam í fyrra rösklega 72 þús-
und smálestum. Sama er að
segja um skiptingu milli vöru-
flokka að hún er breytileg og
um inargar vörutegundir er að
ræða.
Hafa ekki borizt kvartanir frá
þeim er viðskipti við Banda-
ríkin stunda, yfir því að ein-
göngu skuli siglt frá Norfolk,
en ekki New York?
Eftir að Eimskipafélagið
hafði haldið uppi reglubundn-
um siglingum samfellt í 30 ár
á milli New York og íslands
hefði það að sjálfsögðu kosið
að nota New York-höfn áfram,
ef þess hefði verið nokkur kost-
ur. Hins vegar var svo komið
fyrri hluta árs 1969, að kostn-
aður í New York-höfn óx svo
gífurlega, að ljóst var, að flutn-
ingsgjöld þyrftu nánast að tvö-
faldast til að kleift yrði að
halda áfram siglingum þaðan.
Að sjálfsögðu gátu viðskiptin
ekki borið slíka kostnaðarhækk-
un og því var ekki um annað
að ræða en finna aðra útskip-
unarhöfn, sem gæti veitt sömu
þjónustu og New York á hag-
stæðu verði. Með því að nota
Norfolk sem viðkomuhöfn í
stað New York, var hægt að
halda flutningsgjöldum ó-
breyttum, og það hefur sann-
azt, að Noa-folk liggur í flestum
Óttarr Möller.
tilfellum eins vel við og New
York. Því er hins vegar ekki
að neita, að þeir sem fá vörur
sínar frá næsta umhverfi New
York-borgar, kysu heldur að
skipin tækju þar höfn. Skiln-
ingur er þó fullur af hálfu
viðskiptavina félagsins á að
siglt er nú til Norfolk i stað New
York áður.
Eru nokkrar breytingar fyr-
irhugaðar á ferðum Eimskips
til Ameríku, með tilliti til
ferðafjölda og viðko'mustaða?
Eimskipafélagið~hefur í at-
hugun að taka upp reglubundn-
ar áætlunarferðir á milli ís-
lands og Norfolk, þannig að
brottfarardagar verði ákveðnir
vikudagar hálfsmánaðarlega.
Það orð liggur á, að farmgjöld
Eimskips á þessari leið séu of
há. Bæði kvarta fiskútflytjend-
ur undan þeim og eins þeir, er
selja vörur til tslands. Hver eru
yðar svör við slíkum athuga-
semdum? Má búast við breytt-
um farmgjöldum á næstunni?
Þau orð eiga ekki við rök að
styðjast. Farmgjöld Eimskipafé-
lagsins eru ekki hærri en farm-
gjöld erlendra skipa, sem sigla
frá nærliggjandi löndum í Ev-
rópu til Bandaríkjanna. Um
breytingar á farmgjöldum er
ekkert hægt að spá.
Eirnskip stundar eitt skipa-
félaga reglubundnar siglingar
milli íslands og Bandaríkjanna.
Teljið þér að samkeppni í sigl-
ingunr á leiðinni eigi rétt á sér
og er líklcgt að hún verði fyrir
liendi innan skanuns?
Ég tel það fyrirkomulag, sem
nú er á siglingum milli íslands
og Bandaríkjanna eins hag-
kvæmt og frekast verður á kos-
ið við aðstæðurnar eins og þær
eru. Það gæti ekki leitt til hag-
kvæmni á neinn hátt, að fleiri
skipafélög hefðu samkeppni um
flutningana, en að líkum til þess
eins, að flutningarými skipanna
yrði verr nýtt og til lengdar
valda öðru hvoru, hækkun á
flutningskostnaði eða tapi á
flutningunum.
Hvaða möguleikar eru á far-
þegaflutningum til Ameríku
með skipum Eimskips? Hvað
kostar ferð til Norfolk og heim
aftur fyrir einn farþega?
Skip Eimskipafélagsins, sem
eru í förum til Bandaríkjanna
hafa einungis farþegarými fyr-
ir tvo farþega, svo að tæplega
er um farþegaflutninga að tala.
Fargjald milli Reykjavíkur og
Norfolk, fram og til baka er kr.
29.660.00.
FV 4 1973
67