Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 35
gegnum þingið og Áfengis- verzlun ríkisins var j þegar í byrjun umdeild stoftiun eins og hún er enn í dag. Mogensen var fyrsti for- stjóri og gegndi því starfi þar til í apríl 1928 að hann fékk veitingu fyrir lyfjabúð í Reykjavík, Ingólfsapóteki. Við tók ; í honum Guðbrandur Magn_sson og gegndi for- stjórastöðunni þar til í nóvem- ber 1957, en þá lét hann af störfum, þar sem hann varð sjötugur það ár. Merkur áfangi varð hjá stofnuninni árið 1961, þegar tóbaksverzlunin var sameinuð henni. Það var gert með lög- um frá Alþingi og álitu sér- fræðingar, að sparnaður af þessari hagræðingu myndi nema um þremur milljónum á ári. Við þessa breytingu var skrifstofuhald og fleira sam- einað og til gamans má geta þess, að forstjórinn, sem hafði haft laun á borð við ráðuneyt- isstjóra var látinn lækka um einn flokk og tveir einkabílar forstjóranna, sem áður höfðu verið, spöruðust alveg, því að forstjórinn varð sjálfur að skaffa sér bíl. En sé litið á aðrar og merki- legri hliðar málsins hefur út- koman orðið sú, að starfsfólki hefur fækkað sl. 12 ár um 7 manns miðað við það sem var, áður en sameiningin átti sér stað. Á skrifstofunum voru áður 41 starfsmaður hjá báðum stofnununum, en eru nú 35, og í iðnaðar- og áfengisdeild voru 63 starfsmenn 1961, en 41 mað- ur nú í ár. í tóbaksdeildinni hefur fækkað um einn á sama árabili, en i útsölunum hefur að sjálfsögðu fjölgað, þannig að starfsmenn í þeim eru nú 31 á móti 10 starfsmönnum ár- ið 1961. Laun og starfsmanna- kostnaður í fyrra nam alls rúm- um 18 millj. og hækkaði sá kostnaðarliður um 980 þús. kr. miðað við árið á undan, eða um 5,7%, sem er athyglisverð tala. Beinn launakostnaður nam í fyrra 16,8 millj. og hafði þá hækkað um 7,9% frá fyrra ári. — Áður en lengra er haldið væri fróðlegt að fá nokkrar upplýsingar um fyrirkomulag innkaupa til landsins. Hvað eru það margar tegundir, sem þið kaupið reglulega? — Áfengi mun nú vera keypt frá 27 löndum og alls eru tegundirnar um 350. En tóbak er aftur á móti keypt lrá 9 löndum og tegundir eru um 180. Alls eru það milli 240 og 250 fyrirtæki erlend, sem við kaupum af, og umboðsmenn eru fyrir þau flest hér á landi, Málverk af Peter Mogensen er í skrifstofu forstjóra Á.T.V.R. og ennfremur málverk af Guð- brandi Magnússyni. en þó ekki öll. Það, að erlend fyrirtæki hafi hér umboðs- menn, hefur aukizt mjög í seinni tíð, og mörg fyrirtæki, sem Á.T.V.R. skipti við áður beint, hafa nú umboðsmenn. Við sjáum ekki ástæðu til að hafa á móti þessu, en leggjum aðeins á það áherzlu, að verð megi ekki undir neinum kring- umstæðum hækka í þessu sam- bandi. Það, að erlend fyrirtæki hafa umboðsmenn í samskipt- um við einkasölur, er ekkert sérstakt fyrirbæri fyrir ísland. Einkasölurnar á hinum Norð- urlöndunum hafa sama hátt á, og má í því sambandi geta þess, að norska, sænska og tinnska einkasalan hafa um- boðsmenn hér á landi vegna viðskipta sinna við Á.T.V.R., en þessir aðilar selja hingað t. d. vodka og brennivín. Þessi umboðsmennska er ekki á kostnað Á.T.V.R., og það er ljóst, að fob. verð yrði ekki lækkað á víni, áfengi og tó- baki þó að fyrirtækin úti hættu að hafa umboðsmann á íslandi. Þvert á móti er það hagur ríkisins, að þessir umboðsmenn séu hér, því að þeir hafa drjúg- ar tekjur, sem eru skattskyld- ar, og auk þess eru þær í er- lendum gjaldeyri, sem kemur inn til bankanna. Það er líka mjög þægilegt fyrir einkasöl- una að hafa umboðsmanninn nálægt, ef erfiðleikar gera vart við sig, eins og t. d. ef skemmdir koma í ljós á vör- unni. — Hvað ræður ákvörðunum hjá Á.T.V.R. um hvaða tegund- ir einkasalan ætlar að bjóða viðskiptavinunum hér? — lnnkaupadeildin ákveður, hverjar tegundir skuli keypt- ar, og í því sambandi miðum við nokkuð við reynsluna á Norðurlöndum, sérstaklega hjá norsku einkasölunni. Ég var þar t. d. í júní sl. og fékk að kynna mér reksturinn þar mjög náið og komst að því, að Á.T.V.R. nýtur mjög svip- aðra kjara varðandi innkaups- verð og Norðmennirnir gera, þó að innkaup séu miklu stærri hjá þeim. En við ákvörðun um inn- kaup hef ég líka mjög sterk- lega í huga viðskiptatengsl okkar við önnur lönd og hvern- ig sveiflur verða í þeim. Núna kaupa Bandaríkjamenn t. d. miklu meira af okkur en við af þeim. Af þessu leiðir, að við ætlum að verzla meira með bandarískar tegundir og höf- um nýverið hafið sölu á am- erísku Smirnoff-vodka og í at- hugun er að flytja inn Kali- forníu-vín. — Hins vegar er innflutn- ingur á sígarettum svo til ein- göngu bundinn við Bandarík- in. — Já. Þetta eru sennilega leifar frá stríðsárunum og ólíkt því, sem gerist í öðrum Evrópu- löndum. En svo veldur þessu FV 10 1973 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.