Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Page 75

Frjáls verslun - 01.01.1975, Page 75
Nýsmíði fiskiskipa úr tré og stáli. • Báta- og skipaviðgerðir. • Fullkomin dráttarbraut fyrir 400 tonn. Skipasmíðastöð. M. BERNHARÐSSON skipasmíðastöð hf., ISAFIRÐI, SlMAR: 94-3290 — 94-3139. Sveinn Egilsson ht.: Amerískur Ford með evrópskum svip Jóhannes Ástvaldsson, fulltrúi hjá Sveini Egilssyni sýnir hér hinn nýja og glæsilega Mercury Monarch. Enn einu sinni ríða bandarísku Ford verksmiðjurnar á vaðið með nýjung í framleiðslu sinni. Flestir muna, þegar Ford verk- smiðjurnar komu með Ford Falcon á markaðinn árið 1959, sem þá var ný gerð fólksbíla og náði geysilegum vinsældum bæði í Bandaríkjunum og utan þeirra. Nokkrum árum síðar kom svo Mustang fram, en hann sló mest í gegn af bandarískum bílum framleiddum þann ára- tuginn og heldur enn vinsæld- um .Fyrir nokkrum árum hófst svo framleiðsla á smábílnum Ford Pinto, sem hefur náð rnest- um vinsældum bandarískra smábíla. GRANADA OG MONARCH Nýju bílarnir að þessu sinni nefnast Ford Granada og Ford Mercury Monarch. Búið er að vinna að gerð þessara bíla síðan árið 1970 og voru fyrstu bílarnir framleiddir í ágúst í fyrra. Það sem einkennir þá báða sérstak- lega, er evrópskt yfirbragð, og þá yfirbragð dýrra Evrópubíla svo sem Benz. Sala þessara bíla í Bandaríkjunum, á þeim stutta tíma sem þeir hafa verið á markaðnum, virðast ótvírætt ætla að sanna að enn einu sinni hafa Ford verksmiðjurnar hitt naglann á höfuðið með fram- leiðslu nýrra gerða. Jóhannes Ástvaldsson, full- trúi hjá Sveini Egilssyni h.f., sagði í viðtali við FV, að umboð- ið hefði pantað bíla af þessum gerðum strax í júlí, eða áður en framleiðslan hófst, og kom fyrsta sendingin 20. oktober. Þá var haldin bílasýning, sem fjöldi fólks sótti, og sagði Jóhannes að fólk hefði tekið nýju bílunum mjög vel og væru á milli tíu og tuttugu þeirra seldir þegar. GÓÐIR DÓMAR Erlend virt bílablöð, svo sem finna allt, sem aðfinnsluvert er, Auto Car, luku upp miklu lofs- orði á þessa bíla í ágúst í fyrra, þegar reynsluökumenn þeirra höfðu re.ynt bílana við misjafn- ar aðstæður, og segir það sína sögu um þá, því þessir ökumenn finna allt, sem aðfinsluvert er, og halda því ekki leyndu. Granada og Monarch eru í grundvallaratriðum sami bíll- inn, útfærður á mismunandi vegu. Þeir kosta frá 1450 þús- undum upp í 1690 eftir íburði, en ódýrasti bíllinn hefur þó sjálfskiptingu, vökvastýri, afl- hemla og styrkta fjöðrun. Jóhannes sagði að fyrirtækið hvgðist leggja aðaláherslu á sölu þessara bíla í ár, a.m.k. af bandarísku bílunum. FV 1 1975 75

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.