Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Page 76

Frjáls verslun - 01.04.1973, Page 76
Bílar Bílar á markaðnum Volga á sérstaklega lágu verði. Bifreiðar og landbúnaðarvél- ar h.f., Suðurlandsbraut 14, bjóða íslenzkum bílakaupend- um rússnesku bílanna Moskvich og Volga, auk þess „Rússa jeppa“. Undanfarna mánuði hefur nýja gerðin af Volga selzt mikið hér á íslandi, en það er 5 manna fólksbifreið, sem er rúmgóð og þægileg á íslenzkum vegum, enda er hæð undir lægsta punkt 19 cm.Volga Gaz-24 kostar kr. 433.385, sem er sérstaklega lágt verð fyrir svo stóran bíl. Aðrar tegundir, sem B & L býður landsmönnum, eru Mosk- vich M-412 fólksbifreið, Mosk- vich M-427 stationbifreið, Mosk- vich M-343 sendibifreið og UAZ-452, fjórhjóladrifin tor- færubifreið. Bílaborg h.f., Hverfisgötu 76, flytur inn og selur nýjasta bíla- merkið, sem sézt hefur hér landi, en það er MAZDA frá Japan. MAZDA bílar eru fram- leiddir í þremur stærðarflokk- um og í 7 mismunandi útgáfum. Hingað eru bílarnir fluttir ein- göngu í ,,deluxe“ útgáfum beint og milliliðalaust frá Japan. MAZDA bílar eru með óvenju- lega kraftmiklar vélar, miðað við stærð bílanna. Á seinni helming sl. árs seldust hér 200 nýjar MAZDA bílar. í lok þessa árs er væntanleg- ur á markaðinn nýr MAZDA- bíll, sem er 5 manna, en á næsta ári kemur nýr 6 manna bíll frá sömu verksmiðju. — MAZDA-bílar, eins og aðrir um lönd og hafa m. a. vakið at- Mazda kemur milliliðalaust frá japanskir bilar, hafa sótt á víða hygli fyrir Wankel-vél. Japan. 76 FV 4 1973

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.