Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Page 43

Frjáls verslun - 01.08.1973, Page 43
Hafnarf jörður: Búizt við, að árið 1983 íbúar verði 14 -15 þús. Kristinn Ó. Guðmundsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. í Hafnarfirði verður lokið við 150 nýjar íbúðir á þessu ári og er það svipaður fjöldi og síðustu tvö ár. Skiptast þær nokkurn veginn jafnt á milli einbýlis- og tvíbýlishúsa annars vegar og fjölbýlishúsa hins vegar. í árs- byrjun 1973 voru 329 íbúðir í byggingu og á þessu ári hafa framkvæmdir verið hafnar við 180 íbúðir. Samkvæmt upplýsingum Kristins Ó. Guðmundssonar, bæjarstjóra, er nú byggt í svo- kölluðum Norðurbæ, þar sem i framtíðinni eiga að verða 1150 íbúðir. Þar af er búið að úthluta 600 íbúðum en því sem eftir er verður ráðstafað á næstu 3— 4 árum. Einu sinni á ári er aug- lýst eftir umsóknum um lóðir og eru það mikið til sömu verk- takarnir, sem unnið hafa að byggingum í Hafnarfirði sein- ustu árin. Hafnfirðingar ganga að jafnaði fyrir varðandi úthlut- un á einbýlishúsalóðum og raun- ar hafa ekki aðrir en þeir feng- ið slíka úthlutun undanfarin tvö ár. 15000 MANNS ÁRIÐ 1983. íbúafjöldinn í Hafnarfirði var hinn 1. desember í fyrra 10694 og hafði þá fjölgað um 600 manns á árinu 1972. Gert er ráð fyrir að fjölgunin verði um 500 manns á þessu ári en á skipu- lagstímabilinu, sem nær til 1983 búast ráðamenn í Hafnarfirði við að mannfjöldinn í bænum komist í 14—15000 manns. Aðal- skipulagið í Hafnarfirði er frá 1933, en nú hafa verið lagðar fram tillögur að nýju skipulagi, sem væntanlega verður afgreitt í haust. Þegar uppbyggingu Norðurbæjarins lýkur er áform- að að taka land undir bygginga- lóðir í nýju hverfi í svokölluðum Hvömmum í suðurhluta Hafnar- fjarðarbæjar og verða þar um 2500 íbúar. Síðan munu íbúðar- hús verða reist á sunnanverðu Hvaleyrarholti og þegar fram i sækir í Áslandi sunnan Reykja- nesbrautar. Iðnaðarhverfi er að verða full- byggt bæjarmegin við Reykja- nesbraut, upp af Engidal. Næst liggur fyrir að reisa iðnaðar- húsnæði á nýju svæði handan Reykjanesbrautar, nær Garða- hreppi. Sunnan bæjarins, í ná- grenni álsversins í Straumsvík á svo Hafnarfjörður land fyrir stóriðju, sem ekki er ljóst á þessu stigi, hvernig nýtt verður. VAXANDI IÐNAÐUR. Af vinnandi fólki í Hafnar- firði starfa um 36% þar í bæ og er það svipað og gerist í öðrum nágrannasveitarfélögum Reykja víkur. Þetta hlutfall hefur hækkað úr 27,4% síðustu fjögur árin og á álverksmiðjan stærst- an þátt í því. Þá hefur ýmis smá- iðnaður, t. d. járn- og málmiðn- aður og fataiðnaður risið þar og skapað aukin atvinnutækifæri. Engar verzlunarlóðir liggja nú á lausu hjá Hafnarfjarðarbæ. Síðasta úthlutunin var gei’ð til Kaupfélags Hafnfirðinga, sem nú reisir 8 hæða verzlunar- og íbúðai'hús i Norðurbænum. Verzlunin er þegar tekin til starfa í 700 fermetra húsnæði en bygging aðalverzlunarhúss- ins, sem verður 1500 fermetrar er enn ekki hafin. í húsinu eru 60 íbúðir, sem nú eru tilbúnar undir tréverk. Skagar þetta hús nokkuð áberandi upp úr byggð- inni á þessum slóðum og virðist vera í ósamræmi við skipulag en nú er fyrii'hugað annað á- móta stórhýsi þarna skammt undan til að vega upp á móti kaupfélagsbyggingunni og er það DAS, sem þar mun byggja íbúðarhús fyrir aldraða. Aðspurður sagði bæjarstjói'- inn að ekki lægju fyi’ir neinar tölur um hvaðan aðflutningur til Hafnarfjarðar ætti sér stað. Meðaltalsfjölgun íbúa er 5% á ári en landsmeðaltal er 1%. Er búizt við svipaðri þróun á næsta ári, um 500 manna fjölgun ár hvert. FV 8 1973 43

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.