Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 83
innlendra aðila eins og hér á
landi. Stofnandi og fyrsti for-
stjóri Coca Cola hér var Björn
Ólafsson en núverandi forstjór-
ar eru þeir Pétur Björnsson og
Kristján Kjartansson.
Coca Cola í Bandaríkjunum
framleiðir ýmsar tegundir gos-
drykkja undir vörumerki Coca
Cola en verksmiðjan Vífilfell
hefur auk kóksins aðeins sett á
flöskur hér drykkinn Fresca en
framleiðir hins vegar nokkrar
fleiri tegundir drykkja fyrir
kælitanka með krana sem þeir
selja, en úr þeim má fá fleiri en
eina tegund svaladrykks. Þessir
tankar eru aðallega notaðir á
matsölustöðum og veitingastöð-
um og í einstaka verzlunum. Á
annað hundrað slíkir tankar eru
nú í notkun hér og er áherzla
lögð á aukna sölu þeirra. Verk-
smiðjan Vífilfell selur einnig
nokkuð af sjálfsölum og kæli-
kössum fyrir gosdrykki. Mör-
landinn hefur eins og áður er
sagt tekið miklu ástfóstri við
kókið því að við drekkum sem
svarar 66 þúsund flöskum á dag
og mun það heimsmet miðað við
fólksfjölda.
GRUNDVÖLLUR FYRIR
FLÖSKUFRAMLEIÐSLU
Mikil rýrnun hefur orðið í
glerflöskunum undan kókinu og
vildi Pétur Björnsson halda því
fram að lágt endursöluverð
þeirra á undanförnum árum ætti
einna mestan þátt í því. En ný-
lega var endursöluverðið hækk-
að og virðist það ætla að bera
mjög góðan árangur. Flöskurn-
ar eru keyptar frá Belgíu en að-
spurður sagði Pétur að hann
teldi að hér á landi væri kominn
grundvöllur fyrir glerverk-
smiðju sem framleiddi flöskur
og þ. á. m. kókflöskur.
Hjá verksmiðjunni Vífilfell
h.f. starfa nú um 100 manns.
SÍS og Dráttarvélar h.f.:
Umfaisverð aukning Banda-
ríkjaviðskipta hugsanleg
Sambandsmenn voru bjart-
sýnir á viðskipti við Bandarík-
in á þessu ári vegna hagstæð-
rar gengisskráningar fyrir inn-
kaup þaðan, er FV ræddi við
þá Jón Þór Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóra Véladeildar SÍS,
og Arnór Valgeirsson, fram-
kvæmdastjóra Dráttarvéla h.f.,
sem er dótturfyrirtæki SÍS, um
innflutning frá Bandaríkjun-
um.
Véladeild Sambandsins flutti
inn vörur frá Bandaríkjunum
fyrir um 1 millj. dollara á síð-
asta ári og gerir Jón Þór sér
vonir um allmikla aukningu á
þessu ári. Stærsta bandaríska
fyrirtækið, sem SÍS hefur um-
boð fyrir, er General Motors.
Frá þeim flytur véladeildin inn
bifreiðar, aðallega fólksbifreið-
ar en einnig nokkuð af vörubif-
reiðum. Ódýrustu fólksbifreið-
arnar frá G.M. eru Chevrolet,
undirflokkurinn Vega, sem í
dag kostar 615.000 krónur.
Chevrolet hefur auk þess marga
aðra undirflokka, sem eru dýr-
ari á markaði hérlendis. Auk
þess framleiðir General Motors
tegundirnar Pontiac, Oidsmob-
ile, Buick og Cadillac, sem Sam-
bandið flytur allar inn. Allmörg
ár eru þó síðan nýr Cadillac
hefur komið til landsins. Vöru-
bifreiðarnar eru af gerðunum
GMC og Chevrolet.
ÞUNGAVINNUVÉLAR AF
MÖRGUM STÆRÐUM
Auk þessa hefur Sambandið
umboð fyrir International Harv-
ester i Bandaríkjunum og frá
þeim eru fluttar inn þunga-
vinnuvélar, svo sem jarðýtur í
fjölmörgum stærðum, Farmall-
dráttarvélar og tæki í sambandi
við þær og Scout jeppar. Farm-
all-dráttarvélarnar haf þó hing-
að til verið keyptar frá útibúi
International Harvester í Eng-
landi en ekki taldi Jón Þór ólík-
legt að eitthvað yrði keypt af
þeim frá Bandaríkjunum á næst-
unni, ef gjaldeyrismálin héldu
áfram að þróast eins og þau hafa
gert undanfarið.
Westinghouse—heimilistæki
hefur Sambandið flutt inn lengi,
en þegar gengisskráning varð ó-
hagstæð innflutningi frá Banda-
ríkjunum sneru Sambandsmenn
viðskiptum sínum til söluskrif-
stofu Westinghouse í Danmörku,
sem útvegar Westinghousetæki
frá verksmiðjum staðsettum á
Ítalíu, en Jón Þór taldi einnig
líklegt að þau yrðu bráðlega
flutt inn frá Bandaríkjunum.
Þá er að nefna Hobart Manu-
facturing Corporation en þaðan
kaupir SÍS Kitchen-Aid hræri-
vélar og uppþvottavélar fyrir
heimili og hefur einnig keypt
frá þeim stærri einingar af því
tagi fyrir brauðgerðarhús, mat-
sölustaði og veitingahús. Auk
þeirra stóru umboða, sem nefnd
hafa verið, hefur Sambandið
umboð fyrir mörg smærri
bandarísk fyrirtæki, sem það
flytur inn ýmis konar smærri
vélar og tæki frá.
MJÓLKURTANKAR FYRIR
$ 91000
Dráttarvélar h.f. dótturfyrir-
tæki SÍS flytur inn mjólkurkæli-
tanka fyrir bóndabýli frá Banda-
ríkjunum og hefur innflutning-
ur á þeim stóraukizt á síðustu
árum. Að sögn Arnórs Valgeirs-
sonar, framkvæmdastjóra, er
líklegt að sú aukning haldi á-
fram á þessu ári. Það er fyrir-
tækið Paul Mueller í Spring-
field, Missouri, sem framleiðir
þessa kælitanka og eru þeir fá-
anlegir í mörgum stærðum. Al-
gengustu stærðirnar hér eru
800—1000 lítra tankar. Minnsta
stærðin tekur 400 lítra og kost-
ar um 130 þúsund krónur. Drátt-
arvélar h.f. fluttu þessa tanka
inn á síðastliðnu ári fyrir um
91 þúsund dollara.
MANNSIIÖNDIN KEMUR
IIVERGI NÆRRI
Mjólkurtankarnir eru oft-
ast tengdir við mjaltakerfi í fjós-
um, þannig að úr kúnni fer
mjólkin beint í leiðslur í fjós-
inu. Flytja þær mjólkina í kæli-
FV 4 1973
83