Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Síða 20

Frjáls verslun - 01.01.1975, Síða 20
fóru 80 starfsmenn í slík ferðalög, en ferðunum fjölgar árlega í hlutfalli við starfs- mannafjöldann. Allir starfs- menn verð,a að læra hópvinnu, en hún er sögð ein undirstaða velgengni verksmiðjanna. Tand- berg reynir stöðugt nýjar leið- ir til að einfalda starfið og í nýjustu verksmiðjunni Skull- erud, sem er 4000 fermetrar að stærð, er starfsfólkinu skipt í tvær deildir. Annar hópurinn býr til venjuleg seg- ulbandstæki og notar gömlu færibandaaðferðina, en hinn hópurinn, sem býr til kassettu- segulbönd, vinnur í mörgum sjálfstæðum starfseiningum eða smáhópum. í hverjum hópi eru 22 starfsmenn og hver hópur hefur 33 vinnustöðvar, sem skapar ákveðið starfs- frelsi. Hver starfsmaður hefur a. m. k. tvö verkefni og yfir hverjum hópi eru tveir verk- stjórar, sem nefndir eru „leiðr beinendur". Verkstjórarnir á- samt hópnum ákveða t. d. hve mörg segulbandstæki séu framleidd á hverjum degi og fjöldi tækjanna hefur engin á- hrif á launin. Vinnustöðvarnar eru „U“-laga og vinnur fólk- ið innan í U-inu, en í því miðju er „hvíldarstöð“ þar sem starfsmennirnir geta hvílt sig í umhverfi, sem þeir útbúa sér sjálfir. VINNUSKRÓPIÐ ER LÍTIÐ. Fyrirtækið gerir nú tilraun- ir með nýjan vinnutíma, eins og margar aðrar verksmiðjur hafa einnig reynt á undanförn- um árum, með góðum árangri. Vinnudagurinn hefst í nýju verksmiðjunni klukkan 7 að morgni og lýkur kl. 17. Fólkið má koma hvenær sem það vill, og fara eftir að hafa skilað ákveðnum vinnustundafjölda, nema hvað allir starfsmenn verða að vera á sínum stað milli kl. 9 f. h. og 15 e. h. Vinnuskróp er lítið hjá Tand- berg A/S miðað við önnur fyrirtæki í Noregi, en árlega hætta um 20% starfsmanna, sem er allhátt hlutfall. Starfs- mannastjórinn segir, að flestir þeirra sem hætta séu lærling- ar, sem fari í framhaldsnám eða herinn og auk þess hús- mæður, sem verða að hætta vegna heimilisins. Skýrslur sýna, að flest þetta fólk komi aftur til starfa síðar. „Við ráð- um unglinga á aldrinum 16-17 ára, sem halda áfram námi,“ segir starfsmannastjórinn, „en þeir koma flestir til okkar að því loknu“. EFTIRLAUN ERU HÁ OG VEL TRYGGÐ. Eftirlaunafyrirkomulagið er eitt hið bezta sem þekkist í Noregi, en eftirlaun eru borg- uð af fyrirtækinu og starfs- menn þurfa ekki að borga í lífeyrissjóð. Þegar starfsmenn hætta fyrir aldurs sakir, fá þeir 70% af launum sínum, ef þeir hafa unnið í 35 ár hjá Tandberg, og hækka þau hlut- fallslega miðað við dýrtíð, verðbólgu og launahækkanir almennt. Þar að auki halda ekkjur eða ekklar launum maka síns til æviloka, sem er nokk- uð sérstakt fyrirkomulag. Fríð- indin hafa leitt til þess, að verkalýðssamtökin LO hafa lítil áhrif í Tandbergverk- smiðjunum, en starfsmennirnir mega vera félagar í LO, ef þeir vilja það. Innan fyrirtæk- isins starfa launþegasamtök starfsmannanna og Ragnhild Grothe, formaður félagsins í Kjelsás segir: „Við höfum það þegar mjög gott. Við höfum betri kjör en flestir aðrir laun- þegar í Noregi. Ef við værum í LO, þá yrðum við að fara eftir samningum sambandsins, en það myndi t. d. fjölga vinnustundum úr 39 í 42 á viku“. Ýmsir hafa gagnrýnt starfs- mannasamtök verksmiðjanna, en flestir starfsmannanna eru ánægðir með kjörin og vinnu- skilyi'ðin, enda hafa þeir aldrei gert verkfall. ÍÞRÓTTABLADIÐ Eina íjDróttablab landsins. Fjallar um Lþróttir og útilíf. Áskriftasímar 82300 — 82302 20 FV 1 1975
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.