Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Page 53

Frjáls verslun - 01.10.1973, Page 53
Umræður ’um skattamál hafnar. Þátttakendurnir fjórir ásamt útgefanda Fv. hafa fengið sér sæti og byrjað að spjalla. Talið frá vinstri: Jón Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, Hjörtur Hjartarson, for- stjóri, Jóhann Briem, útgefandi Fv., Guðmundur Magnússon, prófessor, og Brynjólfur Bjarnason, viðskiptafræðingur. Er virðisaukaskattur og stað- cjreiðslukerfi framtíðarlausnin? Boðaðar hafa verið breytingar á skattalögunum á næstu árum. Er vissulega tími til þess kominn þar eð allir virðast sammála um að gildandi kerfi sé ranglátt og þungt í vöfum. Frjáls verzlun efndi fyrir nokkrum dögum til umræðu um skattamál og fara helzt’u niðurstöður hennar hér á eftir. f umræðunum tóku þátt Brynjólfur Bjarnason, viðskiptafræðingur, Guðmundur Magnússon, prófessor, Hjörtur Hjartarsson, form. Verzlunar ráðs íslands og Jón Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Þeir svöruðu nokkrum spurningum, sem F.v. lagði fyrir þá og ræddu mál- in á breiðari grundvelli út frá þeim. En hefjum þá leikinn: FV: Hverjir eru helztu gallar á núverandi skattkerfi með tilliti til einstaklinga og fyrirtækjanna að mati viðstaddra? Guðmundur: Það liggja fyrir tölur um álagða skatta á þessu ári. Einstaklingstekjuskatturinn með byggingasjóðsálagi er um það bil 4,7 millj- arðar. Ég hef ekki fyrirtækjaskattana í kollin- um, en ætli þeir séu ekki um það bil 8-900 milljónir. Síðan er útsvar sveitarfélaga, sem er rösklega 3 milljarðar. Það, sem ríkið tekur til sín af þjóðarframleiðslu er þá 25-26% og með hlut sveitarfélaga kemur í heildina inn rösklegur þriðjungur þjóðarframleiðslu. Hjörtur: Heildartekjuöflun ríkissjóðs og sveitarfélaga er nú nálægt 100.000.00 á hvern borgara þjóðfélagsins. 5 manna fjölskylda borg- ar í einhverri mynd upp undir hálfa milljón á ári og þá á ég auðvitað bæði við beina og óbeina skatta. Þetta er vitanlega ógurleg upp- hæð. Persónuskattarnir eru það háir og skatt- stiginn er þannig gerður, að menn komast í þá aðstöðu að þurfa að borga meira en helminginn FV 10 1973 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.