Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Page 24

Frjáls verslun - 01.01.1975, Page 24
OLÍUHÆKKUNIN. Víkjum nú að misvæginu á viðskiptajöfnuði sem að mestu leyti á rót sína að rekja til fjórföldunar olíuverðs. Áætlað er að OPEC-löndin hafi haft jákvæða greiðslu- stöðu gagnvart umheiminum, sem nemur 60-70 milljörðum dollara á s.l. ári. Af hallanum lenda 40-50 milljarðar dollara, að %, á löndum innan OECD. Olíu- hækkunin hefur komið af- ar misjafnlega við einstök lönd OECD og þar af leiðandi er viðskiptahallinn misstór eftir löndum. Hallinn er tiltölulega mestur hjá Bretum, ítölum, Frökkum og Dönum, en Vest- ur-Þjóðverjar, Hollendingar, Bandaríkjamenn og Japanir sýndu annaðhvort hagstæðan greiðslujöfnuð eða sluppu bærilega. Greiðsluafganginum hjá olíulöndunum er enn ó- jafnar dreift. Fimm tiltölulega fámenn lönd með samtals 10 milljónir íbúa, þ. e. Saudi-Ar- abía, Kuwait, Líbya, Abu Dabi og Oatar fá 40 milljarða doll- ara afgang, þ. e. 4000 dollara á hvern íbúa, eða næstum hálfa milljón íslenzkra króna. Dálagleg búbót það. Ef samansafnaður afrakstur olíulandanna er framreiknað- ur til 1980, hefur Alþjóðabank- inn fengið út töluna 650 mill- jarðar dollara. Þótt prúttað væri niður á við, kemur samt eitthvað óhugnanlegt og ó- sennilegt út, ekki síst, ef haft er í huga, að varasjóðir allra landa og alþjóðastofnana eru nú samtals um 200 milljarðar dollara, eða fjórðungur fyrr- nefndrar upphæðar. Fjármálakerfi heimsins er úr skorðum gengið. Fjármagn- ið ferðast ókunnar slóðir og enda þótt endurflytja megi obbann af olíugróðanum að mestu aftur til olíukaupenda (sem lán eða greiðslur), veld- ur tímatöfin samdrætti í upp- hafi, að enginn veit, hve löng timatöfin verður, eða hvort al- þjóðafjármagnsmarkaðir geta aðlagað sig breyttum aðstæð- um. Olíulöndin hafa aðallega kosið skammtíma fjárfesting- ar, en kaupendurnir vilja lang- tímalán. (Sagt hefur verið í gríni, að í Saudi-Arabíu sé að- eins til einn fjármálasérfræð- ingur, sem kunni einungis á skammtímalán og því kaupir hann eingöngu ríkisvíxla í Bandaríkjunum.) Meðalhagvöxtur var u.þ.b. núll árið 1974 í löndum OECD og búist er við, að hann verði það einnig 1975. Meðalverðr bólga var 15,5% 1974, en er á- ætluð 11% 1975. Halli á við- skiptajöfnuði er talinn verða svipaður 1975 og 1974 (var um 40 milljarðar dollara). • Efnahagur * Islendinga Enn er full atvinna í land- inu, en verðhækkanir eru miklar og gjaldeyrir af skorn- um skammti. Áætlað er, að þjóðarframleiðsla aukist á þessu ári um 1%% á föstu verðlagi, en vegna lakari við- skiptakjara, er því spáð, að þjóðartekjur minnki um 1% annað árið í röð. Er þá ekki tekið tillit til fólksfjölgunar, þannig að minnkun þjóðar- tekna á mann yrði meiri, eða um 2%. Almennt verðlag hef- ur hækkað um meira en 50% á tólf mánuðum. Viðskiptahall- inn nam sennilega um 11% þjóðarframleiðslu árið 1974 og verður skv. spá 9000-9500 millj. kr. á þessu ári, eða um 5% af þjóðarframleiðslu. Skuldir hins opinbera námu í árslok 1974 733 dollurum á hvert landsins barn, en 259 í árslok 1966, sem er nær þreföldun á 8 árum. (Á sama tima hafa þjóðartekjur aukist um 35% og dollarinn fallið, en aukning skuldanna er meiri en skýrt verður með þessum tveimur þáttum.) Gjaldeyrisstaðan var orðin tæp í árslok 1974, þrátt fyrir aðgerðir þær, sem núverandi ríkisstjórn beitti sér fyrir. Gialdevrisstaðan nam 941 milli. kr. í nóvemberlok 1974 á þágildandi gengi og breytist lítið í desember, þannig að gjaldeyrir er aðeins til fyrir nokkurra vikna almennum innflutningi. Útflutningsbirgð- ir halda áfram að hlaðast upp og námu 13.052 millj. kr. í nóvemberiok (á genginu 117 kr./$). Þetta er að mestu vegna sölutregðu á Banda- ríkjamarkaði, en jafnvel á Rússlandsmarkaði gætir birgðasöfnunar. Hér er því um söluvandamál að ræða, sem að öðru jöfnu er óheppilegt að leysa með gengisbreytingu, ekki sízt þar sem síður er á- stæða að ætla að verð á ýms- um mikilvægum matvælateg- undum geti lækkað að ráði og þá ekki nema um studnarsakir. Þær varnaraðgerðir, sem fól- ust í aðgerðum núverandi rík- isstjórnar, hafa greinilega ekki leyst allan vanda, enda hafði verið fádæma sukk í fjármál- um þjóðarinnar um hrið og utanaðkomandi sveiflur óvenju magnaðar. Útilokað var að tryggja allt í senn stöðugt verðlag, halla- laus utanríkisviðskipti og fulla atvinnu. Lausnin fól nán- ast í sér tilraun til að tryggja atvinnuöryggi og óbreytt kjör hinna lægstlaunuðu á kostnað þess að verðlag hækkaði áfram og viðskiptajöfnuður yrði á- fram óhagstæður, þó hvort- tveggja í minna mæli en áður og fyrri þróun hafi þannig ver- ið snúið við. Við þekkjum orð- ið þá stöðu, sem núverandi ríkisstjórn varð að glíma við og hvernig brugðist er við henni í meginatriðum. Finnst mörgum stundum litlu máli skipta, hvaða ríkisstjórn fer með völdin, hverju sinni. GENGISFELLING. Vissulega skiptir máli, hvaða traust hver ríkisstjórn hefur, hver tímasetning aðgerða er og hve skjótt endurbati get- ur átt sér stað, en eigi að síð- ur held ég að svigrúmið til á- kvarðana sé í reynd ákaflega takmarkað í stöðunni, bæði af fræðilegum og stjórnmálaleg- um ástæðum. Er þetta aðallega vegna þess, að eigi að halda útflutningsatvinnuvegunum gangandi, koma í veg fyrir at- vinnuleysi og gjaldþrot þjóðar- búsins er fátt til ráða utan gengisfelling, ígildi hennar, erlendar lántökur, innflutn- ingstakmarkanir eða sambland af þessu. Eftirlit með verðlagi virðist lítið eða ekki hafa dreg- ið úr verðhækkunum og verndað kaupmátt, ef litið er til lengri tíma. Auk þess eru stjórnmálamenn þá sem endra- nær skiljanlega tregir til að fara nýjar skattheimtu- og til- færsluleiðir, jafnframt því sem vitneskja þeirra og hag- fræðinganna er minni og ó- vissari um nýjar leiðir en gamlar. Ég er nú kominn að meginatriði boðskaps míns: Ástæðan fyrir því, að við 24 FV 1 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.