Frjáls verslun - 01.01.1975, Qupperneq 31
Samtök iðnrekernda auka
þjónustu við féiagsmenn
eftir Gísla Benediktsson, skrifstofustjora Félags ísl. iðnrekenda
Félag íslenzkra iðnrekenda hefur nú starfað í rúm fjörtíu ár. Starfsemi félagsins hefur alla tíð
verið flókin, þar sem framleiðsla félagsmanna er ákaflega mismunandi. Hér á eftir fer stutt
lýsing á starfsemi félagsins. Sagt er frá helztu þjónustuliðum fyrir alla félagsmenn, svo
sem kjaramálum, en engin leið er að rekja hér alla þjónustu félagsins við einstök fyrirtæki eða
fyrirtækjahópa.
Stjórn.
Félagið kýs sér stjórn auk
tveggja varamanna sem sitja
alla fundi og starfa á sama
'hátt og aðrir stjórnarmenn.
Formaður kosinn beint af fé-
lagsmönnum á hverju ári og
varamenn líka. Aðrir stjórnar-
menn kosnir til tveggja ára,
tveir í senn.
Stjórnin heldur að jafnaði
fundi á miðvikudögum milli
30-40 sinnum á ári.
Auk þessa eru lögð á nefnd-
armenn nefndarstörf og marg-
vísleg önnur vinna. Óhætt er
að segja að stjórnarstörf í fé-
laginu séu mjög tímafrek.
í stjórn eiga sæti þeir Davíð
Sch. Thorsteinsson, formaður,
framkvæmdastjóri Smjörlíkis
hf., Haukur Eggertsson, fram-
kv.stj. Plastprents hf., Pétur
Pétursson, framkv.stj. Hydrol
'hf., Björn Þorláksson, framkv.-
stj. Sanitas hf.
Varamenn í stjórn eru:
Björn Guðmundsson, framkv.
stj. Sportvers hf. og Sveinn S.
Valfells, framkv.stj. Steypu-
stöðvarinnar hf.
Endurskipulagning
á félaginu.
Á síðasta ári lagði stjórn fé-
lagsins mikla vinnu i framtíð-
aráform félagsins og var feng-
inn danskur sérfræðingur
henni til aðstoðar. Komu þar
fram margar hugmyndir um
endurskipulagnigu á félaginu,
sem kemur til framkvæmda í
náinni framtíð. Þegar hefur
verið ráðinn þjóðhagfræðingur
til félagsins. Einnig hefur ver-
ið ráðinn viðskiptafræðingur
og tæknifræðingur sem vinna
eiga saman. Verður þeirra
starf fyrst og fremst fólgið í
því að heimsækja fyrirtæki í
félaginu nokkra daga hjá
hverju og koma með hugmynd-
ir að endurskipulagningu eða
hagræðingu innan fyrirtækj-
anna, í samráði við forsvars-
menn þeirra.
Meðlimir.
í félaginu er nú rúmlega 200
fyrirtæki, á öllum sviðum iðn-
aðar, öðrum en fiskiðnaði, síld-
ar- og fiskimiölsvinnslu og
mjólkuriðnaði, - einkafyrirtæki,
hlutafélög, samvinnufélög og
ríkisfyrirtæki, víðs vegar af
landinu. Þau eru í meginatrið-
um framleiðslufyrirtæki, þó að
nokkur séu að hluta þjónustu-
fyrirtæki.
Starfsfólk.
Framkvæmdastjóri félagsins
er Haukur Björnsson. Hans
starfssvið er að verulegu leyti
útávið, svo sem margvisleg
nefndarstörf, fundasetur og
viðræður og rekstur ýmis kon-
ar erinda fyrir félagsmenn
gagnvart hinum opinberu hags-
munafélögum og öðrum. Skrif-
stofustjóri er Gísli Benedikts-
son og gjaldkeri Jóhanna
Gunnarsdóttir. Vélritun annast
Heiðrún Guðmundsdóttir,
símavörzlu Þuríður Hauksdótt-
ir og sendistörf Elín Óskars-
dóttir. Vegna þeirrar endur-
skipulagningar, sem fyrr er
getið, hefur verið bætt við
þrem mönnum á skrifstofuna.
Þessir nýju starfsmenn félags-
ins eru: Þorbjörn Guðjóns-
son, hagfræðingur, Guðmund-
ur S. Guðmundsson, tækni-
fræðingur og Bergþór Kon-
ráðsson, viðskiptafræðingur.
Blaðafulltrúi félagsins, Ólafur
Sigurðsson sagði starfi sínu
lausu um síðustu áramót.
Húsnæði.
Skrifstofa félagsins er í Iðn-
aðarhúsinu að Hallveigarstíg 1,
Rvík. Varð félagið aðili að
byggingu þess húss á seinni
byggingarstigum þess á-
samt Iðnaðarmannafélagi
Reykjavíkur, Landssambandi
iðnaðarmanna, Trésmíðafélagi
Reykjavíkur og fleiri félögum.
Eignarhlutur félagsins er 20%
FV 1 1975
31