Frjáls verslun - 01.01.1975, Qupperneq 20
fóru 80 starfsmenn í slík
ferðalög, en ferðunum fjölgar
árlega í hlutfalli við starfs-
mannafjöldann. Allir starfs-
menn verð,a að læra hópvinnu,
en hún er sögð ein undirstaða
velgengni verksmiðjanna. Tand-
berg reynir stöðugt nýjar leið-
ir til að einfalda starfið og í
nýjustu verksmiðjunni Skull-
erud, sem er 4000 fermetrar
að stærð, er starfsfólkinu
skipt í tvær deildir. Annar
hópurinn býr til venjuleg seg-
ulbandstæki og notar gömlu
færibandaaðferðina, en hinn
hópurinn, sem býr til kassettu-
segulbönd, vinnur í mörgum
sjálfstæðum starfseiningum
eða smáhópum. í hverjum hópi
eru 22 starfsmenn og hver
hópur hefur 33 vinnustöðvar,
sem skapar ákveðið starfs-
frelsi. Hver starfsmaður hefur
a. m. k. tvö verkefni og yfir
hverjum hópi eru tveir verk-
stjórar, sem nefndir eru „leiðr
beinendur". Verkstjórarnir á-
samt hópnum ákveða t. d. hve
mörg segulbandstæki séu
framleidd á hverjum degi og
fjöldi tækjanna hefur engin á-
hrif á launin. Vinnustöðvarnar
eru „U“-laga og vinnur fólk-
ið innan í U-inu, en í því
miðju er „hvíldarstöð“ þar sem
starfsmennirnir geta hvílt sig
í umhverfi, sem þeir útbúa
sér sjálfir.
VINNUSKRÓPIÐ ER
LÍTIÐ.
Fyrirtækið gerir nú tilraun-
ir með nýjan vinnutíma, eins
og margar aðrar verksmiðjur
hafa einnig reynt á undanförn-
um árum, með góðum árangri.
Vinnudagurinn hefst í nýju
verksmiðjunni klukkan 7 að
morgni og lýkur kl. 17. Fólkið
má koma hvenær sem það vill,
og fara eftir að hafa skilað
ákveðnum vinnustundafjölda,
nema hvað allir starfsmenn
verða að vera á sínum stað
milli kl. 9 f. h. og 15 e. h.
Vinnuskróp er lítið hjá Tand-
berg A/S miðað við önnur
fyrirtæki í Noregi, en árlega
hætta um 20% starfsmanna,
sem er allhátt hlutfall. Starfs-
mannastjórinn segir, að flestir
þeirra sem hætta séu lærling-
ar, sem fari í framhaldsnám
eða herinn og auk þess hús-
mæður, sem verða að hætta
vegna heimilisins. Skýrslur
sýna, að flest þetta fólk komi
aftur til starfa síðar. „Við ráð-
um unglinga á aldrinum 16-17
ára, sem halda áfram námi,“
segir starfsmannastjórinn, „en
þeir koma flestir til okkar að
því loknu“.
EFTIRLAUN ERU HÁ
OG VEL TRYGGÐ.
Eftirlaunafyrirkomulagið er
eitt hið bezta sem þekkist í
Noregi, en eftirlaun eru borg-
uð af fyrirtækinu og starfs-
menn þurfa ekki að borga í
lífeyrissjóð. Þegar starfsmenn
hætta fyrir aldurs sakir, fá
þeir 70% af launum sínum, ef
þeir hafa unnið í 35 ár hjá
Tandberg, og hækka þau hlut-
fallslega miðað við dýrtíð,
verðbólgu og launahækkanir
almennt. Þar að auki halda
ekkjur eða ekklar launum maka
síns til æviloka, sem er nokk-
uð sérstakt fyrirkomulag. Fríð-
indin hafa leitt til þess, að
verkalýðssamtökin LO hafa
lítil áhrif í Tandbergverk-
smiðjunum, en starfsmennirnir
mega vera félagar í LO, ef
þeir vilja það. Innan fyrirtæk-
isins starfa launþegasamtök
starfsmannanna og Ragnhild
Grothe, formaður félagsins í
Kjelsás segir: „Við höfum það
þegar mjög gott. Við höfum
betri kjör en flestir aðrir laun-
þegar í Noregi. Ef við værum
í LO, þá yrðum við að fara
eftir samningum sambandsins,
en það myndi t. d. fjölga
vinnustundum úr 39 í 42 á
viku“.
Ýmsir hafa gagnrýnt starfs-
mannasamtök verksmiðjanna,
en flestir starfsmannanna eru
ánægðir með kjörin og vinnu-
skilyi'ðin, enda hafa þeir aldrei
gert verkfall.
ÍÞRÓTTABLADIÐ
Eina íjDróttablab landsins.
Fjallar um Lþróttir og útilíf.
Áskriftasímar 82300 — 82302
20
FV 1 1975