Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Page 96

Frjáls verslun - 01.07.1974, Page 96
Hluti af tækjakosti ístaks. Myndin var tekin við ’.imhaf framkvæmda við VatnsfeJIsveitu I, sem var fyrsta verkefni fyrirtækisins. Nývirði tækjakos's ístaks í dag er 200-300 milljónir króna. ráð fyrir að hefjast handa nú í september og ljúka verkinu 1. október 1967. — Það hafa veriði fleiri til- boð í verkið. — Já, það kom tilboð frá sænsku fyrirtæki, sem hljóðaði upp á 900 milljónir, og tilboð upp á milljarð frá hollenzku fyrirtæki. 8 VERKFRÆÐINGS- MÁNUÐIR. — Hverjir eru helztu liðirn- ir, sem reiknað er með í til- boðinu, og hversu langan tíma tekur að semja slíkt tilboð? — Það tók um 8 verkfræð- ingsmánuði að semja tilboðið, og sú vinna hefði auðvitað tapast, ef tilboðinu hefði ekki verið tekið. Við byrjuðum á því að reyna að gera okkur grein fyrir nauðsynlegum tækjabúnaði og sendum út fyr- irspurnir varðandi tækin, verð, afgreiðslufrest og hvort hægt væri að fá þau í tæka tíð. Kostnaður við efni og af- greiðslumöguleikar á því, en slíkt hefur verið erfitt undan- farið, vegna þess að miklar sveiflur og hækkanir eru á alls konar efni erlendis og að- eins hægt að fá dagprísa. All- ur kostnaður er miðaður við opnunardag tilboðanna. Nú, siðan er verkið brotið niður í einingar eftir tækjabúnaði og mannaflsstundum. Þegar það er búið er verðið reiknað út. Það er gert í þremur liðum. 1. beinn kostnaður við verkið, 2. óbein stjórn, verkstjórn, öll þjónusta, viðgerðir, matur og húsnæði og svo 3. fjármögnun, en þar er komið út á hættu- lega braut. Við þurfum að reyna að gera okkur grein fyr- ir verðbólgunni og hvað kann að gerast í fjármálaheiminum og á íslandi er slíkt enginn leikur. Inn í þetta kemur svo áhættustjórn og hagnaður. — Áhættustjórnun og hagn- aður? — Já, í sambandi við þetta er talsverð mikil áhætta. Við getum ekki gert okkur fulla grein fyrir því hversu mikinn þátt vetrarveðráttan kemur til með að hafa á framkvæmdir. Við reynum að fara eins ná- lægt því og við getum, með því að taka meðaltalsveður sl. 10 ára. — Nú hljóta að vera ein- hver verðbólguákvæði í samn- ingum sem þessum? — Já, það eru kaupgreiðslu- vísitöluákvæði í honum, enda óhjákvæmilegt. Viss hluti verksins er svo reiknaður í krónum og annar hluti í gjald- eyri. —■ Hversu mikinn tækjakost þurfið þið að kaupa í sam- bandi við verkið? — Það eru 80-100 milljónir króna, sem fara í það. — Hvað með mannskap? — Helztu erfiðleikarnir við að fá mannskap í svona verk á íslandi miðað við þennsluna á vinnumarkaðnum, er að við verðum að lofa löngum vinnu- tíma og þar með meiri tekju- möguleikum, til þess að fá mannskap. Gallin við það að hafa ekki stöðug verkefni, eins og við höfum minnst hér á áð- ur, er, að ekki er hægt að hafa nægilegt þjálfað vinnuafl á launum allt árið, en þess ber að geta, að á sl. árum hefur myndazt kjarni manna, sem hlotið hafa þjálfun við stór- framkvæmdir og þessir menn flytjast yfirleitt á milli verka. — Verður byrjað á fullum krafti strax? — Yfirleitt er farið hægt af stað. Það þarf að koma fyrir tækjum, byrja á því að fram- leiða grjót og steypa mótin. Eftir því sem á verkið líður eykst svo hraðinn. — Hversu margir menn koma til með að starfa í Þor- lákshöfn? — Við gerum ráð fyrir 50- 60 manns að jafnaði. — Hve margir starfa hjá fyrirtækinu nú? — Það eru um 160 manns, þar af 23 fastráðnir og af þeim fjölda eru 8 verkfræð- ingar, sem hafa yfirumsjón með hinum ýmsu verkefnum en eru ábyrgir gagnvart yfir- verkfræðingi og framkvæmda- stjóra. — Að lokum hver eru óska- verkefni ykkar? — Öll stór verkefni eru skemmtileg, en þá sem einu sinni hafa unnið að smíði vatnsaflsstöðva, langar yfir- leitt aftur í slik verkefni. 96 FV 7 1974

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.