Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Page 97

Frjáls verslun - 01.08.1973, Page 97
Ferðamaðurinn, sem verið hafði á ítalíu með fjölskyldu sinni, segir eftirfarandi sögu: Þau höfðu farið inn á mjög snotra sveitakrá þar sem þau pöntuðu „Poulet a la Ferrari Þetta var gómsætur réttur, og þegar þau báðu um uppskrift- ina sagði þjónninn: — Kjúklingur, sem sportbíll hefur keyrt yfir. Hún var með pabba í Sæ- dýrasafninu. Þau stóðu lengi við ísbjarnalaugina og pabb- inn rifjaði upp ýmis atriði úr dýraíræðinni og hélt heil- mikinn fyrirlestur yfir dóttur sinni. Svo sagði hann í restina: — Jæja, er það eitthvað, sem þú vilt spyrja um, Anna mín? — Já. Ef bjarndýrið stekkur nú upp úr lauginni og étur big, hvaða strætó á ég þá að taka heim? Margskilinn kvikmyndaleik- ari í Hollywood gaf sig á tal við eina þokkadísina, sem var viðstödd frumsýningu á nýj- ustu kvikmyndinni hans. — Manstu ekki eftir mér, spurði hún. Fyrir þremur ár- um baðstu mig að giftast þér. — Jæja, sagði leákarinn. Og gerðum við það? — Þessi æðislega samkeppni flugfélaganna er nú farin að ganga út í öfgar. — Ég hafði nú ímyndað mér, að röntgenskoðun færi öðru- vísi fram, læknir góður. Og svo var það áhugasamur nemi í blaðamennsku, sem starfaði við dreifbýlisblaðið. Hann fékk það verkefnd að skrifa um kunnan kaupmann í þorpinu sem átti 75 ára af- mæli. Að slíkum greinum er unnið af mikilli kostgæfni og það er sjálfsagt að skýra frá því, hvernig börnunum hafá gengið í lífinu. En þá var það blessaður sonurinn, sem fór ungur að árum til Ameríku og lenti þar í bölvuðu klandri. En þeim þætti var ekki sleppt úr afmælisgreinánni: — Elzti sonur Jóns kaup- manns, Karl að nafni, fluttist til Ameríku, þar sem hann skipaði fljótt veigamesta sæti i stórri ríkásstofnun. Hann var greinilega tengdur stöðu sinni sterkum böndum og dauða hans bar að eins og eldingu slægi niður í heiðskíru lofti.“ FV 8 1973 97

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.