Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 87

Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 87
Það færist sífellt í vöxt hérlendis að nota helgarleyfin að sumar- lagi til að bregða sér í hjólreiðatúr og hressa upp á licilsuna. þægindi og geta m. a. fjórir sof- ið í þeim með góðu móti. I þess- um hjólhýsum er vaskur skáp- ur, borð og gashella, svo að eitt- hvað sé nefnt og geta minnstu bílar dregið þau. Stærri gerðin af hjólhýsunum er tegundin Sprite Alphina. Fylgja þeim margs konar þæg- indi m. a. skápur, góð eldunar- tæki, góð rúm og vaskur svo að eitthvað sé nefnt. Fleiri gerðir af hjóhýsum mætti nefna s. s. hjólhýsi af gerðinni Sprite Musketeer, þar sem 6 manns geta sofið með góðu móti og Sprite 1000, þar sem einnig geta sofið 6 manns. Með þess- um hjólhýsum fylgir salerni. Hjá Gunnari Ásgeirssyni eru ennfremur seldir seglbátar og utanborðsmótorar til siglinga. Utanborðsmótorai'nir eru af gerðinni Johnson, en ýmsar gerðir af bátum eru fáanlegar. Siglingar færast í vöxt hér og er það að verða sífellt vinsælli tómstundaiðja. VERZLUNIN VESTURRÖST. í verzluninni Vesturröst eru á boðstólum ýmsar íþróttavörur og má þar fyrst nefna vörur, sem verzlunin selur til siglinga. Það eru ýmsar gerðir og stærð- ir af plastbátum, gúmmíbat- um cg hljóðlausum rafmagns- mótorum. Til lax- og silungsveiða selur verzlunin veiðistengur, veiði- hjól o. fl. Stengurnar eru af gerðunum Prima, Artica og Shakespeare. Veiðihjólin eru af gerðum Mitchel og Skake- speare. Af öðrum vörum tii veiðiferða selur verzlunin veiði- hatta, veiðifatnað og töskur. Verzlunin hefur einnig á boð- stólum ýmsar vörur til skíða- iðkana bæði skíði, mikið úrval, skíðaskó og bindingar. Skíðin eru af gerðinni Rossingnol og eru frönsk. Skórnir eru frá Kotlach, en bindingarnar frá Salomon. Úrval af enskum og þýzkum skautum fæst í vei'zluninni fyrir alla meðlimi fjölskyld- unnar. Úrval af útilegubúnaði er mikið t. d. ýmsar stærðir af tjöldum frá seglagerð Ægis, svefnpokar frá Gefjun og Blá- feldi, bæði ullar-, diolín- og dúnpokar. Af öðrum útilegu- búnaði má nefna gastæki, tjald- borð o. fl. í Vesturröst eru seldar byss- ur af ýmsum gerðum og stærð- um svo og skot. Byssurnar eru af gerðunum BRWO, Win- chester, 2 arasquetta og Brown- ing. Loks má geta þess, að golf- áhugamenn geta fengið golf fatnað í Verzluninni Vestur- röst. AUSTURBAKKI H.F. umboft's- og heildverzlun. Mikill áhugi fyrir tennis- íþróttinni hefur vaknaft hér á landi. Ýmis íþróttafélög hafa stofnaft' borðtennisdeild innan félagsins. Hjá Austurbakka h.f. eru scldar allar þær vörur, sem til slíkrar íþróttar þarf. Eru vörurnar allar frá risafyrirtæk- inu Dunlop. Má þar t. d. nefna borðtennisspaða og tennisbolta. Áhugi fyrir golfíþróttinni hefur margfaldast hérlendis undanfai’in ár. Austurbakki h.f. selur ýmsar vörur fyrir golf frá Dunlop. Má þar nefna golf- sett, golfpoka í ýmsum litum, golfkúlur og golfskó svo að eitt- hvað sé nefnt. Heildsalan selur einnig báta af ýmsum stærðum og eru þeir frá Dunlop og C-Craft. Enn- fremur vörur til skíðaiðkana s. s. skíði, skíðaskó og binding'ar. Skíðin eru frá Erbacker, skórn- ir frá Riker og bindingarnar frá Geze. Fjölmargar aðrar íþróttavör- ur eru á boðstólum hjá Austur- bakka h.f. s. s. sportfatnaður og æfingagallar. Af sportfatnaði má t. d. nefna íþróttasokka. FV 10 1973 87

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.