Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Side 67

Frjáls verslun - 01.01.1975, Side 67
Eitt hinna vistlegu herbergja á Ingram Hotel Ingram Hotel: Þægilegt gisti- hús I Glasgow Margir íslendingar eiga jafn- an leið um Glasgow á ferðum sínum til útlanda og það hef- ur færzt mikið í vöxt hin síð- ustu ár að íslendingar dveld- ust um kyrrt í Glasgow eða færu þaðan í skoðunarferðir um Skotland, sem er vinsælt ferðamannaland. Þjónusta við ferðamenn í Glasgow hefur farið ört batnandi og gisti- húsum fjölgað um leið og aðr búnaður á þeim hefur orðið betri. Eitt þessara tiltölulega nýju hótela, sem bjóða upp á flest þægindi fyrir ferðamann- inn er Ingram Hotel í miðborg Glasgow, nánar tiltekið í Ing- ram Street. Hótelið er mikið sótt af kaupsýslumönnum enda í næsta nágrenni við 'helztu fyrirtæki borgarinnar. Á Ing- ram eru 90 herbergi, ágætlega búin húsgögnum og hverju herbergi fylgir bað, sími, út- varp og sjónvarp. Þá eru tveir veitingasalir á hótelinu; í öðr- um eru bornar fram fyrsta flokks veitingar samkvæmt matseðli en á hinum er eins ’konar kaffiteríusnið, þar sem gestir geta fengið morgun- kaffi, hádegismat og síðdegis- te. Hótelgestir geta varið frí- tímanum við barinn eða í þægilegum setustofum, þar sem boðið er upp á litasjón- varp. Ingram Hotel er í næsta nágrenni við aðaljárnbrautar- stöð borgarinnar og á 25 mín- útum er hægt að komast í bíl út á flugvöll. Eigandi Ingram Hotel er hó- telhringur Reo Stakis, en hann á gistihús í næstum hverju einasta byggðarlagi í Skotlandi og hefur nú fært út kvíarnar, til Englands með nýjum hótelum í Newcastle og Bradford. Iðufell: Fiskbúð í kjörbúð Fyrir nokkru opnaði verzlunin Iðufell nýja kjörbúð að Iðufelli 14 í Breiðholti. Þessi kjörbúð er að mörgu leyti sérstæð, þar sem hún býður viðskiptavinum sínum þjónustu, sem ekki hefur tíðkazt hérlendis áður, svo vitað sé. Hér er átt m.a. við fisksölu Iðufells. Fyrir miðri kjörbúð- inn er sérinnréttuð fiskbúð með aðliggjandi vinnslustofu. Fisk búðin myndar sjálfstæða ein- ingu inni í verzluninni. Slíkar innréttingar eru þekktar erlend- is og þykja mikið hagræði fyrir viðskiptavini. Fiskbúð Iðufells kemur til með að bæta úr brýnni þörf Breiðholtsbúa, þar sem erfitt hefur verið að fá nýjan fisk til kaups í hverfinu. Verzlunin Iðufell mun verzla með fisk, mjólk, nýlenduvörur, kjöt og allar almennar kjörbúð- arvörur. Iðufell mun leggja áherzlu á góðar matvörur í úr- vali, ekki sízt fyrir hátíðar. Verzlunin Iðufell er í eigu Harðar Jóhannssonar, sem áður verzlaði í verzluninni Sólfelli við Fjölnisveg. Nýja verzlunin við Iðufell 14 er hin vistlegasta, rúml.550m.2 að flatarmáli, búin nýtízku kælitækjum og kjör- búðarinnrétitingum. FV 1 1975 67

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.