Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Síða 76

Frjáls verslun - 01.10.1973, Síða 76
Bólstrun Harðar Péturssonar: Sixtus raðhúsgögn Mjög mikil sala hefur verið í svokölluðum Sixtus raðhús- gögnum hjá Bólstrun Harðar Péturssonar, og eru þetta sér- kennileg, en falleg raðhúsgögn, sem öll eru sexköntuð. Slík raðhúsgögn eru mikið í tízku nú og gefa marga möguleika til uppröðunar. Hægt er að fá ýmsar gerðir af stólum bæði með og án baks. Einnig er hægt að fá mismunandi mörg bök á stól, allt frá einu upp í þrjú. Borðin við raðsettin eru mjög falleg og eru þau einnig sexköntuð. Einnig er hægt að fá fallega kolla með. Viðurinn í raðsettunum er húðaður með svörtu plastlakki, en hægt er að fá ýmsar gerðir af áklæðum á settið, allt eftir því, hvað við á á hverjum stað. Slík raðsett eru mjög þægileg sjónvarps- húsgögn og eiga ekki síður við á heimilum eldra fólksins en unga fólksins. Fyrir um það bil einu og hálfu ári komu þessi raðsett fyrst á markaðinn hjá Bólstrun Harðar Péturssonar. Eru þau flutt inn frá Danmörku og hafa alltaf selzt upp þegar þau eru til. Kostar stóll með þrem bökum um 19 þúsund krónur, en verð á stól með einu baki er lægra. Bökin á stólunum eru mismunandi há og hafa kaupendur því möguleika á vali á slíku raðsetti. Glæsilegir danskir borðstofu- stólar hafa einnig verið til sölu hjá Bólstrun Harðar Pétursson- ar. Fást þeir í þremur viðar- tegundum, eik, teak og pales- ander, og hafa jafnóðum selzt og þeir koma í verzlunina. Þessir borðstofustólar ei’u í hæsta gæðaflokki og stimplað- ir með danska gæðastimplin- um. Margar gerðir af borðstofu- stólum eru fáanlegar, og kaup- endur geta einnig valið um áklæði eftir smekk. Skeifan Kjörgaröi: i-Eórída með einu handtaki Flórída svefnsófasettið og „Stressless“ hægindastóllinn hafa slegið í gegn og eru ein mest seldu húsgögnin hjá Skeifunni í Kjörgarði nú og njóta mikilla vinsælda, enda mjög glæsileg og þægileg. Flórída svefnsófasettið er sérstaklega þægilegt í meðför- um. Ekki þarf nema eitt hand- tak til þess að sófasettið verði að tvíbreiðum svefnsófa, sem er sérstaklega mjúkur, og ekki finnst fyrir samskeytum þegar legið er á honum. Flórída svefnsófasettið er framleitt í Skeifunni, Kjörgarði, undir norsku einkaleyfi. Kaupendur geta valið um fjöldann allan af áklæðum, sem fást einnig í Skeifunni. Mjög vinsælt er að kaupa tvo stóla með þessum svefnsófa og er þetta glæsilegt sófasett, sem hentar mjög vel í stofur og litlar íbúðir, þar sem sofa verður í stofunni. Svefnsófasettið allt kostar 93.760 krónur. Svefnsófinn einn kostar 44.300, og einn stóll kostar 24.480 krónur. „Stressless" hægindastóllinn er einn bezti hægindastóllinn, sem á boðstólum hefur verið. Hann er sérstaklega þægilegur, og ekki þekkist betri stóll til að hvíla lúin bein í. Unnt er að halla honum eins mikið aftur og hver vill. Þegar búið er að finna þægilega stöðu, er hægt að festa stól- inn með því að skrúfa einn takka. Að því leyti er hann ólíkur öðrum hægindastólum, að hægt er að festa hann í hvaða stöðu sem er. Með þesum stól er hægt að fá góðan skemil, og kostar stóllinn með skemli 36.800 kr., en skemillinn einn 6.500 kr. „Stressless" hægindastóll- inn er eins og Flórída sófasett- ið framleiddur undir norsku „Stressless“-hægindastóllinn. einkaleyfi hjá Skeifunni í Kjörgarði. Þessir hægindastól- ar komu á markaðinn fyrir rúmu ári og eru nú mest seldu hvíldarstólarnir á öllum Norð- urlöndum. 70 FV 10 1973
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.