Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Page 69

Frjáls verslun - 01.04.1973, Page 69
500 MANNA STARFSLIÐ Nú starfa hjá U.S. News and World Report um 500 manns. Öll vinna við efni og frágang fer fram í Washington en blaðsíður eru sendar með eins konar símmyndatækjum til Dayton í Ohio, þar sem blaðið er prentað. í hverri viku er blaðið gefið út í tveim miiljónum ein- taka og er talið, að þrír menn að meðaltali lesi hvert eintak. Frá Dayton, sem er nokkuð mið- svæðis í Bandaríkjunum, berast blöðin á fáeinum klukkustund- um til póstmiðstöðva um gjör- vallt landið, þaðan sem þau eru send út. Einnig eru blöðin send til Amsterdam í Hollandi, til dreifingar til áskrifenda í Evrópu. Það eru starfsmenn U.S. News and World Report, sem sjálfir eiga tímaritið. Um 15% af kaupi hvers starfsmanns, sem náð hefur 30 ára aldri og starf- að hefur meira en eitt ár við blaðið, renna í sameiginlegan sjóð, sem á meirihlutann í blað- inu. Á móti kemur svo eignarað- ild elztu starfsmannanna og einnig þeirra yngri, sem fá visst magn af hlutabréfum i sinn hlut fyrir hver fimm ár, sem þeir starfa hjá U.S. News and World Report. Útbreiðsla tímaritsins hefur farið mjög vaxandi hin síðustu ár. í hverri viku birtast í því úrvalsgreinar í stuttu máli t. d. um stjórnmálaþróunina í Banda ríkjunum og erlendis, fjármál, framfarir á sviði tækni og vís- inda, viðskipti, verkalýðsmái, og margt fleira. Samkvæmt stefnu sem David Lawrence mótaði er hlutverk blaðsins túlkað þannig, að það haldi uppi „tveggja rása miðl- un“. Annars vegar skýrir það al- menningi frá því hvað stjórn- völd hafast að og hins vegar stjórnvöldunum frá því, hvað al- menningur segir og hugsar um málin. NÝIR HÖGGDEYFAR FRÁ meira öryggi aukin þcegindi betri encSing f yrir flestar gerðir bifreiða FV 4 1973 69 Auglýsingastofan FORM

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.