Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 11

Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 11
Magnús Kjartansson er að verða helzti höf- uðverkur embættis- manna utanríkisráðu- neytisins, bæði hér heima og erlendis. Magnús ferð- ast talsvert á milli landa, en kann því nú afarilla sakir virðingarauka, sem ráðherratitlinum fylgir að taka taxa frá flugvöll- um á hótel eins og al- menningur verður að gera. Iðnaðarráðherrann Kjartansson ætlast til þess að fulltrúar sendi- ráða íslands séu jafnan til þjónustu reiðubúnir, þegar hann ber niður í útiandinu. I þeim tilfell- um, sem þetta hefur brugðizt að undanförnu, hefur ráðherrann með valdsmannshroka klagað til utanríkisráðuneytisins. Stjarna Ólafs Ragnars Grímssonar fer ört iækk- andi í röðum róttækari framsóknarmanna og hálfkomma um þessar mundir. Frumhlaup hans og annarra í meirihluta útvarpsráðs á dögunum hefur mælzt illa fyrir hjá sumum áhrifamönnum í þessum hópi, sem telja Ólaf ófínni pappír fyrir bragðið. Sem kunnugt er var tilboði frá þýzkum og sovézkum framleiðendum tekið í vélabúnað Sig- ölduvirkjunar. Þótti málatilbúnaður í því sambandi allur hinn furðulegasti og mjög ein- kennast af pólitískum þrýstingi frá Rússum, enda var tilboð þeirra ekki hagstæðast. Nú hafa heyrzt raddir um að samningarnir við Rússa séu enn óhagstæðari en látið hefur verið uppi. Er í því sambandi taiað um að stöövarhús þurfi að stækka vegna vélanna frá þeim, en þær ku líka vera gamaidags miðaðvið það, sem gerist á Vestur- löndum. I»á óar mörgum við því, að þessir samn- ingar gera ráð fyrir meir en 1000 milljón króna láni frá Rússum, þannig að samanlagt verði skuld- ir Islendinga við þá komnar þar með á þriðja milljarð. Einnig ætla Rússar að flytja inn dá- laglegan fjölda „sérfræð- inga“ til að setja vélarn- ar niður. Borgarstjórnarkosning- ar fara fram í Reykjavík hinn 26. maí næstKom- andi. Minnihlutaflokk- arnir í borgarstjórn reyna nú að sameinast um borgarstjóraefni, en finna engan heppilegan pólitískan samnefnara úr eigin röðum. Kommar hafa því látið það boð út ganga, að borgarstjórinn eigi að verða pólitískt ábyrgðarlaus, sem sé embættismaður, ráðinn til ákveðins tíma. Heyrzt hefur að kommar ætli nú að bera víurnar í for- stöðumann hagrannsókna deildar Framkvæmda- stofnunar ríkisins, og reyna að fá hann sem borgarstjóraefni sitt. Á undanförnum árum hafa risið veglegar verzl- unarmiðstöðvar víðs veg- ar um bæinn, þar sem fjöldi verzlana og þjón- ustufyrirtækja hefur komið sér fyrir. Eftir nokkurra ára sameigin- legan rekstur þessara að- ila virðist svo sem algert ófremdarástand ríki í sambúðinni, þar sem hót- anir og klögumál ganga á víxl. Undantekning frá þessu er verzlunarmið- stöðin Norðurver, þar sem samkomulag við- skiptaaðila virðist vera hið bezta. Meðal almennings er mjög misjafnlega látið af því fólki, sem kem- ur fram í fréttaskýr- ingaþáttum sjónvarps- ins, einkanlega þættin- um Landshorni. „Frétta- skýrendurnir" þykja ekki ýkja trúverðugir, enda viðvaningsbragur mjög áberandi á flutn- ingi flestra þeirra. Þykir skjóta skökku við, að út- varpsráð tilnefndi þetta fólk eftir pólitískum lín- um eingöngu og án nokk- urar prófunar í sjón- varpi, á sama tíma og einni af fyrstu og vinsæl- ustu þulum sjónvarpsins var hafnað, er hún sótti um endurráðningu í sitt gamla starf fyrir stuttu. Var það dómur forráða- manna sjónvarpsins, að hún væri óhæf! Bætt sambúð þeirra Brésnévs og Nixons eft- ir gagnkvæmar heim- sóknir hefur að sumu leyti orðið til að auka samgang milli Sévét- manna og Bandaríkja- manna. Þetta segir jafn- vel til sín hér á Islandi, þar sem sovézkir diplo- matar senda börn sín í fyrsta skipti í amerískan skóla, sem sendiráð Bandaríkjanna í Reykja- vík starfrækir fyrir börn diplómata. FV 10 1973 11

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.