Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Qupperneq 46

Frjáls verslun - 01.01.1975, Qupperneq 46
í skrifstofu forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu. Geir Hallgrímsson svara spurningum ritstjóra Frjálsrar verzlunar. F.V.: — Teljið þér nokkra hættu á nýjum vandamálum á vinnumarkaði hérlendis vegna hugsanlegs aðflutnings vinnu- afls frá Danmörku t. d. í kjöl- far vaxandi atvinnuleysis þar? Erum við skulbundnir frænd- þjóðum okkar í þessu efni? Forsætisráðherra: — ísland er ekki aðili að samkomulagi um sameiginlegan vinnumark- að Norðurlanda meðal annars vegna ótta um, að það ástand kynni að skapast, sem lýst er í spurningunni. Eg tel ekki hættu á nýjum vandamálum vegna þess að vinnuafl berist hingað frá öðr- um Norðurlöndum vegna at- vinnuleysis þar, þegar af þeirri ástæðu, að allir erlendir ríkis- borgarar verða að fá hér at- vinnuleyfi og það er ekki veitt, ef hætta er á atvinnu- leysi meðal íslendinga sjálfra. F.V. — Hafið þér enn trú á, að slík tök náist á verð- bólguþróuninni, að verðbólga verði við 15% markið um næstu áramót eins og vonir hafa staðið til? Hvaða ytri skilyrði þurfa. að ríkja, svo að þessu marki verði náð? Forsætisráðherra: — Margt hefur að vísu gengið okkur á móti, sérstaklega þróun við- skiptakjara út á viði. Ég geri mér þó enn vonir um, að unnt sé að draga mjög verulega úr verðbólguvextinum. Það verð- ur þó ekki nema allir lands- menn gæti verulegs hófs og margir, ef ekki flestir, verða að þola kjaraskerðingu, ef mið- að er við þann falska kaup- mátt, sem var nokkra mánuði á síðasta ári. Markmiðið er, að kaupmáttur launa þeirra, sem minnst bera úr býtum, haldist óbreyttur miðað við ár- in 1972 og 1973. Hins vegar næst það ekki, ef viðskipta- kjörin verða lakari en þá. Ég tel, að verðlag á útflutningsaf- urðum okkar og innflutnings- vörurn þurfi þess vegna að vera sæmilega hagkvæmt. Eft- irspurnin eftir vinnuafli verð- ur að haldast í því marki, sem afkoma útflutningsatvinnu- veganna og raunar allra at- vinnugreina segir til um. Út- gjaldaáform opinberra aðila mega ekki verða til þess að skapa spennu. Bæði einstak- lingar, sveitarfélög og ríkið verða að vera sammála um að hægja á ferðinni. F.V.: — Hvaða nýjar álög- ur er sennilegt að þjóðin verði að taka á sig vegna snjóflóðanna í Neskaupstað? Hvert verður hlutverk Viðlaga- sjóðs í framtíðinni og a5 hve miklu leyti verður hann lát- inn bæta tjón af völdum nátt- úruhamfara, t. d. á einstök- um bæjum í sveit? Forsætisráðherra: — Enn er ekki séð fyrir endann á því, hvert tjónið í Neskaupstað verður. Matsmenn hafa farið á staðinn en ekki lokið fullnað- arkönnun. Því er ekki fyllilega ljóst á þessu stigi, hvað tjóna- bætur munu nema háum upp- hæðum. Ekki er heldur unnt ennþá að meta í einstaka at- riðum, hvaða reglum á að fylgja við uppgjör tjónsins vegna snjóflóðanna. Þessi mynd mun skýrast á næstu vikum, þótt endanleg niður- staða fáist væntanlega ekki fyrr en með vorinu. Við höfum rætt um það, að Viðlagasjóður verði varan- legur, að til hans mætti grípa i framtíðinni ef stórfellt tjón verður af völdum náttúruham- fara. Einnig kemur til mála að efla Bjargráðasjóð í þessum til- gangi. Bjargráðasjóður hefur það hlutverk að koma lands- mönnum til hjálpar í hallæri, til að koma í veg fyrir bjarg- arskort og til að bæta úr stór- tjóni á mannvirkjum og búfé af völdum náttúruhamfara og sjúkdóma. Sjóðurinn er ekki rnikill að vöxtum og hefur ekki haft bolmagn til að bæta annað en minniháttar tjón, ef svo má að orði komast, þegar hugsað er til Vestmannaeyja- gossins annars vegar og snjó- flóðanna í Neskaupstað hins vegar. Bjargráðasjóður sinnti til dæmis bótagreiðslum vegna tjónsins á höfuðborgarsvæðjnu 1973 vegna ofsaveðursins, sem þá gekk yfir. Skoða verður hagkvæmasta fyrirkomulag þessara mála, og m. a. í þeim tilgangi hefur 46 FV 1 1975
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.