Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 9

Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 9
i stuttu máli § Fjárlög til umræðu Fjárlög fyrir árið 1974 hafa nú ver- ið lögð fram og venjubundnar umræð- ur um þau hafa hafizt á Alþingi. Þau hljóða upp á tæpa 27,5 milljarða króna. Ymislegt vantar þó til hækkunar í frum- varpið enn og mun það verða nálægt 30 milljörðum, áður en lýkur. Ætlar ríkið ekki að gefa eftir sinn hlut í þensl- unni. Hlutdeild hins opinbera í vergri þjóðarframleiðslu mun verða um þriðj- ungur í ár, auk viðlagasjóðsgjalda, sem nema um 1,5% þjóðarframleiðslunnar. § Þjóftnýting banka í IMoregi Hmdeildasta atriðið á 10 atriða stefnuskrá hinnar nýju stjórnar Trygve Brattelis í Noregi er þjóðnýting banka. Gætu Norðmenn lært eitthvað af okk- ur í þeim efnum og séð hvernig banka- sósíalismi er í framkvæmd? • EBE og 43 Efnahagsbandalag Evrópu reynir nú að finna samningsgrundvöll við 43 ríki í Afríku og Asíu. Virðist hinum 43 ganga betur að mynda samstöðu en Efnahagsbandalagslöndunum, enda hef- ur ráðherranefnd bandalagsins ekki tek- ið skýra afstöðu til samkomulagshug- | mynda. § Móbelsverðlaun í hagfræfti # Eldsneyti hækkar Ekki er ós§nnilegt, að erjurnar fyrir botni Miðjarðarhafs hafi í för með sér hækkun eldsneytis,. ekki síst fyrir flug- félögin. Allt er þó á huldu um, hve miklar hækkanirnar verða umfram það, sem þegar hafði verið reiknað með. 0 Útvarpsefni á sjóinn Sænska útvarpið hefur ákveðið að láta sænskum sjómönnum í té útvarps- efni endurgjaldslaust og meira að segja að greiða öll höfundalauni (Stefgjöld). Hefur íslenzka útvarpið ráð á slíku? 0 Hagvaxtartölur í nokkrum löndum Gerð hefur verið spá um aukningu þjóðarframleiðslu á fyrra helmingi næsta árs í nokkrum OECD-löndum. Eru nokkrar þeirra sýndar hér og vöxt- ur þjóðarframleiðslunnar í ár til sam- anburðar: Island 1973 3,5 1974 Danmörk 5,5 — Noregur 4,3 5,4 Bretland 6,25 4,5 Vestur-Þýzkaland 5,0 — Bandaríkin 7,25 4,5 Japan 13,5 10,5 Frakkland 6,0 6,0 Ttalía 4,5 5,25 Burmeister og Wein tapar á dollarnum Það' er víðar en á Tslandi, sem fyrir- tæki tapa á gengislækkun dollarans. Áætlað hafði verið, að skipasmíðastöð- in Burmeister og Wein mundi gefa af sér sæmilegan ágóða á þessu ári. Nú er hins vegar útlit fyrir, að gengislækk- un dollarans muni breyta honum í 100 millj. danskra króna tap á árinu. Sænski seðlabankinn stofnaði fyrir nokkrum árum til verðlauna í hagfræði, sem eru jafnhá Nóbelsverðlaunum í einstökum greinum og úthlutað er við sama tækifæri. Sá, sem hlaut þau í ár, er Wassily Leontief. Hann er fæddur í Rússlandi en fluttist snemma til Bandaríkjanna. Hann var einn þeirra fyrstu, sem notfærðu sér rafreikna við úrlausn hagfræðilegra viðfangsefna og mótaði lausnaraðferð, sem kennd er við aðfanga- og afurðatöflur (input- output). Hefur þessi aðferð komið að góðu gagni bæði austan tjalds og vest- an. FV 10 1973 í)

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.