Frjáls verslun - 01.10.1973, Qupperneq 85
SPORTVORUR - SPORTKVIMIMIIMG
Skíðafatnaður og annar skíðabúnaður faest í flestum sportvöru-
verzlunum landsins. Oft vill fara fyrir mönnum eins og henni
þessari.
Með tilkomu styttri vinnu-
tíma og þannig aukins frítíma
skapazt nýr og aukinn markað-
ur fyrir sport- og tómstunda-
vörur. Þessi þróun hefur átt sér
stað alls staðar í hinum vest-
ræna heimi og síaukin áherzla
er Iögð á að skapa aðstöðu til
tómstundaiðkana og útivistar.
Frjáls verzlun birtir nú kynn-
ingu á margvíslegum möguleik-
um, sem eru á þessu sviði liér-
lendis, ásamt leiðbeiningum um,
hvar hægt er að kaupa viðkom-
andi vörur. Er hér um að ræða
sport- og tómstundaiðjuvörur,
sem notaðar eru allan ársins
hring.
VERZLUNIN SPORT.
Sport hefur úrval af vörum
fyrir þá er gaman hafa að því,
að stunda hestamennsku. Má
þar nefna hnakka, beizli og
svipur. Hnakkarnir eru aðal-
lega enskir. Af beizlum eru til
margar gerðir, einnig þýzk
stangamél og hringamél. Svip-
urnar eru danskar og enskar
Hestamaðurinn fær einnig á sig
fatnað til hestamennskunnar i
Sport og eru það aðallega reið-
buxur, reiðstígvél og reiðhjálm-
ar.
Siglingaáhugamenn geta
fengið gúmmíbáta af japanskri
gerð í verzlunni og eru þeir
1—6 metrar að stærð. Golfá-
hugamenn geta fengið sínar
golfkúlur þar, en nú er er golf-
íþróttin orðin mjög vinsæl hér-
lendis.
Þá er einnig til úrval af borð-
tennisspöðum og kúlum, og
einnig eru fáanlegir Brorson
badminton spaðar til lax- og
silngsveiða eru seldar í Sport
flugu- og kaststengur, flugu og
spinnhjól og lokuð spinnhjól.
Einnig veiðistígvél, tækjabox,
flugur, spúnar og flugulínur.
Margir hafa áhuga á útiveru
á veturna og stunda þá skíða-
eða skautaíþróttir. í Sport fást
skíði af tegundinni Elan, skiða-
stafir af gerðinni Komperdell,
Tyrolia skíðabindingar og
Holmenkol skíðaáburður. Tvær
gerðir af skíðaskóm eru fáanleg-
ar Montan og Kastinger.
Þegar frystir og tjarnir verða
heldar hópast börn og ungling-
ar að þeim til að skauta. Fyr-
ir skautahlaup eru seldir list-
skautar, hockeyskautar, hlaupa-
skautar og barnaskautar.
Mikið er um útilegubúnað og
sportfatnað í Sport. Þar fást
sænsk og íslenzk tjöld 2—tí
manna og ennfremur sænsk
hústjöld. Einnig svefnpokar
bæði ullar-, diolin- og dúnpok-
ar. Af öðrum útilegubúnaði,
sem fáanlegur er t. d. norskir
og íslenzkir bakpokar og vind-
sængur. Þá má einnig nefna
sólbekki sólstóla, borð og alls
konar viðleguútbúnað annan.
Á veturna er handbolti mik-
ið stundaður svo og körfubolti,
og er úrval af æfingarbúning-
um, íþróttabuxum, skyrtum,
sokkum og skóm í verzluninni.
Einnig fótboltaskór af gerðinni
Gola og Addidas, All Star
körfuboltaskór og Rucanor
íþróttaskór.
GUNNAR ÁSGEIIISSON H.F.
Hjólhýsin eiga sífellt meiri
vinsældum að fagna meðal al-
mennings og er það orðin al-
geng sjón að sjá fjölskyldu á
leið út úr bænum með hjólliýsi
aftan í bifreiðinni. Hjólhýsi eru
fáanleg hjá Gunnari Ásgeirs-
syni h.f. og eru til nokkrar
stærðir af þeim. Hjólhýsi af
gerðinni Sprite 400 er einna
algengasta stærðin og hefur það
verið einna vinsælast. Hjól-
hýsum þessum fylgja mikil
FV 10 1973
85