Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 93

Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 93
AFANGAR Þorvarður Elíasson, viðskipta- fræðingur, var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri Verzlunar- ráðs íslands. Hann er fæddur 9. júlí árið 1940, sonur Elíasar Ingi- marssonar og Guðnýjar Jónas- dóttur frá Hnífsdal. Þorvarður er viðskiptafræð- ingur frá Háskóla íslands, hann var starfsmaður kjararannsókn- arnefndar árin 1965—1969, en rak síðan eigin fyrirtæki ásamt tveim verkfræðingum á árunum 1970—1972. Eiginkona Þorvarð- ar er Inga Rósa Sigursteinsdótt- ir. Freysteinn Jóhannsson hefur tekið við stöðu ritstjóra og ábyrgðarmanns Alþýðublaðsins. Freysteinn er fæddur 25. júní 1946, sonur Friðþóru Stefáns- dóttur og Jóhanns Þorvaldsson- ar kennara. Freysteinn varð stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1966 og hóf störf sem blaðamaður við Morg- unblaðið ári seinna. Hann stund- aði framhaldsnám í blaða- mennsku við Norsk Journalist- skole í Osló árið 1970. í fyrra- sumar gengdi Freysteinn starfi blaðafulltrúa Skáksambands ís- lands meðan heimsmeistaraein- vígið í skák stóð yfir. Eiginkona Freysteins er Viktoría Ketils- dóttir, Símonarsonar á Selfossi. Hörður Bjarnason var nýlega ráðinn blaðafulltrúi og deildar- stjóri hjá Menningarstofnun Bandaríkjanna á íslandi. Hörður er fæddur 20. febrúar 1944, sonur Kötlu Pálsdóttur og Harðar Bjarnasonar, húsameist- ara ríkisins. Hörður tók stúd- entspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1965 og stundaði síðan nám í stjórnvísindum, við Macalester College í St. Paul, Minnesota og lauk þaðan prófi 1970. Hann tók síðan MA. próf í International Relation frá Minnesota Háskóla árið 1972. Um skeið starfaði Hörður að rannsóknarstörfum og aðstoðar- kennslu í Minnesotaháskóla á vegum Mid-West Universities Consortium. Eiginkona Harðar er Áróra Sigurgeirsdóttir, Ein- arssonar, sölustjóra hjá Múla- lundi. Magnús Gunnarsson, viðskipta- fræðingur, hefur verið ráðinn skrifstofustjóri hjá Sölusam- bandi íslenzkra fiskframleið- enda. Magnús er fæddur í Reykja- vík 6. september 1946, sonur Gunnars Magnússonar, skip- stjóra, og Kristínar Valdimars- dóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands 1967 og prófi við viðskiptadeild Há- skóla íslands árið 1971. Magnús starfaði 1971—1972 sem framkvæmdastjóri Banda- lags háskólamanna og sem hag- fræðikennari við verzlunarskól- ann. Magnús er ritstjóri tíma- ritsins Eimreiðarinnar. Eiginkona Magnúsar er Gunn- hildur Gunnarsdóttir. BÓKIIXI VÍIM SKAL TIL VIIMAR DREKKA UPPSLÁTTARRIT ÞEGAR GESTI BER AÐ GARÐI IJTGEFAIMDI FV 4 1973 93

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.