Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Síða 45

Frjáls verslun - 01.07.1974, Síða 45
> > Agúst Agústsson: Að hitta í mark Um tveggja ára skeið vann ég við sölu íslenzkra iðnaðarvara erlendis. Síðan eru liðin þrjú ár. Þessum þremur árum hef ég varið við nám í viðskiptafræði, með sérhæfingu í „Marketing“. Eftir þessi stuttu kynni mín af íslenzka útflutningsiðnaðinum brýt ég oft heilann um, hvað hægt sé að gera, til að bæta hann og efia. Að sjálfsögðu tengjast þessir hugarórar mín- ir náminu, sem snertir útflutning og iðnað allverulega. Grein sú, sem fer hér á eftir, fjallar um nokkra þætti út- flutningsiðnaðarins, í grófum dráttum. Að sjálfsögðu verður svo umfangsmiklu efni ekki gerð nein tæmandi skil í stuttri blaðagrein, enda ekki ætlun höfundar. Ef greinin vekur við- komandi menn til umhugsunar um hin mörgu verk og vanda- mál útflutningsiðnaðarins, er tilgangi höfundar náð. • Ungur útflutningiðnaður Eitt sérkenni íslenzka út- flutningsiðnaðarins er, hversu ungur hann er. Varla er liðinn áratugur, síðan hægt er að tala um verulegan útflutning full- unninna iðnaðarvara. Braut- ryðjendurnir muna tímana tvenna. Starf þeirra hefur bor- ið góðan ávöxt, og grundvöll- urinn að traustum cg öflugum útflutningsiðnaði hefur verið lagður. En eins og máltækið segir: „Betur má ef duga skal“, og víst er það, mikið starf er enn óunnið. Fótfestu hefur ver- ið náð á erlendum mörkuðum fyrir fáeina vöruflokka. Næsta takmark hlýtur að vera að styrkja þessa stöðu, jafnframt því að auka fjölbreytni vöru- flokkanna, sem fyrir eru, og bæta nýjum við. Til þess að ná þessu takmarki, verða ís- lenzkir útflytjendur að beita nýrri tækni og horfast í augu við ný og áður ókunn viðhorf. © Sundurgreining markaða Skal nú vikið að nokkrum þáttum, sem útflytjandi fram- tiðarinnar verður að tileinka sér fyrr eða síðar. Eitt hið fyrsta, sem alþjóða „market- ing“ bendir á, er mikilvægi þsss að sundurgreina eða að- s’:ilja markaði hvern frá öðr- um. Með þessu er átt við, að útflytjandi hafi fyrirfram gerð áform um, hvernig hann ætlar að sundurliða heildarmarkað- inn. Til dæmis, ef útflytjandi hyggst flytja vörur út til ein- hvers lands í Evrópu eða til margra landa þar, yrði hann að ákveða landamæri hvers markaðar sérstaklega fyrir- fram. Þegar útflytjandinn hef- ur skýra og afmarkaða mynd af hverjum markaði í huga, á hann betur með að einbeita sér að þörfum hvers einstaks mark- aðar. Sumum finnst þessi kenn- ing ef til vill óraunhæf og þvi til lítils gagns. Þeim, sem þann- ig hugsa, má benda á, að eng- inn markaður er eins, allir bregðast misjafnlega við sömu vörunni. Af því leiðir, að út- flytjandinn verður að rannsaka og meðhöndla hvern einstakan markað sérstaklega. Svo við víkjum aftur að Evrópu, þá er ekki hægt að tala um hana sem einn markað, heldur marga clíka markaði. Eftir að útflytj- andinn hefur afmarkað þann markað, sem hann hyggst ein- beita sér að, tekur annar þátt- ur við. Sá byggist á markaðs- rannsóknum, þ. e. útflytjand- inn kynnir sér tilvonandi kaup- endur og það umhverfi, sem þeir búa í. Við mörgum spurn- ingum þarf að fást svar. Hve margir eru tilvonandi kaup- endur, hvernig skiptast þeir niður í stéttir, aldursflokka og kyn? Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að rannsaka menn- ingu markaðarins. Orðið menn- ing er rúmt hugtak og þýðir samkvæmt orðabók „sameigin- legur arfur, venjulega skapað- ur af mörgum kynslóðum". Heildarmenning sérhvers lands er samsett af mörgum smærri menningareiningum, svo sem listmenningu, vínmenningu, FV 7 1974 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.