Frjáls verslun - 01.01.1975, Síða 62
Fyrirtaeki, framlciðsla
Veiiingastaðir:
Þorrafagnaður Nausts fer nú fram
í sautjánda sinn
Þeim fjölgar ár frá ári, sem þreyja þorrann í góðu yfirlæti í Naustinu, en þar verða nú borin
fram f'ull trog af fjölbreyttum og gómsætum þorramat samkvæmt 17 ára gamalli hefð hússins.
Má tvímælalaust segja, að þetta sé vinsælasti þáttur í veitingastarfseminni, er Naust hefur
boðið viðskiptavinum sínum í þau tuttugu ár, sem liðin eru síðan húsið tók til starfa.
Tvítugsafmælis Naustsins var
minnzt í byrjun nóvember.
Raunar er hlutafélagið Naust
hf. ári eldra, en það stofnuðu
sjö ungir menn, þeir Ásmund-
ur Einarsson, Ágúst Hafberg,
Eyjólfur Konráð Jónsson, Haf-
steinn Baldvinsson, Geir Zoéga
jr., Sigurður Kristinsson og
Halldór S. Gröndal, sem þá
var nýkominn frá Bandaríkjun-
um, eftir að hafa lagt stund á
nám í gisti-og veitingahúsa-
rekstri. Var hann fram-
kvæmdastjóri Nausts um langt
ára bil.
Vinsældir hlaut Naustið
strax í upphafi. Þar var kom-
ið fyrsta flokks vínveitinga-
hús, sem auglýsti: „Opið allan
daginn, alla daga“ og „Um 50
rétti að velja daglega."
Sérlega skemmtilegar inn-
réttingar Sveins Kjarvals, arki-
tekts, með skipslaginu á veit-
ingasalnum, básum og kýraug-
um, luktum og skipanöfnum
— allt setti þetta einkar ný-
stárlegan og aðlaðandi blæ á
veitingahúsið í hinum sögu-
frægu húsum Geirs Zoéga, sem
stóðu þarna á sjávarkambinum
í gömlu Reykjavík. Nafnið
„Naust“ er því réttnefni í
sögulegum skilningi.
Þegar árin liðu og fleiri
keppinautar komu til skjal-
anna hefur nálægð Naustsins
við miðbæinn haft sitt að
segja til að laða að menn úr
viðskiptalífinu og erlenda
gesti þeirra en þar hefur líka
jafnan verið lögð áherzla á
fyrsta flokks veitingar og góða
þjónustu.
ERLEND MATARGERÐAR-
LIST KYNNT.
Auk þorramatarins hefur
Naustið kynnt ýmsar aðrar
nýjungar í veitingum hér-
lendis. Þar hafa verið haldnar
kynningarvikur fyrir matar-
gerðarlist nokkurra erlendra
þjóða eins og t.d. Bandarikja-
vika, Rússlandsvika, spænsk
vika og frönsk. Árangurinn
varð sá, að nokkrir réttanna,
sem þá voru kynntir í fyrsta
skipti fyrir íslenzkum veitinga-
húsagestum hafa orðið fastir
liðár á matseðli Nausts, svo
sem körfukjúklingur, að
bandarískri fyrirmynd, og
frönsk lauksúpa.
BETRA HRÁEFNI.
Þeir Geir Zoéga jr., núver-
andi framkvæmdastjóri Nausts
og Guðni Jónsson, skrifstofu-
stjóri, sögðu í viðtali við F.V.,
að Naustið hefði eftir föngum
reynt að hafa á boðstólum
fjölbreytt úrval sjávarrétta,
sem virtust njóta mjög mikilla
vinsælda sér í lagi hjá erlend-
um gestum hússins. Þetta
reyndist þó oft erfitt vegna
þess hve skortur á góðum
fiski væri oft tilfinnanlegur.
Skelfiskréttir hefðu náð mikl-
um vinsældum og sögðu þeir
það vera eitt dæmið um fæði,
sem fslendingar hefðu ekki
kunnað að meta þar til fyrir
tiltölulega fáum árum. Um
gæði á hráefnum til matar-
gerðar hérlendis, sögðu þeir
Geir og Guðni, að þau hefðu
stórlega batnað á sl. 10 árum
og fengi Naustið nú skínandi
gott nautakjöt norðan úr landi
eftir þörfum. Áður var
kannski hægt að fá nokkrar
góðar steikur yfir daginn og
bera síðan fram afsakanir við
gestina, ef þeir vildu nauta-
steik. „Naust Special“-steikin
hefur hlotið hín beztu með-
mæli amerískra sælkera og
steikarsérfræðinga, sem hér
hafa verið á ferð. Nú eru 38
réttir „á la carte“ á boðstól-
um í Naustinu. Sérstakir mat-
seðlar hafa svo verið settir
saman fyrir hádegisverðar-
gesti, sem vilja ræða viðskipta-
erindi og ekki hafa mikinn
tíma til að snæða. Þar er á
milli sjö mismunandi rétta að
velja á hverjum seðli, sem
gildir þrjá daga í senn.
ÞÁTTUR STARFSMANNA.
Geir Zoéga sagði, að Naust-
ið mætti velgengni sína að
mjög verulegu leyti þakka á-
gætum starfsmönnum, sem þar
hefðu valizt í lykilstöður og
unnið um áratugaskeið í hús-
inu. Nefndi hann sérstaklega
Símon Sigurjónsson, fram-
reiðslumann, sem starfað hefur
í Nausti frá opnun staðarins og
Ib Wessmann, matreiðslu-
mann, sem er búinn að starfa
þar í 17 ár. Hann hefur m. a.
haft veg og vanda af undir-
búningi þorrablótsins allt frá
því í október, þegar Ib tók til
við að súrsa góðmetið, sem
borið verður á borð gesta í
Nausti fram á þorraþrælinn,
22. febrúar.
62
FV 1 1975