Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 75
HHUIIIHMMUM
HIÍSGAGNAKVIMNING
Þetta skatthol er eitt þeirra húsgagna, sem á boðstólum eru nú.
Sífellt eru að koma á mark-
aðinn nýjar gerðir af húsgögn-
um s. s. sófasettum, raðsófa-
settum, hjónarúmum, borð-
stofuhúsgögnum o. fl. Tízkan
breytist og menn gera nú aðrar
■kröfur til híbýlagerðar en áð
ur fyrr. Ungt fólk hefur fast-
mótaðan smekk og aðhyllist
frjálslegan stíl í híbýlagerð.
Sala á húsgögnum hefur ver-
ið mikil í húsgagnaverzlunum
undanfarið. Raðsett njóta t. d.
mikillar hylli meðal ungs fólks,
sem kýs helzt húsgögn, sem
gera þeim kleift að raða þeim
upp eins og bezt hentar. Til eru
fjölmargar gerðir af raðsettum,
með mismunandi gerðum af á-
klæðum. Bæði eru til stólar
sem eru 6 kantaðir, einnig stól-
ar með lausum púðum og loks
stólar með föstu baki og setum.
Þessi raðsett eru í poppstíl og
eiga því vel við þann húsgagna-
smekk, sem ungt fólk hefur nú.
Ungt fólk gerir þær kröfur til
sófasetta nú, að þau séu nýtízku
leg.
Sófasettin eiga miklum vin-
sældum að fagna nú sem fyrr.
Það er álit margra, að sófasett
sé ómissandi húsgagn og verði
að vera á hverju heimili. Við
skiptavinir geta valið um ótal
gerðir í hinum mismunanai
húsgagnaverzlunum. 3ja sæta
sófi, 2ja sæta sófi og stóll, sem
mynda eitt sófasett er vinsæl-
asta gerðin af sófasettum, sem
á boðstólum eru nú.
Úrval af borðstofuhúsgögn-
um er mikið í húsgagnaverzlun-
um nú. Mörg eru algerlega inn-
lend framleiðsla, hönnuð og
smíðuð af íslendingum, en önn-
ur eru framleidd samkvæmt er-
lendum einkaleyfum, eða flutt
inn. Til eru ýmsar gerðir af
slíkum borðstofusettum í öll-
um viðartegundum, eða lituð,
en lituð húsgögn njóta mikilla
vinsælda nú, einkum meðal
ungs fólks.
Hillusanastæður og millivegg-
ir til að skipta herbergjum, eru
þau húsgögn, sem eru mjög að
skapi manna nú og eru mikið
keypt. Milliveggir eru góð
lausn á þvi vandamáli að nýta
íbúðina sem bezt. Hentugt er
að skipta stórri stofu í borð- og
stássstofu með slíkum milli-
vegg. Milliveggi má ekki aðeins
nota til að skipta herbergjum,
heldur geta þeir einnig staðið
upp við vegg. Úrval af hillum
og skápum í slíkar samstæður
er mikið. Úrval af öðrum hillu-
samstæðum er einnig mikið
bæði í antik stíl, því slík hús-
gögn falla ævinlega að smekk
einhverra og svo eftir nýjustu
tízku. Margar þessara hillu-
samstæðna gefa mikla mögu-
leika og getur viðskiptavinur-
inn sjálfur raðað hillunum upp
að vild.
Allir keppast við að prýða
heimili sín með sem beztum og
fallegustum húsgögnum. En
menn fara mikið eftir því,
hvað er í tízku á hverjum tíma.
Islendingar sækja fyrirmynd
sína í húsgagnageið til Norður-
landa og framleiða margir ís-
lenzkir ’núsgagnasmiðir sam-
kvæmt skandinavísku einka-
leyfi.
Frjáls verzlun birtir nú kynn-
ingu á hinum fjölmörg'u hús-
gögnum, sem á boðstólum eru
til hagræðingar fyrir lesendur,
sem eru í leit að hentugum hús-
gögnum. Þessar kynningar eru
auglýsingar frá mörgum hús-
gagnaverzlunum og framleið-
endum í Reykjavik, Kópavogi
og Hafharfirði. Nær allir, sem
blaðið sneri sér til vildu aug-
lýsa og kynna sín húsgögn, svo
lesendur geti kynnt sér hvað
þeir hafa á boðstólum.
L
FV 10 1073
75