Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Qupperneq 67

Frjáls verslun - 01.04.1973, Qupperneq 67
Óttarr Möller, forsjóri Eimskips: Farmgjöld ekki hærri en hjá erlendum félögum Eimskip flytur mikið magn af varningi á leiðinni milli fslands og Bandaríkjanna. Er félagið einrátt í þessum flutningum og hefur hlotið nokkra gagnrýni fyrir framkvæmd þeirra og farmgjöld meðal út- og innflytjenda. FV sneri sér af þessu tilefni til Óttarrs Möller, forstjóra Eimskips og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Hvað er ferðatíðni mikil á vegum Eimskips á leiðinni ís- land—Bandarikin, og hvert var flutningamagnið í fyrra? Hvernig skiptist það milli helztu vöruflokka? Eimskipafélagið hefur hald- ið uppi ferðum óslitið milli ís- lands og Bandaríkjanna frá því í ófriðinum síðari. Á árinu 1972 fóru skip félagsins samtals 25 ferðir milli íslands og Banda- ríkjanna. Flutningamagnið get- ur verið nokkuð breytilegt frá ári til árs og nákvæmar tölur liggja ekki fyrir enn frá s.l. ári, en heildarmagn báðar leiðir nam í fyrra rösklega 72 þús- und smálestum. Sama er að segja um skiptingu milli vöru- flokka að hún er breytileg og um inargar vörutegundir er að ræða. Hafa ekki borizt kvartanir frá þeim er viðskipti við Banda- ríkin stunda, yfir því að ein- göngu skuli siglt frá Norfolk, en ekki New York? Eftir að Eimskipafélagið hafði haldið uppi reglubundn- um siglingum samfellt í 30 ár á milli New York og íslands hefði það að sjálfsögðu kosið að nota New York-höfn áfram, ef þess hefði verið nokkur kost- ur. Hins vegar var svo komið fyrri hluta árs 1969, að kostn- aður í New York-höfn óx svo gífurlega, að ljóst var, að flutn- ingsgjöld þyrftu nánast að tvö- faldast til að kleift yrði að halda áfram siglingum þaðan. Að sjálfsögðu gátu viðskiptin ekki borið slíka kostnaðarhækk- un og því var ekki um annað að ræða en finna aðra útskip- unarhöfn, sem gæti veitt sömu þjónustu og New York á hag- stæðu verði. Með því að nota Norfolk sem viðkomuhöfn í stað New York, var hægt að halda flutningsgjöldum ó- breyttum, og það hefur sann- azt, að Noa-folk liggur í flestum Óttarr Möller. tilfellum eins vel við og New York. Því er hins vegar ekki að neita, að þeir sem fá vörur sínar frá næsta umhverfi New York-borgar, kysu heldur að skipin tækju þar höfn. Skiln- ingur er þó fullur af hálfu viðskiptavina félagsins á að siglt er nú til Norfolk i stað New York áður. Eru nokkrar breytingar fyr- irhugaðar á ferðum Eimskips til Ameríku, með tilliti til ferðafjölda og viðko'mustaða? Eimskipafélagið~hefur í at- hugun að taka upp reglubundn- ar áætlunarferðir á milli ís- lands og Norfolk, þannig að brottfarardagar verði ákveðnir vikudagar hálfsmánaðarlega. Það orð liggur á, að farmgjöld Eimskips á þessari leið séu of há. Bæði kvarta fiskútflytjend- ur undan þeim og eins þeir, er selja vörur til tslands. Hver eru yðar svör við slíkum athuga- semdum? Má búast við breytt- um farmgjöldum á næstunni? Þau orð eiga ekki við rök að styðjast. Farmgjöld Eimskipafé- lagsins eru ekki hærri en farm- gjöld erlendra skipa, sem sigla frá nærliggjandi löndum í Ev- rópu til Bandaríkjanna. Um breytingar á farmgjöldum er ekkert hægt að spá. Eirnskip stundar eitt skipa- félaga reglubundnar siglingar milli íslands og Bandaríkjanna. Teljið þér að samkeppni í sigl- ingunr á leiðinni eigi rétt á sér og er líklcgt að hún verði fyrir liendi innan skanuns? Ég tel það fyrirkomulag, sem nú er á siglingum milli íslands og Bandaríkjanna eins hag- kvæmt og frekast verður á kos- ið við aðstæðurnar eins og þær eru. Það gæti ekki leitt til hag- kvæmni á neinn hátt, að fleiri skipafélög hefðu samkeppni um flutningana, en að líkum til þess eins, að flutningarými skipanna yrði verr nýtt og til lengdar valda öðru hvoru, hækkun á flutningskostnaði eða tapi á flutningunum. Hvaða möguleikar eru á far- þegaflutningum til Ameríku með skipum Eimskips? Hvað kostar ferð til Norfolk og heim aftur fyrir einn farþega? Skip Eimskipafélagsins, sem eru í förum til Bandaríkjanna hafa einungis farþegarými fyr- ir tvo farþega, svo að tæplega er um farþegaflutninga að tala. Fargjald milli Reykjavíkur og Norfolk, fram og til baka er kr. 29.660.00. FV 4 1973 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.