Frjáls verslun - 01.04.1973, Page 97
Hjónin voru að ná sér á strik
yfir síðbúnum morgunverði að
Íoknu tilbrifamiklu samkvæmi,
sem haldið var í húsakynnum
beirra.
— Ástin mín. Ég veit, að
þetta er ósköp vandræðaleg
spurning, sagði eiginmaðurinn.
En vorum við að elskast í bóka-
herberginu í gærkvöldi?
Konan horfði á hann hugs-
andi, en mælti svo:
— Um hvert leyti, með leyfi
að spyrja?
— Segðu til, sagði hann um
leið og hann hellti í glasið henn-
ar og færði sig svolítið nær
henni.
— Strax eftir þennan drykk,
hljóðaði angurblítt tilsvarið.
Þvottakonan, sem kom eld-
snemma á morgnana til að bvo
skrifstofuna, hitti forstjórann á
ganginum. Hann sagði henni,
að brotizt hefði verið inn í
skrifstofuna og peningaskápn-
um stolið.
— Guð álmáttugur, sagði
bvottakonan. Var mikið ryk á
bak við hann?
— • —
Skotinn Max var í heimsókn
í London hjá vini sínum og
landa. Þegar vika var liðin
fannst gestgjafanum nóg komið
með ókeypis húsnæði og fæði
fyrir Max, svo að hann sagði:
— Heyrðu Max. Heldurðu að
konuna þína og börnin sé ekki
farið að lengja eftir að hitta
þig?
— Jú, alveg örugglega. Ég
sendi þeim strax boð um að
koma.
Bóndi nokkur seldi sveitunga
sínum mjólkurkú, sem hann
hældi á hvert reipi.
Nokkrum mánuðum seinna
hitti bóndi kaupanda og spurði
hvort hann væri ánægður með
beljuna.
— Ekki var hún jafngóð og
þú lýstir henni, sagði kaupand-
inn.
— Nei, minna mátti nú vera,
svaraði seljandinn.
Presturinn átti rófugarð, sem
börnin í nágrenninu höfðu vað-
ið í meir en góðu hófi gegndi.
Hann freistaði þess að höfða til
samvizku þeirra og setti upp
skilti í garðinum með áletrun-
inni: „Guð sér allt“.
Daginn eftir sá hann að aldrei
hafði verið stolið meiru af róf-
um úr garðinum. Á skiltið hafði
nú verið bætt við fimm orðum:
„En hann kjaftar ekki frá.“
— • —
Eiginmaðurinn kemur heim
og verður litið inn í svefnher-
bergið.
Felmtri sleginn hrópar hann
upp yfir sig:
— Hvert þó í logandi. Konan
mín, vinur minn, hjákonan mín.
Og, — og tólf ára viskíið mitt.
í flestum borgum er nú orðið
hægt að hringja í ákveðið síma-
númer til að fá að hlýða á guðs-
orðið. Þetta hefur komið mörg-
um vel, sem þurft hafa á sálu-
sorgara að halda.
Nú er verið að ræða um að
koma á sams konar þjónustu
fyrir guðleysingja.
í því númeri verður aldrei
svarað.
Hann hélt henni þétt að sér,
og um þau fór unaðslegur funi
ástarinnar.
— Er ég fyrsti maðurinn, sem
þú hefur elskað á þennan hátt?
spurði hann.
— Það gæti verið, ástin mín,
hvíslaði hún. Þú lítur kunnug-
lega út.
Hin pottþétta áœtlun.
„Jón, er nú ekki kominn tími Ul þess, að þú fáir þér dráttarhest?“
FV 4 1973
97